

Fréttabréf Kóraskóla
janúar 2025
Gleðilegt nýtt ár!
Það er við hæfi að hefja fyrsta fréttabréf nýs árs á tilvitnun í orð merkrar konu, sem öllum er svo hugleikin þessa dagana, Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands og minna okkur um leið á að nýtt upphaf, nýtt ár gefur tækifæri til nýrra áskorana og að taka nýrri þekkingu og vitneskju með opnum huga.
Janúar
Af því sem hæst ber í janúar ár hvert eru nemendastýrðu foreldraviðtölin. Þau gengu mjög vel og töluðu foreldrar um að þar gæfist góður vettvangur til að ræða við barnið sjálft og kennara þess um námsgengi og líðan í skólanum. Viðtölin reyna mjög á nemendur en með þeim þjálfa þau sig í að ígrunda námsstöðu sína, útskýra verkefnavinnuna, markmiðasetningu og viðmið um árangur. Þau þjálfast einnig í því að rýna í framkomu sína og samskipti, hvernig vinur þau vilja vera og setja sér markmið því tengdu.
Stjórnaðu huga þínum annars stjórnar hann þér
Aðgát skal höfð!
Það er mikilvægt að við tileinkum okkur fallega framkomu við hvert annað. Spekingur Buddha sagði: Staldraðu við þrennt áður en þú talar: Er það sem þú ætlar að segja, sannleikanum samkvæmt? Er það nauðsynlegt? Er það vinsamlegt?
Símareglur Kóraskóla
Símareglur skólans eru einfaldar og ætti þess vegna að vera auðvelt að fara eftir þeim. Símar eru eingöngu leyfilegir í frítíma frammi á gangi, aldrei inni í kennslustofum.
Við viljum biðja foreldra um að aðstoða okkur með því að hringja ekki í börn sín í þeirra síma á skólatíma. Við skólann starfar ritari frá kl. 7:45 til 15:30 og mun koma skilaboðum til nemenda eftir þörfum. Sími skólans er 441-4401.
Eftir helgina verður ástundun núlluð. Á vorönn verða foreldrar kallaðir á fund með stjórnendum ef upp koma ítrekuð brot á símareglum.
Framundan í febrúar
Gaman saman
3. - 7. febrúar
Vika 6. Í þeirri viku er lögð áhersla á fræðslu um kynheilbrigði.
6. febrúar
Íþróttadagur Kóraskóla. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl 8:30 og kennt fram að frímínútum. Eftir frímínútur og fram yfir mat taka nemendur þátt í fjölbreyttu íþróttaviðburðum undir stjórn íþróttakennaranna okkar.
12. febrúar
Hópmyndataka 10. bekkjar. Einkstaklingsmyndatökur af nemendum í 8. og 9. bekk sem voru fjarverandi þegar slíkar myndir voru teknar.
Auk þess:
- 8. bekkur vinnur í PALS lestrarverkefni þar sem áhersla er lögð á að styrkja lestrarfærni og hæfni.
- Úrtak foreldra Kóraskóla fá það hlutverk að svara spurningum Skólapúlsins um gæði skólastarfs.
- Unnið að því að Kóraskóli verði réttindaskóli UNICEf.
- Í febrúar höldum við barnaþing í Kóraskóla sem er undurbúningur fyrir Barnaþing Kópavogs.
Með kærri kveðju
Starfsfólk Kóraskóla