
Maí - júní
2025
Ágætu foreldrar og forráðamenn
Nú er heldur betur farið að styttast í annan endann á þessum skólavetri og komið sumar í börnin okkar. Jafnhliða hefðbundnu námi munu dagarnir framundan verða nýttir til vettvangsferða og útiveru.
Við erum svo heppin að hafa Lystigarðinn og fleiri góða garða í nágrenni við skólann sem við getum nýtt til útiveru og íþrótta. Nemendur í 4. - 7. bekk taka þátt í frjálsíþróttamóti í Boganum, nemendur í 7. bekk taka auk þess þátt í þríþrautarkeppni. Nokkrir árgangar á yngsta- og miðstigi hafa þegið boð um að heimsækja æfingasvæðið á golfvellinum.
Í næstu viku munum við hafa Vorskóla þar sem við hittum verðandi nemendur í 1. bekk ásamt foreldrum þeirra. Útskriftarferð 10. bekkjar er svo dagana 2. - 4. júní og útskriftin sjálf 6. júní.
Finna má nánari upplýsingar um útskriftina, vorhátíð og skólaslit neðar í þessu fréttabréfi.
Með sól í sinni,
Starfsfólk Brekkuskóla
Vorhátíð 5. júní 2025
Fimmtudaginn 5. júní verða að venju stöðvar á skólalóð fyrir nemendur í 1. - 10. bekk þar sem árgangar fara á milli og taka þátt í hreyfingu og leikjum.
DAGSKRÁ VORHÁTÍÐAR
1.- 4. bekkur
Kl. 08:00 – 09:00 1. - 4.b ”frjáls mæting” – spil og rólegheit
Allir í 1. - 6. bekk
Kl. 09:00 Mæting í stofur hjá umsjónarkennara
Kl. 09:20 – 10:20 Útileikir – stöðvar á skólalóð.
Kl. 10:20 – 10:40 Frímínútur
Kl. 10:40 Mæting í stofur til umsjónarkennara
Kl. 11:20 Grill 1. og 2. bekkur - heimferð eða Frístund eftir grill
Kl. 11:40 Grill 3. og 4. bekkur – heimferð eða Frístund eftir grill
Kl. 11:50 Grill 5. og 6. bekkur – heimferð eftir grill
Nemendur í 1. - 4. bekk eru í umsjón kennara sinna til kl. 12:00. Þá opnar Frístund og hin fara heim sem ekki eru skráð þar.
7. – 10. bekkur
Kl. 10:00 Mæting hjá umsjónarkennara. Allir í 7. – 10. bekk
Kl. 11:00 – 12:00 Útileikir – stöðvar á skólalóð
Kl. 12:00 Grill og heimferð
Skólaslit 6. júní 2025
Skólaslit hjá 1. - 9. bekk
Nemendur í 1. - 3. bekk mæta í sínar heimastofur kl. 9:00 og heimferð um kl. 11.
Frístund er opin milli kl. 8 - 9.
Nemendur í 4. - 6. bekk mæta í sínar heimastofur kl. 9:00, fara á sal kl. 10 og heimferð um kl. 11
Nemendur í 7. - 9. bekk mæta á sal klukkan 9 og fara eftir það í heimastofur.
Á sal mun skólastjóri segja nokkur orð og nemendur hlýða á tónlistaratriði frá samnemendum. Að því loknu fara nemendur í stofur til umsjónarkennara.
Útskriftarathöfn 10. bekkjar
Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkjar hefst á sal skólans kl.15:00 og eru foreldrar, forráðamenn og aðrir velunnarar skólans hjartanlega velkomnir. Fyrir athöfnina verður hópmyndataka sem hefst klukkan 14:30.
Eftir útskrift verður boðið upp á kaffi og meðlæti í matsal.
Hafðu samband
Email: brekkuskoli@brekkuskoli.is
Website: brekkuskoli.is
Location: v. Skólastíg
Phone: +354 462 2525
Facebook: https://www.facebook.com/brekkuskoli.is/