
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
NÓVEMBER
- 15.nóvember - Starfsmannafundur.
- 15.nóvember - Fulltrúar í fjölskylduráði í Múlaþingi koma í heimsókn.
- 16.nóvember - Dagur íslenskrar tungu og gestadagur - allir velkomnir í heimsókn.
ATHUGIÐ
- 16.nóvember - Bergrún Íris verður með smiðju á yngstastigi í boði Foreldrafélagsins.
Skráning á FB síðu Foreldrafélagsins.
ATHUGIÐ
- 16.nóvember - Bergrún Íris verður með smiðju fyrir miðstig í boði bókasafna í Múlaþingi (sjá auglýsingu neðar).
- 16.nóvember - Grunnskólafulltrúi í Múlaþingi hefur viðveru í Djúpavogsskóla.
- 20.nóvember - Dagur mennréttinda barna.
- 25.nóvember - Sameiginlegur skipulagsdagur starfsmanna í Múlaþingi.
ATHUGIÐ
Það má líka senda póst á thorbjorg.sandholt@mulathing.is eða hringja í 8943545.
Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að en það eru laus pláss.
Þetta verður mjög skemmtilegt og þetta er gjaldfrjálst.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 14.nóvember
- Hittumst hress og kát eftir gott helgarfrí.
Þriðjudagur 15.nóvember - Vinadagur í Djúpavogsskóla
- Fulltrúar úr Fjölskylduráði Múlaþings koma í heimsókn og skoða skólann okkar.
- Fagfundur 14:20 - 15:50
Miðvikudagur 16.nóvember
- Dagur íslenskrar tungu og gestadagur - allir velkomnir í heimsókn.
- Grunnskólafulltrúi Múlaþings með viðveru í skólanum.
- 13:30 - 14:40 Bergrún Íris með smiðju á yngstastigi (sjá á FB síðu foreldrafélagsins).
- 15:00 - 18:00 Bergrún Íris með smiðju á miðstigi (á vegum bókasafna).
Fimmtudagur 17.nóvember
- 14:20 - 15:50 Teymisfundur.
Föstudagur 18.nóvember
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
VINADAGUR Í DJÚPAVOGSSKÓLA
Á vinadegi horfðu nemendur á meðfylgjandi myndband
,,Skilaboð til þín“, þar sem ýmist þekkt fólk minnir okkur fallega á hvernig allir tapa á einelti. https://www.youtube.com/watch?v=kfX56SoTNu4
Elstu nemendur á leikskólanum komu í heimsókn og tóku þátt í vinadegi á yngstastigi.
Nemendur á öllum stigum unnu frábær verkefni í gegnum daginn þar sem skrifuð voru vinabréf og hrósmiðar. Nemendur bjuggu til vina-risaeðlu og skrifuðu falleg ummæli um hvert annað auk þess að lauma skilaboðum inn um lúguna hjá fólki á leiðinn heim úr skólanum.
Þetta var frábær dagur þar sem gildi skólans voru höfð að leiðarljósi, einstaklega vel gert hjá nemendum og starfsfólki skólans og vonandi verður 8.nóvember árlegur vinadagur í Djúpavogsskóla.
Ein af mikilvægustu lykilhæfnum framtíðarinnar er hæfileikinn til samvinnu og góðra samskipta.
Á vinadegi er markmiðið að efla samskipti, félagsfærni og virðingu, gefa börnum hugmyndir að góðum fyrirmyndum.
SKÁLD Í SKÓLA
Á mánudag fengum við góða gesti á unglingastig frá ,,Skáldum í skólum“, sem hafa undanfarin ár staðið fyrir heimsóknum rithöfunda í skóla til að ræða skemmtilegar hliðar ritlistarinnar og þess að skapa sögur. Það voru þau María Elísabet og Aðalsteinn, ungir rithöfundar sem komu og sögðu sína sögu hvernig þau urðu rithöfundar, þörfina fyrir að tjá sig, þörfina fyrir skapa með orðum og og hvað þeim finnst heillandi við að skapa sögur, deila reynslu sinni, skoða heimildir sögunnar og tvinna það saman í nýja heima.
VEÐURFRÆÐINGAR FRAMTÍÐARINNAR
Baltasar og Erla
https://www.youtube.com/watch?v=9wMS3S_5oyE
Birgir og Rán
https://www.youtube.com/watch?v=WoY9jEiaqso
Máney og Særún
https://www.youtube.com/watch?v=e25rptO2qrE
Regína og Arnar
https://www.youtube.com/watch?v=mCa21-i7fiY
Stefán og Heiðrós
https://www.youtube.com/watch?v=LAW_3pr2bCc
Viðar og Gunnur
https://www.youtube.com/watch?v=8rWQLwtc58s
Ekki missa af þessu, þau eru frábær....og klukkan er 11 og takk fyrir, fréttatíminn er búinn :)
HÁKARL
Við fengum skilaboð um að hægt væri að skoða hákarl í þorpinu og auðvitað fórum við að skoða.
Hera og hennar hópur í stuði :)
https://www.youtube.com/watch?v=B9qjHeWgjtYTakk Jón Ingvar fyrir að taka á móti okkur.
FUNDUR Í FORELDRAFÉLAGINU
Á þriðjudaginn var fundur í Foreldrafélagi Djúpavogsskóla.
Þeir sem ekki sáu sér fært um að mæta misstu af miklu stuði. Þetta var frábær kvöldstund þar sem boðið var upp á veitingar og skemmtilega dagskrá og það var mikið hlegið :)
Takk fyrir mig kæru foreldrar, á efa einn sá hressilegasti foreldrafundur sem ég hef mætt á :)
DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU OG GESTADAGUR
Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Jónas var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í viðamiklar rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði nákvæmar dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu.
Á miðvikudaginn er líka gestadagur og við bjóðum alla sem áhuga hafa á að kíkja við hjá okkur.
TILFINNINGALÍF
Hér er slóð inn á frábæra þætti sem unnir eru af nemendum í 10.bekk í grunnskóla á Íslandi og hægt er að finna á ruv.is.
Mæli með því að skoða þetta, hvað er kvíði, afhverju tapar maður sér stundum í spenningi, afhverju er maður stundum ofurleiður og er reiði eðlileg tilfinning?
Þessir nemendur útskýra þetta mjög vel og gefa góð ráð um það hvernig við getum stjórnað tilfinningum okkar.
Allt þetta tókst okkur að gera þrátt fyrir að margir úr nemenda, foreldra- og starfsmannahópnum séu að jafna sig eftir flensuna sem herjað hefur á okkur síðustu vikur.
Magnaður hópur í Djúpavogsskóla.
Vel gert hjá okkur :)
Bestu kveðjur til ykkar.
Starfsfólk Djúpavogsskóla.