
DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
SEPTEMBER 2021
24. Fyrsta skólaþingið okkar
Á þessum degi ætlum við að vinna að skólaþróun með öllu skólasamfélaginu. Nemendur eru í skólanum samkvæmt stundaskrá og koma svo aftur seinni partinn ásamt foreldrum og vinna í hópum að skólaþróun. Þessi dagur er tvöfaldur skóladagur hjá starfsfólki og nemendum.
NÆSTA VIKA 20. - 24.SEPTEMBER 2021
Mánudagur
- Göngum hress og kát í skólann.
Þriðjudagur
- Góður dagur til að hrósa.
Miðvikudagur
- Starfsmannafundur 14:40 - 16:00 (gæti haft áhrif á opninartíma viðveru).
Fimmtudagur
- Góður dagur til að lesa góða bók.
Föstudagur
- Skólaþing (nánara skipulag sent síðar).
MATSEÐILL
ÞESSI VIKA GEKK VEL...
Á mánudeginum fóru margir nemendur og nokkrir starfsmenn í seinna hraðpróf vegna C-19. Allir fengu neikvæða niðurstöðu sem í þessu tilfelli er jákvætt.
Þorgrímur Þráinsson sagði nemendum á unglingastigi hvernig hægt er að vera ástfangin af lífinu.
Rafrænskráning hófst í tónlistarskólann, enn eru nokkur pláss laus en við ætlum að byrja starfið á mánudaginn.
Nemendur og starfsfólk fóru saman í hressilega útivist á Degi íslenskrar náttúru og starfsfólk tók sinn árlega endurmenntunardag í dag.
DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU
Dagur íslenskrar náttúru var á fimmtudaginn og verkefni nemenda voru mismunandi en allir fóru út í góða gönguferð. Hér má sjá yngsta stig gróðursetja plöntur úr Yrkjusjóði.
ENDURMENNTUN STARFSFÓLKS...
Í dag voru nokkrir fyrirlestrar í boði fyrir starfsfólk grunnskóla á Austurlandi. Hér má sjá hluta af starfsfólki Djúpavogsskóla hlusta á fyrirlestur frá KVAN.
SAMSÖNGUR
BESTU KVEÐJUR OG GÓÐA HELGI,
STARFSFÓLK DJÚPAVOGSSKÓLA