Fréttabréf febrúar
2. tbl 15 árg. 1.febrúar 2024
Kæru foreldrar og forráðamenn
Febrúar er fremur stuttur mánuður, í ár bætist hinsvegar við hlaupársdagur og telur hann því 29. daga. Töluvert er um uppbrot þar sem bæði koma inn viðtalsdagar og vetrarfrí í þessum mánuði. Sólin heldur áfram að hækka á lofti sem gerir okkur gott, en það getur verið kalt svo það er mikilvægt að klæða sig vel eftir veðri ekki síst þeir sem fara út í frímínútur.
Í þessu fréttabréfi má sjá yfirlit yfir það helsta sem er framundan í þessum mánuði.
Kær kveðja
Bryndís, Margrét og Þuríður
Viðtalsdagar
Dagana 12. og 13. febrúar eru viðtalsdagar og gert er ráð fyrir að foreldrar/forsjáraðilar verði með sínum börnum í viðtölum. Skráning í viðtölin verða í gegnum Mentor eins og verið hefur.
Opnað verður fyrir skráningar í viðtölin 1. febrúar.
Ef nemendur og foreldrar lenda í vandræðum með aðgang að Mentor eða aðgang að tölvum til að skrá sig í viðtölin eru þeir beðnir um að snúa sér til ritara eða umsjónarkennara.
Þess ber að geta að engin hefðbundin kennsla fer fram á viðtalsdögunum.
Tölvupóstur hefur verið sendur með frekari upplýsingum um viðtölin.
Foreldrakönnun skólapúlsins
8. janúar áttu foreldrar/ forsjáraðilar að hafa fengið upplýsingabréf er varðar foreldrakönnun Skólapúlsins.
Skólinn notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja foreldra í skólanum um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir. Könnunin er gerð í febrúar ár hvert og er fyrir foreldra/forsjáraðila barna á öllum aldursstigum grunnskólans. Eigi foreldrar/forsjáraðilar fleiri en eitt barn í skólanum er einungis svarað með eitt barn í huga en hægt er að koma upplýsingum er varða hin börnin í opnum svörum.
Foreldrar eru eindregið hvattir til að svara könnuninni, en það er mikilvægur liður í því að veita skólanum upplýsingar um hvað gengur vel og hvað má betur fara..
Ábyrgðaryfirlýsing
Grunnskólar á Akureyri útvega nemendum Chromebook tölvur til afnota í skólastarfi. Tölvuumsjónarmenn skólanna annast þjónustu við tækið og setja upp á því forstillingar sem leyfa umsýslu og utanumhald sem nauðsynleg eru til að hægt sé að þjónusta nemenda og tæki. Við undirritun þessa samnings veitir foreldri/forráðamaður einnig skólanum leyfi til að setja á
tækið og nýta smáforrit og vefþjónustur/skýjalausnir sem skólinn telur heppileg hverju sinni,
m.a. með sjálfvirkum uppfærslum. Foreldrar eru beðnir að kynna sér þetta áður en þau koma í foreldraviðtalið sem er framundan. Hér má sjá frekarii upplýsingar um ábyrgðaryfirlýsinguna sem einnig er er á heimasíðu skólans.
Útivistardagur
Breyting verður á skóladagatali Naustaskóla en búið er að færa útivistardaginn sem átti að vera skv. skóladagatali 19.febrúar en hann verður í stað þess 4. apríl.
Starfamessa
Þann 29. febrúar næstkomandi standa náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir Starfamessu í sjötta sinn. Starfamessan er haldin í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Nemendum í 9. og 10. bekk af öllu Norðurlandi eystra er boðið að koma ásamt kennurum sínum til að kynna sér störf innan fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana.
Það má segja að þessi viðburður sé búinn að festa sig í sessi og sýnir hve mikilvægt það er að eiga í góðu samstarfi við ólíka aðila á svæðinu, með það að markmiði að kynna ungu fólki ólík störf og tækifæri til mennta, unga fólkið er okkar framtíð.
Það skiptir miklu máli að hafa góða sjálfsþekkingu, þekkja eiginleika sína og áhuga og spyrja sig “ Hvað langar mig til?” og gera plan um að ná því markmiði.
það er einkunn þrennt sem einstaklingurinn þarf að hafa í huga:
- Að öðlast skýran skilning á sjálfum sér … áhuga, hæfni og metnaði.
- Afla þekkingar á því hvers störf krefjast og hvað þau hafa uppá að bjóða.
- Para saman þessar tvær tegundir af upplýsingum, annars vegar um eigin persónueinkenni og hinsvegar um starfsumhverfið.
Yfirlit yfir daga í febrúar
5.- 7.febrúar kynfræðsla fyrir 8. - 9.bekk á vegum Félak
9.febrúar fræðsla fyrir 9.bekk um markmiðasetningu, Þorgrímur Þráinsson.
6. febrúar, Nemendaþing um símamál, fulltrúar úr 7.-10. bekk úr öllum skólum á Akureyri
Dagur leikskólans.
7. febrúar dagur tónlistarskólans.
8. febrúar kl. 11:00 - 12:00 Opið hús fyrir foreldra verðandi 1.bekkjar.
12.febrúar viðtalsdagur og bolludagur.
13.febrúar viðtalsdagur og sprengidagur.
14. febrúar frídagur nemenda og öskudagur.
15. febrúar vetrarfrí, frístund opin eftir hádegi
16. febrúar vetrarfrí, frístund opin eftir hádegi
25. febrúar konudagurinn, upphaf Góu.
29.febrúar Starfamessa.
Í febrúar er árshátíðarundirbúningur að hefjast og farið að leggja drög að atriðum, en árshátíðin verður 21. og 22. mars.
Frístund
Kl. 13:00 - 16:15 Frístund opin á viðtalsdögum 12. og 13. febrúar
Kl. 08:00 - 16:15 Frístund opin allan daginn (öskudagur)
Kl. 13:00 - 16:15 Frístund er lokuð fh í vetrarfríinu.
Öðruvísi taugaþroski - áskoranir unglingsáranna
Fjarnámskeið um öðruvísi taugaþroska og áskoranir unglingsáranna verður haldið á zoom 15. febrúar frá 09:00 - 16:00.
Samskipti í erli dagsins
Eina sem við vitum er að það er enginn dagur eins.
Lífið og tilveran einkennast af andstæðum og stöðugum breytingum.
Eini fastinn í tilverunni er breytingar.
Andstæður geta báðar verið sannar í stóra samhenginu.
Samskiptahæfni, er hvernig við biðjum um að eitthvað sé gert;
Getum heimtað, gefið í skyn eða biðjum ekki um það.
Biðja um hluti sem við viljum og líka að segja nei þegar við viljum ekki gera þá.
- Skilvirkni í að byggja upp og halda í sjálfsvirðingu sína í samskiptum við fólk og halda henni þegar samskiptunum er lokið.