
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
FÖRUM AÐ HUGA AÐ FEBRÚAR
06.febrúar er dagur leikskóla, þann dag ætlar Signý að koma til okkar og kynna Elf verkefnið.
07.febrúar er dagur tónlistarskóla.
11.febrúar er dagur íslenska táknmálsins.
19.febrúar er konudagur.
20.febrúar er Bollu/gestadagur.
21.febrúar er Sprengidagur.
22.febrúar er Öskudagur og skertur dagur.
23.febrúar er vetrarfrí.
24.febrúar er vetrarfrí.
Það sem eftir lifir janúar er ekkert á skóladagatali en ýmslegt að gerast, t.d. er mikill stærðfræði dagur hjá okkur á mánudaginn 23.janúar.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 23. janúar
- Mætum hress og kát inn í áhugaverðan stærðfræðidag.
- Ósk Dagsdóttir kemur í heimsókn og segir starfsfólki og nemendum allt um skapandi stærðfræði.
Þriðjudagur 24. janúar
- Fagfundur 14:20 - 15:50.
Miðvikudagur 25. janúar
- Góður dagur til að lesa skemmtilega bók.
Fimmtudagur 26. janúar
- Teymisfundir.
Föstudagur 27. janúar
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
UMBÆTUR OG SAMSTARF
Kæru foreldrar.
Í síðustu vikufréttum sagði ég ykkur frá því að þessa dagana væri verið að kynna bæði innra- og ytra mat skólans.
- Innra mat er gert af starfsfólki skólans á hverju ári og birt sem sjáflsmatsskýsla.
- Ytra mat er mat sem Menntamálastofnun gerir á ca 10 ára fresti og Djúpavogsskóli fór í gegnum það mat árið 2020 og skilaði Menntamálastofnun umbótaáætlun (sjá á heimasíðu mms). Í byrjun janúar kallaði Menntamálastofnun eftir skýrslu þar sem það er útskýrt með hvaða hætti unnið er að umbótum við skólann.
Við erum búin að leggja mikla vinnu í að greina starfið okkar og erum mjög stolt af því hvað okkur hefur tekist að gera á síðustu árum þrátt fyrir flóknar aðstæður.
Vegna aðstæðna í fyrra vetur voru ákveðnir þættir sem sátu á hakanum, sérstaklega þættir sem snúa að innra mati, en í flestum þáttum umbótalistans erum við á góðri leið.
Í haust höfum við náð góðum tökum á þessu verkefni og nú er hægt að sjá sjálfsmatsskýrslu og skýrslu vegna ytra mat á heimasíðu skólans.
Þar er margt sem við þurfum að skoða saman og margt verður ekki lagað nema að allir hjálpist að.
Þessir umbótalistar þurfa að vera leiðarljós okkar allra.
Næsta skref er að gera framkvæmdaráætlun þar sem við greinum betur hverjir vinna að hvaða þáttum.
En fyrsta skref er að kynna sér þessar skýrslur og í framhaldi að hittast og rýna þetta saman og finna leiðir.
https://www.djupavogsskoli.is/sjalfsmatBestu kveðjur og góða helgi.
Starfsfólk Djúavogsskóla.