Fréttabréf Grenivíkurskóla
6. tbl. 3. árg. - júní 2022
Kæra skólasamfélag
Þá er skólaárinu 2021-2022 lokið og framundan verðskuldað sumarleyfi hjá nemendum og starfsfólki. Líkt og ég kom inn á í ræðu minni við skólaslitin hefur árið að mörgu leyti verið krefjandi og óhefðbundið, en sem betur fer er þó einnig fjölmargs skemmtilegs að minnast.
Að vanda var nóg um að vera síðustu dagana fyrir sumarfrí hér í skólanum. Runólfur, kveðjuhátíð 10. bekkjar, var á sínum stað, blásið var til sérstaks Úkraínudags, og skólanum var svo slitið þann 1. júní og fimm nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Starfsfólk skólans skellti sér svo suður yfir heiðar og heimsótti Stapaskóla í Reykjanesbæ, en það er nýr og áhugaverður skóli með nýstárlega nálgun sem gaman var að kynna sér.
Frá þessu flestu og raunar einhverju fleiru er sagt neðar í fréttabréfinu og þá er vert að benda á fjölda myndaalbúma með myndum úr skólastarfinu sem hægt er að nálgast hér að neðan.
Fyrir hönd starfsfólks skólans þakka ég ykkur fyrir liðið skólaár og óska ykkur gleðilegs sumars!
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Skólaslit
Úkraínudagur
Þann 31. maí síðastliðinn stóðu nemendur og starfsfólk Grenivíkurskóla fyrir sérstökum Úkraínudegi sem var virkilega vel heppnaður. Verkefni nemenda um Úkraínu voru til sýnis, flutt var tónlistaratriði, og þá var fjöldi fjáröflunarverkefna í gangi; happdrætti, tombóla, fata- og munamarkaður, veitingasala og fleira. Fjölmargir gestir mættu og styrktu gott málefni og ekki má gleyma þætti þeirra fjölmörgu styrktaraðila sem lögðu til happdrættisvinninga, mat og drykki fyrir veitingasöluna og fleira.
Samtals söfnuðust tæplega 400.000 krónur sem renna í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu. Vel heppnað verkefni sem kveikti umræður og vakti samkennd. Eiga nemendur og starfsfólk, ásamt aðstandendum og styrktaraðilum hrós skilið fyrir þeirra framlag!
Runólfur
Skólahreysti
Vorgetraun
Úrslit vorgetraunarinnar urðu þau að Ólína Helga Sigþórsdóttir varð í 1. sæti, Jóhann Kári Birgisson í 2. sæti og Elmar Ingi Gunnþórsson í 3. sæti. Fengu þau gjafabréf í Ísbúð Akureyrar að launum og óskum við þeim til hamingju með verðlaunasætin. Skemmtileg hefð sem reynt verður að hafa á "réttum" tíma að ári.
Geðlestin og Emmsjé Gauti
Að fræðslu lokinni mætti svo Emmsjé Gauti á svæðið og hélt örtónleika fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans og er óhætt að setja að það hafi vakið mikla gleði!
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk ber að þessu sinni yfirskriftina Gleðilegi júní. Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Grænfánaverkefnið á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á þessu skólaári og í tilefni þess hefur Landvernd útbúið mánaðarlega afmælispakka sem samanstanda af fræðsluefni og verkefnum sem tileinkuð eru ákveðnu viðfangsefni. Við munum nota þetta efni hér í skólanum og leyfum því einnig að fylgja með í fréttabréfunum okkar svo áhugasamir geti kynnt sér málið.
Afmælispakki júní fjallar um vinnuskóla og honum fylgja fróðlegar upplýsingar og skemmtileg verkefni.
Myndir úr skólastarfinu - maí/júní
Á döfinni í ágúst
- 22. ágúst: Skólasetning og útivistardagur
- 23. ágúst: Útivistardagur
- 24. ágúst: Kennsla hefst skv. stundaskrá
Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Email: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Website: http://www.grenivikurskoli.is
Location: Grenivík
Phone: 414-5413
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?q=greniv%C3%ADkursk%C3%B3li