Fréttabréf Grenivíkurskóla
8. tbl. 4. árg. - október 2023
Kæra skólasamfélag
Skólastarfið er komið í fullan gang og nemendur önnum kafnir í fjölbreyttum verkefnum í hinum ýmsu námsgreinum. Þá eru reglulega á dagskrá ýmsar ferðir og viðburðir sem brjóta upp hefðbundið skólastarf, líkt og komið er inn á hér að neðan.
Ánægjulegt er að segja frá því að nýr matráður hefur hafið störf í Grenivíkurskóla í afleysingum. Sá heitir Óli Rúnar Ólafsson og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa!
Í október er svo heilmargt á döfinni. Nemendur í 7.-10. bekk fara á grunnskólamót á Laugum, 7. og 8. bekkur fer í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði, og um miðjan mánuð ætlum við svo að hafa þemaviku í skólanum þar sem áherslan verður á lestur og fjölbreytta vinnu í tengslum við bók eftir vel valinn höfund.
Að lokum er vert að minnast á að nú fer skammdegið að hellast yfir með dimmum morgnum og því um að gera að foreldrar og forráðamenn skoði fatnað og skólatöskur tímanlega með tilliti til endurskinsmerkja - það eykur öryggi barnanna mikið ef þau sjást vel á leið sinni í skólann.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Skólalóðin - staðan
Við erum afar ánægð með niðurstöðuna og hlökkum til að nýta þetta svæði á næstu árum.
List fyrir alla - Sæskrímslasmiðja
Í mánuðinum sem leið fengum við heimsókn frá þeim Eyrúnu, sirkuslistakonu og Dagrúnu, þjóðfræðingi, en þau buðu upp á svokalla Sæskrímslasmiðju fyrir nemendur í 3.-7. bekk. Verkefnið er hluti af List fyrir alla, sem gengur út á að bjóða nemendum allra grunnskóla landsins upp á fjölbreytta listviðburði.
Sæskrímslasmiðjan er hluti af sköpunarferli fyrir stórt götuleikhúsverk sem mun ferðast um landið næsta sumar - m.a. á Norðurlandi, en samtöl við krakkana og útkoman úr smiðjunni munu hafa bein áhrif á útlit og eiginleika skrímslanna sem munu birtast í verkinu.
Við þökkum þeim Eyrúnu og Dagrúnu kærlega fyrir góða heimsókn og hlökkum til að sjá afraksturinn.
Heilsueflandi skóli
Þann 11. september tóku nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Að vanda mátti velja um að fara 2,5 km, 5 km eða 10 km, og stóðu nemendur sig prýðilega í hlaupinu. Þennan sama dag var svo hinu árlega átaki Göngum í skólann hrundið af stað. Þá eru nemendur og starfsfólk hvött til þess að nýta virkan ferðamáta á leið í og úr skóla, og er vonandi að átak sem þetta hvetji sem flesta til að tileinka sér virkan ferðamáta allt árið um kring!
Í sameiginlegum hreyfistundum í upphafi september tóku nemendur stjórnina og stýrðu hinum ýmsu leikjum úti í blíðskaparveðrinu sem lék við okkur þá.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Frekari upplýsingar og hugmyndir að ýmsum verkefnum má finna á hér.
Myndir úr skólastarfinu - september
Á döfinni í október
- 4. október: Samskóladagur hjá 8.-10. bekk í Stjórutjarnaskóla.
- 6. október: Grunnskólamót á Laugum fyrir 7.-10. bekk.
- 9.-11. október: 7. og 8. bekkur í skólabúðum UMFÍ á Reykjum.
- 16.-20. október: Þemavika - lestrarátak.
- 18. október: Deiglan - skapandi smiðjur í Hrafnagilsskóla fyrir 8.-10. bekk.
- 20. október: Tónleikar TE í Græna salnum.
- 20 október: Síðasti danstími og danssýning kl. 13:00.
Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Email: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Website: http://www.grenivikurskoli.is
Location: Grenivík
Phone: 414-5413
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?q=greniv%C3%ADkursk%C3%B3li