
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIÐRING - SAMVINNA
FEBRÚAR 2023
19.febrúar er konudagur.
20.febrúar er Bollu/gestadagur.
21.febrúar er Sprengidagur.
22.febrúar er Öskudagur og skertur dagur og dagurinn þar sem tilkynnt verður hver gerir hvað í árshátíðarvinnunni.
23.febrúar er vetrarfrí.
24.febrúar er vetrarfrí.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 20.febrúar - Bollu- og gestadagur.
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí með rjómabollu í nesti.
- Í dag er gestadagur vonandi kíkja sem flestir í heimsókn til okkar. Mikið af skemmtilegum verkefnum til sýnis á göngum skólans.
Þriðjudagur 21.febrúar - Sprengidagur
- 14:20 - 15:50 Teymisfundur
Fræðslustjóri og verkefnastjóri mannauðs í Múlaþingi í heimsókn í Djúpavogsskóla.
Miðvikudagur 22.febrúar - Öskudagur - Skertur dagur á mið- og unglingastigi.
Búningadagur, nemendur og starfsmenn mæta í búningum.
- 8:05 - 13:00 Skemmtileg Öskudags dagskrá sem nemendaráð setti saman.
- 13:00 - 13:20 Tilkynnt hver gerir hvað í árshátíðarvinnu, leikarar taka handrit með sér heim.
Fimmtudagur 23.febrúar - Vetrarfrí
Föstudagur 24.febrúar - Vetrarfrí
Kennsla hefst aftur mánudaginn 27.febrúar samkvæmt stundarskrá.
MATSEÐILL Í NÆSTU VIKU
MYNDIR OG FRÉTTIR
- Elstu nemendur í leikskólanum komu í heimsókn með Þórdísi og Auði. Það var ekki annað að sjá en þau væru spennt að koma í stóra skólann eins og einhver kallaði það :)
- Unnur og hennar nemendur halda áfram að vinna með landnámsmennina í Múlaþingi, frábært verkefni sem er til sýnis á ganginum á yngstastigi.
- Nemendur á unglingastigi eru að læra um listastefnur og strauma hjá Hildi. Í lok vikunnar kynntu þeir verkefnin sín. Þessi verkefni er líka til sýnis á gangi skólans.
- Obba var með kynningu á nýjum barnabókum.
- Nemendur á yngstastigi lærðu margt skemmtilegt í upplýsingatækni hjá Hönnu og ýmislegt um mannslíkamann og fjölbreytt verkefni í gegnum leiki. Mikið af flottum verkefnum til sýnis á yngstastigi.
Böðvar hvíti bjó á Hofi í Álftafirði.
Uni Garðarsson nam land sunnan Lagarfljóts.
Veturliði Arinbjarnarson nam Borgarfjörð.
Þorsteinn kleggi nam Húsavík.
Loðmundur gamli í Loðmundarfirði.
Þorkell fullspakur nam Njarðvík í Borgarfirði.
Þeir eru fleiri á veggjum skólans, endilega kíkið við og heilsið upp á þá.
ÖSKUDAGUR OG LENGD VIÐVERA
Öskudagur er skertur dagur á skóladagatali.
Allri kennslu líkur kl.13:20 en þá tekur við hefðbundið starf í lengdri viðveru við á Helgafelli fyrir nemendur í 1. - 3.bekk.
Á þessum degi er hefð fyrir því að börn fari með foreldrum eða eldri systkinum og syngi á vinnustöðum eftir skóla.
Það er mjög mikilvægt að foreldrar láti Viktoríu vita hvort að nemendur ætli að nýta sér lengda viðveruna á þessum degi.
NÆSTU SKREF Í ÁRSHÁTÍÐARVINNU
- Nemendur í 10.bekk samlesa handritið á mánudaginn og gera loka breytingar.
- Obba og Íris Dögg prenta út handrit á þriðjdag.
- Nemendur eru byrjaðir að syngja lögin í daglegri samveru.
- Vinna í list- og verkgreinum hefst í mars.
- Nemendur hafa merkt við valblaðið og það er verið að vinna úr því.
- Obba er ábyrgðarmaður og Íris Dögg er leikstjóri.
- Starfsmenn eru að raða sér niður á árshátíðar verkefni og stöðvar.
- Nemendur fá að vita hvað verkefni þeir fá úthlutað kl. 13:00 á Öskudaginn og leikarar taka með sér handrit.
- Mesta árshátíðarvinnan fer fram í mars.
- Það verður ein sýning sem allir taka þátt í og hún verður 23.mars.
- 24.mars er frágangsdagur.
Bestu kveðjur til ykkar.
Starfsfólk Djúpavogsskóla.