Fréttabréf Engidalsskóla mars 2024
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Fréttabréfið að þessu sinni er uppfullt af skemmtilegum myndum úr skólastarfinu enda alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi í Engidalsskóla.
Engidalsskóli er og hefur verið símalaus skóli (þar er líka átt við svokölluð símaúr). Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá okkur og lítil sem engin truflun af þessum tækjum. Nú hefur Hafnarfjörður gefið út að það verði símafrí í öllum grunnskólum í Hafnarfirði í apríl, sjá nánar hér fyrir neðan. Við hvetjum foreldra til að láta nemendur bara skilja símana og símaúrin eftir heima í apríl.
Engidalsskóli tók Lífshlaupið með trompi og þó við hefðum ekki sigrað í ár stóðum við okkur best allra grunnskóla í Hafnarfirði og setjum markið hátt fyrir næsta ár.
Árshátíð Engidalsskóla verður 18. og 19. apríl eins og fram kemur á skóladagatali skólans. Þið fáið síðar nánari upplýsingar um skipulag hennar. Búið er að samþykkja skóladagatal næsta skólaárs 2024-2025 og hvetjum við ykkur til að skoða það á heimasíðu skólans en þar koma fram allar mikilvægar dagsetningar á fríum og viðburðum.
Af gefnu tilefni viljum við minna foreldra/forsjáraðila nemenda í 7. bekk á að það þarf að skrá nemendur í skóla fyrir næsta skólaár, það er í 8. bekk þar sem þeir verða í öðrum skóla en Engidalsskóla. Skráning fer fram í gegnum mínar síður á heimasíðu Hafnarfjarðar.
Páskafrí er nú handan við hornið og hefst skóli samkvæmt stundaskrá aftur 2. apríl næstkomandi.
Með bestu kveðju,
Skólastjórnendur Engidalsskóla.
Í apríl verður símafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar
Þessi póstur (hér fyir neðan) hefur verið sendur á alla foreldra/forsjáraðila nemenda í Hafnarfirði.
Símafrí verður í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar í apríl og hefst því strax að loknu páskafríi. Tilgangur þess er að efla góð samskipti milli nemenda, auka einbeitingu í námi og forðast óþarfa truflanir í skólastarfinu sem endanlega koma niður á námi barna ykkar. Með þátttöku þinni í þessu tilraunaverkefni aukast líkur á að verkefnið fái vængi.
Á 528. fundi fræðsluráðs, þann 21. febrúar 2024, var lögð fram tillaga foreldraráðs Hafnarfjarðar um að símafrí verði í öllum grunnskólum bæjarins. Það var samþykkt sem tilraunaverkefni í apríl 2024 til reynslu. Þetta á við um nemendur í 1.-10. bekk. Í því felst að ekki verði heimilt að vera með síma uppivið á skólatíma í apríl, þ.e. ekki í kennslustundum eða frímínútum, á göngum eða skólalóð en að símar séu geymdir á hljóðlausri stillingu í skólatösku geti hann ekki verið heima meðan á skóladeginum stendur og sé ósnertur fram að lok skóladags; þetta gildir einnig um spjaldtölvunotkun aðra en þá sem skólinn stendur fyrir í daglegu skólastarfi. Í aðdraganda ákvörðunarinnar var tillagan kynnt og haft um hana samráð við ungmennaráð Hafnarfjarðar og skólastjóra grunnskóla sem studdu tillöguna.
Reglur um símanotkun eru til í hverjum grunnskóla Hafnarfjarðar í einhverri útfærslu í dag og er útfærsla þess í höndum hvers skóla. Þær mismunandi reglur eru skerptar með þessu tilraunverkefni um símafrí í öllum grunnskólunum óháð reglum sem þegar eru í gildi í hverjum skóla. Meðan á símafríinu stendur hefur verið hvatt til aukins framboðs á afþreyingu í frímínútum og tómstundum á skólatíma auk almennra jákvæðra samskipta í raunheimum milli nemenda.
Það er einlæg ósk okkar að þú takir virkanþátt í símafríinu í apríl með barni þínu/börnum þínum.
Virðingarfyllst,
skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar
Upplestrarkeppnin
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Engidalsskóla 6. mars. Val dómnefndar stóð á milli átta keppenda sem allir stóðu sig mjög vel. Tveir keppendur komust áfram í aðalkeppnina sem haldin verður í Víðistaðakirkju 19. mars og einn var valinn til vara. Þeir sem komust áfram voru Viðja Elísabet og Aðalheiður og Hrafn til vara.
Stóra Upplestrarkeppninn
Lokakeppnin fór fram í Víðistaðakirkju 19. mars. 18 keppendur tóku þátt og fulltrúar skólans voru þær Aðalheiður og Viðja Elísabet sem stóðu sig mjög vel og við í Engidalsskóla erum stolt af þeim.
Við tökum þátt í Lifshlaupinu.
