Lærum og leikum með hljóðin
Málhljóðavaktin - fyrir íslenskuna!
Hvernig notum við Lærum og leikum með hljóðin? Vandað efni sem undirbýr læsi frá unga aldri
Allt efni Lærum og leikum með hljóðin verður kynnt og hvernig á að nota efnið frá unga aldri með börnum langt fram á grunnskólaaldurinn.
Heildstætt og fjölbreytt efni, Lærum og leikum með hljóðin, hentar í innlögn bókstafa og hljóða með öllum lestrarkennsluaðferðum um leið og réttur framburður er kenndur. Efnið styrkir hljóðainnlögnina á mismunandi vegu og getur þannig hentað ólíkum einstaklingum. Bætt er í orðaforða og setningamyndun með stigvaxandi þyngd.
Það býður fjölbreytta nálgun til að ná sem bestum árangri. Hentar m.a. sérstaklega vel börnum af erlendum uppruna.
Með Lærum og leikum með hljóðin, hefur kennari bæði bækur, myndaspjöld og samstæðuspil til að styðjast við. Það er kjörið að fylgja bókunum sem fylgja framburðaröskjunum og nota sem leiðarvísi um heim hljóða og orða.
Þá er hægt að nota nýja appið/veflausnina í innlögn að hljóðinu þar sem allt lifnar við.
Ný opin veflausn kemur enn frekar til móts við nýja tækni og þarfir nemenda, þar sem þeir æfa hljóðin með gagnvirkum leikjum, læra rétta hljóðmyndun um leið og umskráning er þjálfuð, hljóðavitund og hljóðkerfisvitund. Í heimi nýsköpunar og tækniframfara er mikilvægt að íslenskan komist inn í ramma
leikjaforritunar í tæki og tól.
Hér er um að ræða fyrsta og eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og
hljóðkerfisvitundar til undirbúnings læsi. Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Búi Kristjánsson teikna allt efnið. Íslenskar raddir Védís Hervör og Felix Bergsson fanga athyglina listavel.
Innihald Lærum og leikum með hljóðin byggir á viðurkenndum rannsóknum um máltöku og
málþróun íslenskra barna og árangur í undirbúningsfærni fyrir læsi.
Appið kom upphaflega út árið 2013 en hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og
opið á öll tæki. Þá var það áður takmarkað við iOS kerfið. Efnið byggir á áratuga reynslu talmeinafræðinga og kennara í samstarfi við foreldra. Markmið okkar er að framleiða eingöngu hágæða efni fyrir börn.
Fjöldi YouTube myndbanda á rás/laerumogleikum, gefa hugmyndir um notkun efnisins.
Boðið er upp á fjarnámskeið og/eða staðnámskeið í skóla/stofnun.
Framburðaröskjurnar eru tilvaldar bæði í sérkennsluna og í yngri bekkina til að styðja við innlögn bókstafa og hljóða í lestrarkennslunni.
Áprentuð taska úr bylgjupappa geymir R- eða S bókina, eftir því hvaða öskju þú velur. Þar fylgja einnig allar myndirnar í bókinni í tvöföldu setti til að æfa orðin í ýmsum leikjum. Um er að ræða fleiri hundruð myndir. Allar táknmyndir fyrir hljóðin eru uppstækkaðar á sérspjöld svo hægt er að hafa þær vel sýnilegar fyrir börnin á meðan unnið er með viðeigandi hljóð hverju sinni. Þá fylgja leiðbeiningar og hugmyndir að notkun efnisins. Við minnum á fjölda YouTube myndbanda sem kæta og fræða um efnið
Hljóðalestin með verkefnabók
Hljóðtenging - nýr leikur og ný verkefni
Þrjár vinnusvuntur
Bleik hljóða- spila - borðmotta
Á námskeiðinu tengjum við Lærum og leikum með hljóðin við annað námsefni við hæfi
Raddlist ehf.
Email: laerumogleikum@laerumogleikum.is
Website: laerumogleikum.is
Location: Brekadalur 67, Reykjanesbær, Iceland
Phone: -
Facebook: facebook.com/laerumogleikum
Twitter: @laerumogleikum