Fréttabréf Kópavogsskóa
Mars 2024
Páskafrí
Páskafrí
Starfsfólk Kópavogsskóla óskar ykkur öllum gleðilegra páska.
Skólinn byrjar aftur samkvæmt stundatöflu 2.apríl
Árshátíðir
Að venju héldu nemendur Kópavogsskóla árshátíðir síðustu dagana fyrir páskaleyfi. Í gærkvöldi voru nemendur og kennarar í 7. - 10. bekk með kvöldskemmtun. Byrjað var á því að borðaður var veislumatur, horft á myndbönd sem nemendur höfðu gert og dansað. Í morgun sýndu nemendur í 1. - 6. bekk atriði fyrir foreldra.
Næsta skólaár
Skólaárið 2024-2025 verður með aðeins öðru sniði. Í haust ætlum við að byrja skóladaginn aðeins seinna en hefur verið. 1. - 6. bekkur mun hefja skóladaginn kl. 8:15 en 7. - 10. bekkur byrjar að öllu jöfnu kl. 8:30. Skólahúsnæðið mun opna kl. 7:55 og fyrirhugað er að bjóða upp á hafragraut fyrir nemendur áður en skóladagurinn hefst. Nánar um þetta þegar nær dregur.