Fréttabréf Naustaskóla
8. tbl 11. árg. 1.október 2019
Kæra skólasamfélag
Nú er framundan skemmtilegt afmælishaust Naustaskóla. Við höfum hafið undirbúning með foreldrafélaginu og starfsfólki skólans. En ætlunin er að halda upp á afmælið 28. nóvember en þann dag fyrir 10 árum var Naustaskóli vígður. Í vetur verður lögð áhersla á að halda bekkjarkvöld hjá hverjum árgangi einu sinni á hvorri önn. En mikilvægt er að foreldrar innan hvers árgangs nái að kynnast lítilega, en það hjálpar til við félagsleg samskipti barnanna. Við mælumst til að foreldrar mæti með börnum sínum á þessar samkomur. Í lokin þökkum við fyrir góða mætingu á haustkynningarnar og gott samstarf það sem af er haustinu.
Góðar kveðjur Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Á döfinni í október
- 5.okt er alþjóðlegur dagur kennara
- 7.-11.okt er 7.bekkur á Reykjum
- 10.okt er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur
- 11.okt er Bleikur dagur
- 17.-18.okt er Haustfrí (frístund opin)
- 25.okt Bangsa og náttfatadagur
- 30.okt eru Viðtalsdagar (nánari tímasetningar þegar nær dregur)
Samfelldur vinnudagur barna
Stefna Akureyrarbæjar er að koma á samþættum vinnudegi í skólum og frístundaheimilum þannig að skólastarf, hvíld, tómstundir, íþróttir, tónlist og frístundaheimilin myndi samfelldan vinnudag hjá börnum í 1.-4. bekk. Samkvæmt þessari stefnu eiga börn á þessum aldri að hafa lokið öllu íþrótta- og tómstundastarfi kl. 16 alla virka daga.
Markmiðin með þessum breytingum eru:
▪að virða gildi frítíma barna,
▪að tómstundir verði viðfangsefni, athöfn eða hegðun í frítíma þar sem þátttaka er valfrjáls og henni fylgi jákvæð áhrif og vellíðan,
▪að minnka álagið á barnafjölskyldur,
▪að stuðla að kolefnisjöfnun með fækkun bíla í umferðinni og að tómstundarúta flytji börn á milli staða sem ekki eru í göngufæri.
Nú þegar hafa orðið breytingar í þessa átt fyrir veturinn 2019-20 eins og sjá má á heimasíðum og facebook síðum íþróttafélaga og annarra tómstunda, til stendur að gera enn betur fyrir haustið 2020-21.
Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri frístundastarfs á Akureyri.
Símar og snjallúr
Norræna ólympíuskólahlaupið 2019
Hér eru helstu niðurstöður úr skólahlaupinu okkar. Það stóðu sig allir frábærlega vel og gleðin var í fyrirrúmi í þessu flotta hlaupi.
Ólympíuhlaup ÍSÍ 24. september 2019
- bekkur – 35 nemendur hlupu alls 125 km eða 3,6 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur – 34 nemendur hlupu alls 140 km eða 4,1 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur – 31 nemandi hlupu alls 145 km eða 4,7 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur - 41 nemandi hlupu alls 215 km eða 5,2 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur - 37 nemendur hlupu alls 187,5 km eða 5,1 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur – 38 nemendur hlupu alls 227,5 km eða 5,9 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur - 45 nemendur hlupu alls 247,5 km eða 5,5 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur - 40 nemendur hlupu alls 210 km eða 5,3 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur - 29 nemendur hlupu alls 142,5 km eða 4,9 km að meðaltali á nemanda.
- bekkur - 25 nemendur hlupu alls 127,5 km eða 5,1 km að meðaltali á nemanda.
Nemendur í Naustaskóla hlupu samtals 1757,5 km sem gerir að meðaltali 4,9 km á hvern einstakling sem var þátttakandi í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2019.
6. bekkur hljóp að meðaltali flesta km á nemanda og hlýtur í sigurlaun – auka íþróttatíma við fyrsta tækifæri.
Kveðja íþróttakennarar Naustaskóla.
Alþjóðdagur kennara 5.okt
Hollt nesti
Einnig viljum við vekja athygli á því að það er mjög gott aðgengi að vatni fyrir nemendur í skólanum þar sem vatn er hollasti svaladrykkurinn.
Um einelti
Mikilvægt er að við vinnum saman að því að fylgjast með líðan barnanna og meta hvort að þau þurfi á einhverjum tímapunkti aðstoð til að leysa mál sem snúa að samskiptum í skólanum eða vinahópnum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að upp geta komið samskiptaerfiðleikar hjá börnunum án þess að um einelti sé að ræða. Við skilgreinum einelti þannig: Einstaklingur er lagður í einelti ef hún eða hann verður fyrir endurteknum neikvæðum verknaði eins eða fleiri einstaklinga yfir ákveðið tímabil.
Þrennt þarf að koma til svo að einelti teljist vera til staðar:
- Árásarhneigt eða illa meint atferli.
- Um er að ræða endurtekningu sem stendur yfir ákveðinn tíma.
- Ójafnvægi afls og valda í samskiptum.
Tilfinningaleg einkenni:
- Breytingar á skapi.
- Tíður grátur, þarf lítið til að tárin komi fram.
- Svefntruflanir, getur ekki sofið, fær martraðir.
- Matarvenjur breytast, lystarleysi, ofát.
- Þunglyndi. Líkamleg einkenni:
- Líkamlegar kvartanir, t.d. höfuðverkur, magaverkur.
- Kvíðaeinkenni eins og að naga neglur, stama, kækir ýmiss konar.
- Rifin föt og/eða skemmdar eigur / hvarf á eigum.
- Líkamlegir áverkar.
Félagsleg einkenni:
- Lítið sjálfstraust, hræðsla og kvíði.
- Barnið virðist einangrað, einmana, fær ekki heimsóknir og fer ekki í heimsóknir, forðast t.d. að fara í afmælisboð.
Hegðunarleg einkenni:
- Óútskýranleg skapofsaköst og/eða grátköst.
- Hegðunarerfiðleikar.
Skóli - einkenni:
- Barnið hræðist að fara eitt úr og í skóla, biður um fylgd og/eða fer aðra leið.
- Leggur fyrr af stað í skólann en venjulega eða fer seinna af stað.
- Skróp.
- Barnið mætir iðulega of seint.
- Forðast ákveðnar aðstæður í skólanum t.d. leikfimi eða sund.
- Lægri einkunnir, einbeitingarörðugleikar í námi.
- Einangrun frá skólafélögum.
Heimili - einkenni:
- Barnið neitar að fara í skólann.
- Einangrar sig frá öðrum í fjölskyldunni.
- Aukin peningaþörf hjá barninu.
- Barnið neitar að leika sér úti eftir skóla.
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: http://www.naustaskoli.is/is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 460 4100
Facebook: https://www.facebook.com/naustaskoli/?ref=br_rs