
Fréttabréf Grenivíkurskóla
4. tbl. 6. árg. - apríl 2025
Kæra skólasamfélag
Þá er mars þotinn hjá á ógnarhraða og apríl heilsar okkur með vor í lofti.
Það var ýmislegt á dagskránni í mars. Mánuðurinn hófst á vetrarfríi sem starfsfólk nýtti í áhugaverða og skemmtilega námsferð til Frakklands og að fríinu loknu hófust stífar æfingar fyrir Vorskemmtun. Nemendur í 10. bekk þreyttu PISA próf, fóru í leikhús og á Starfamessu og þá hélt allur skólinn í árlega skíðaferð í Hlíðarfjall. Slík ferð hefur verið á dagskránni síðustu 10-12 árin og gengið slysalaust fyrir sig, þar til nú! Hvorki fleiri né færri en þrír nemendur enduðu ferðina uppi á slysadeild, en sem betur fer reyndust meiðslin ekki mjög alvarleg og allir eru á góðum batavegi. Sannkölluð óhappaferð og við treystum á að næstu 10-12 árin verði slysalaus!
Annars er Vorskemmtun framundan, og að þessu sinni er komið að sýningunni um Emil í Kattholti. Síðasta vikan fyrir páskafrí verður svo vel nýtt í hefðbundnu námi, en svo verður haldið í frí þann 11. apríl næstkomandi.
Með hækkandi sól fer að fjölga nemendum sem koma hjólandi í skólann sem er hið besta mál. Við viljum minna á að ávallt þarf að nota hjálm þegar hjólað er, og á það við jafnt um hefðbundin hjól sem hlaupahjól og rafhjól.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Starfamessa og leiksýning
Sama kvöld fóru svo nemendur í 8.-10. bekk í góða ferð til Akureyrar að sjá general-prufu á leiksýningunni Galdrakarlinn í OZ sem leikfélag Menntaskólans á Akureyri setti á svið. Frábær sýning og ekki skemmdi fyrir að farið var á pizzuhlaðborð fyrir sýningu og í ísbíltúr að sýningu lokinni!
Grænfáninn
Í grænfánadálki fréttabréfsins í vetur verður sjónum meðal annars beint að hinum ýmsu hugtökum sem varða umhverfisnefnd.
Hugtak febrúarmánaðar er örfoka land. Örfoka land er skemmt vistkerfi á landi sem hefur misst gróður og jarðveg, og virkar ekki lengur til að viðhalda gróðri og dýralífi, geyma vatn, búa til súrefni og binda kolefni. Land í svona slæmu ástandi kallast sem sagt örfoka land og þar veita vistkerfin afar takmarkaða þjónustu. Slíkt ástand lands er lokastigið á alvarlegri gróður- og jarðvegseyðingu. Með vistheimt / endurheimt vistkerfa er hægt að endurheimt vistkerfið sem var en slíkt tekur mjög langan tíma.
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "virkur apríl". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi, svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Myndir úr skólastarfinu
Á döfinni í apríl
- 2. apríl: Vorskemmtun - fyrri sýning.
- 3. apríl: Vorskemmtun - síðari sýning.
- 12.-21. apríl: Páskafrí!
- 13. apríl: Pálmasunnudagur.
- 17. apríl: Skírdagur.
- 18. apríl: Föstudagurinn langi.
- 20. apríl: Páskadagur.
- 21. apríl: Annar í pákkum.
- 24. apríl: Sumardagurinn fyrsti.
Matseðill
Útgefandi: Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Tölvupóstur: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Heimasíða: http://www.grenivikurskoli.is
Sími: 414-5413
Facebook: Grenivíkurskóli