Fréttabréf Síðuskóla
4. bréf - nóvember - skólaárið 2024-2025
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Bleikur október er liðinn og við höldum áfram inn í skólaárið. Eins og alltaf er margt á döfinni og næsta verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur er árshátíð skólans sem verður dagana 7. og 8. nóvember. Æft er af fullum krafti þessa dagana og í næstu viku hlökkum við til að fá ykkur í skólann og sjá afraksturinn. Hér neðar í bréfinu má sjá hvernig skipulagið verður þessa daga. Við viljum taka fram að á þessum dögum eru þrír skóladagar á tveimur og tveir af þeim skertir nemendadagar. Nemendur koma þá til með að mæta á óhefðbundnum tíma í skólann og biðjum við ykkur að lesa vel skipulagið um það. Mánudaginn 11. nóvember er skipulagsdagur, Frístund er opin allan daginn fyrir þá sem þar eru skráðir.
Þann 15. nóvember mun Síðuskóli fá viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF eftir rúmlega tveggja ára innleiðingarstarf. Við munum hafa hátíð kl. 10.10 þennan dag og bjóðum við ykkur velkomin í skólann þennan dag. Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og þar sem hann ber upp á laugardegi verður Upphátt sem er upplestrarkeppni í 7. bekk og Litla upplestarkeppnin í 4. bekk sett mánudaginn 18. nóvember.
Við hvetjum nemendur til að ganga í skólann og nota endurskinsmerki. Ef nauðsynlegt er að keyra börnin í skólann þá biðjum við ykkur að fara á neðra hringtorgið. Þar komast nemendur inn á skólalóðina og geta gengið inn í sínar forstofur.
Við minnum svo á heimasíðu skólans þar sem við setjum inn fréttir og tilkynningar úr skólastarfinu sem síðan er deilt inn á facebooksíðu skólans.
Með bestu kveðju úr skólanum og við hittumst hress á árshátíð!
Ólöf, Malli og Helga
Á döfinni
7. og 8. nóvember
Árshátíð
11. nóvember
Skipulagsdagur, opið í Frístund allan daginn fyrir þá sem eru skráðir
12. nóvember
Ólga, kynjaslangan - Hrund Hlöðversdóttir rithöfundur heimsækir 5.-10. bekk
15. nóvember
Síðuskóli verður Réttindaskóli UNICEF
16. nóvember
Dagur íslenskrar tungu
18. nóvember
Upphátt upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk verða settar í tilefni af deig íslenskrar tungu
20. nóvember
Dagur mannréttinda barna
Árshátíð Síðuskóla - skipulag
Það styttist í árshátíð Síðuskóla og hér kemur skipulag fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 7. nóvember og föstudaginn 8. nóvember. Nemendur í 10. bekk verða í aðalhlutverki með árshátíðaratriði sitt sem er leikritið Mamma Mia sem sýnt er á öllum sýningum.
Annual celebration at Síðuskóli 2024
Our annual celebration will be held Thursday 7. November and Friday 8. November
Students in the tenth grade will be in a leading role, showing the play Mamma Mia.
Below is the itinerary for these days ahead.
Hrekkjavökusöngsalur
Starfsáætlun Síðuskóla
Starfsáætlun Síðuskóla fyrir skólaárið 2024-2025 er að finna á heimasíðu skólans. Grunnskólum ber að birta stefnu sína með tvennum hætti eins og grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla gera ráð fyrir. Annars vegar er skólanámskrá og hins vegar starfsáætlun skólans. Starfsáætlunin er unnin í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá og stefnu Akureyrarbæjar í skólamálum. Í henni eru ýmsar upplýsingar um skólann sem eiga erindi við skólasamfélagið og þá aðila sem tengjast skólastarfinu.