
DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
JÓLADAGATALIÐ OKKAR
Á föstudaginn næsta ætlum við að hafa jólafatadag. Umsjónarkennarar upplýsa betur um það þegar nær dregur.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 06.desember
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí
Þriðjudagur 07.desember
- 14:40 Starfsmannafundur (gæti haft áhrif á opnunartíma í viðveru)
Miðvikudagur 08.desember
- Góður dagur til að lesa jólabók
Fimmtudagur 09.desember
- 14:40 Fagfundur
- 16:30 Tónfundur nemenda tónlistarskólans
Föstudagur 10.desember
- Jólafatadagur
MATSEÐILL Í DESEMBER
BOOTCAMP-HEIMSMARKMIÐA-SMIÐJUR
Nemendur unnu saman í hópunum sínum og kynntu svo verkefnin í lokin. Verkefni tveggja hópa voru valin sem framlag Djúpavogsskóla.
Nú hafa allir skólar í Múlaþingi lokið sínum smiðjum og dómnefnd mun velja þrjú bestu verkefnin.
LÖGREGLAN Í HEIMSÓKN
GUNNAR HELGASON Í HEIMSÓKN
Gunnar Helgason rithöfundur og leikari kom til okkar í dag. Það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum :)
Gunnar sagði krökkunum að góð barnabók yrði að vera fyndin og spennandi en best væri ef hún væri bæði.
Það var mikið hlegið og Gunnar fékk margar góðar spurningar. Í lokinn fór hann í alla bekki og gaf nemendum bókamerki og margir vildu hafa það áritað.
Reynt var að virða allar Covid reglur. Það var stólað upp í nýju stofunum (50 stóla hámark) og Gunnar var í miðjunni og talaði til beggja hópa. Hann var alltaf með grímu nema þegar hann stóð á milli hópa í öruggri fjarlægð, auk þess sem hann tók hraðpróf í morgun.
Gunnar hefur komið til okkar áður og það var vel merkjanlegur aukinn áhugi á lestri eftir þá heimsókn. Það er mjög mikilvægur þáttur í skólastarfinu að fá svona heimsóknir og við reynum að gera okkar besta til að láta það ganga upp við þessar aðstæður.
JÓLASKREYTINGAR OG STEMMING
Á miðstigi var jólatónlist og nemendur upp um alla veggi við að skreyta.
Í listgreinum hjá Hildi hafa nemendur verið að útbúa jólakransa og fleira skemmtilegt.
Nemendur í tónmennt sungu jólalög og allir nemendur skólans fengu piparkökur og mandarínur í boði Múlaþings.
MARTA YFIRJÓLAÁLFUR
LANDNÁMSMATUR
Í samfélagsfræði hjá Unni var nemendum boðið að smakka mysu og söl.
Meðfylgjandi eru tvær myndir...önnur er leikin...hin ekki.
Það má giska :)
Á síðustu dögum hefur skýjafarið verið skrautlegt. Falleg glitský og rauður himinn.
Margir nemendur héldu t.d. að það væri komið eldgos á Bónavörðunni...sem betur fer var það ekki :)
Bestu kveðjur og góða helgi.
Starfsfólk Djúpavogsskóla
DJÚPAVOGSSKÓLI
Email: skolastjori.djupivogur@mulathing.is
Website: https://www.djupavogsskoli.is/
Location: Varda 6, Djúpivogur, Iceland