Fagnað var af lífi og sál þegar tilkynnt var að Engidalsskóli hafi staðið sig best hafnfirska grunnskóla í Lífshlaupinu. Alls tóku 220 nemendur 1.-7. bekkjar skólans þátt. Eftirtektarvert er að allir árgangar skólans voru virkir og náði skólinn 5. sæti á landsvísu í flokki 90-299 nemenda.
Íþróttaálfurinn kíkti í heimsókn og hvatti nemendur áfram. Þeir hoppuðu með honum á sal í tilefni árangursins sem er eftirtektarverður því þetta er í fyrsta sinn sem skólinn tekur þátt.
Kennarar skráðu niður hvað hver nemandi hreyfði sig um tveggja vikna skeið. Margrét Halldórsdóttir skólastjóri og kennarar fengu blómvendi úr hendi bæjarstjóra. Nemendurnir fengu sjálfan Íþróttaálfinn. Þeir hreyfðu sig samtals í 1.153 daga eða 123.095 mínútur á þessu tveggja vikna tímabili í Lífshlaupinu.
Algjörlega frábær árangur. Til hamingju öll. (þessi frétt er tekin af heimasíðu Hafnarjarðar)
Páskabingó foreldrafélags Engidalsskóla
Sagði einhver BINGÓ! Það var fullt út úr dyrum á páskabingói foreldrafélags Engidalsskóla og var mikil stemning í húsinu.
Skíðaferð miðstigs
Miðstigið fór í skíðaferð 1. mars í Bláfjöll í æðislegu veðri.
Mjög margir prufuðu skíði eða bretti í fyrsta skiptið og stóðu sig eins og hetjur. Gaman að sjá svona hraðar framfarir hjá þeim. Mikil gleði og gaman og langflestir sem hefðu viljað vera lengur, en myndir segja meira en mörg orð.
Dagur stærðfræðinnar 14. mars
Á yngsta stigi unnu 1. og 2. bekkur saman og 3. og 4. bekkur unnu saman ýmiss verkefni. Undirbúningur fyrir daginn var í höndum Stærðfræðiteymis skólans sem var búið að safna saman hugmyndum að skemmtilegum verkefnum sem hægt væri að nota í þessari vinnu.
List fyrir alla
Kennarar
6. bekkur
Flott verkefni um hafið og fiska.
Nemendur í 2. bekk eru að læra um hafið og fiska. Unnu nemendur fjölbreytt verkefni um leið og þeir fengu fræðslu um hafið og mismunandi tegundir fiska. Þeir gerðu sinn eigin fisk, skrifuðu fiskasögu og völdu sér bátategund og teiknuðu mynd af bátnum.
Páskaföndur í 3. bekk
Í vikunni föndruðu nemendur úr 3. bekk páskakort. Inn í kortinu var lítil páskakveðja og fannst nemendum mjög skemmtilegt að fá að taka kortið með sér heim.
Samvinnuverkefni í samfélagsfræði
Fréttir úr Álfakoti
Kæru foreldrar og forsjáraðilar,
Við höfum fengið ágætis veðurfar þennan marsmánuð og þó það sé kannski full snemmt að fagna vorinu þá höfum við samt leyft okkur að njóta meiri útiveru þegar veðrið hefur verið sem best. Álfakot fjárfesti í nokkrum boltum sem hafa verið mikið notaðir, bæði á skólatíma og í frístund og hlökkum við mikið til að geta farið að bjóða upp á allskonar útileiki þegar vorið mætir af alvöru.
Um miðjan mánuð var dansklúbburinn í 3.bekk með sýningu í inni í matsal fyrir kennara og aðra nemendur sem kom rosalega vel út. Amanda skóla- og frístundaliði, sem hefur verið að kenna dans, stýrði hópnum og aðstoðaði þær við að setja saman rútínu við lagið Krumla með Ice-guys.
Kær kveðja, Magnea og starfsmenn Álfakots.
Fréttir úr Dalnum
Það voru tveir viðburðir utan Dalsins núna í mars. Þann 11.mars var ball í Setbergsskóla fyrir alla 7.bekki Hafnarfjarðar og mættu alls 21 nemandi frá okkur. Ballið gekk vel fyrir sig og voru krakkarnir sér og skólanum til sóma!
Þann 15.mars var svo skákmót í Öldutúnsskóla og fór 6 manna skáklið fyrir hönd skólans og stóð sig prýðilega og höfnuðu í 4.sæti, aðeins einu stigi frá verðlaunasæti.
Það var smá ruglingur á dagsetningum í dagskránni og ég biðst velvirðingar á því. Ég er búin að fara vel yfir dagskrána fyrir apríl og þar ætti allt að standast.
Kær kveðja, Magnea og starfsmenn Dalsins.
Skýr mörk Engidalsskóla
Í Engidalsskóla eru ekki skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta. Minniháttar atvik leysum við á svokölluðu sáttarborði.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Verkefni nemenda úr áhugasviði
Verkefni nemenda úr smiðjum
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433