Fréttabréf
7. tbl. 16 árg. 1.september 2024
Kæra skólasamfélag
Á þessum haustdögum þar sem sviptingar eru í veðri og umbrot í náttúrunni halda áfram, hefjum við 16. starfsár Naustaskóla. Á skólasetningardaginn komu glaðir og kátir nemendur til baka í skólann eftir gott sumarfrí og einnig voru mörg ný andlit sem eru að stíga sín fyrstu skref í Naustaskóla. Í andlitum margra mátti sjá eftirvæntingu og gleði yfir því að vera komin í skólann að nýju.
Skólaárið hefst 1.ágúst og því hafa kennarar og annað starfsfólk verið að undirbúa skólastarfið eins og kostur er með því að sækja sér endurmenntun ofl. með það að markmiði að mæta nemendum sem allra best.
Ákveðið var að færa frístund inn á svæði 2.-3. bekkjar í von um að búa til betra rými fyrir þau sem eru í frístund eftir hádegið en einnig þurfti að auka pláss inni á svæði unglingadeildar þar sem fjöldinn er mestur. Það hefur áhrif þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma að nota hluta af skólahúsnæðinu undir starfsemi leikskóla og kallar þá á lausnaleit til að láta hlutina ganga sem best. Við vonum þessar breytingar munu ganga vel með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
Við fögnum fjölbreytileika þeirra sem tilheyra Naustaskóla og leitumst við að læra hvert af öðru og einnig af mistökum okkar, bæði nemendur og fullorðnir. Foreldrar og forráðamenn eru alltaf velkomin í skólann og viljum við efla gott foreldrasamstarf með ýmsu móti. Við erum sterkur hópur og hæfileikaríkur þegar við stöndum saman. Við viljum hvetja ykkur til að vera ófeimin við að hafa samband ef einhverjar áhyggjur eða spurningar eru sem snúa að velferð eða námi barna ykkar.
Megi góð samvinna heimilis og skóla einkenna þetta skólaár.
Stjórnendur Naustaskóla
Bryndís, Margrét, Helga Ósk og Þuríður
Breytingar á stjórnenda- og kennarateymum í vetur
Nokkrar breytingar hafa orðið á stjórnenda- og kennarateymum skólans frá því við fórum í sumarfrí
Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra í stað Margrétar R. Karlsdóttur.
Teymi 1. bekkjar:
Vala Björt Harðardóttir, Berglind Hannesdóttir, Stella Bryndís Karlsdóttir, Aníta Hrund Hjaltadóttir.
Stuðningsfulltrúar: Harpa Mjöll Hermannsdóttir, Bríet Ósk Ólafsdóttir, Olga María Valdimarsdóttir og Alma Gísladóttir.
Inga Huld Sigurðardóttir verður stoðkennari fyrir 1. – 3. bekk.
Teymi 2. - 3. bekkjar:
Hafdís Jakobsdóttir, Elsa Austfjörð, Eydís Elva og Andrea
Stuðningsfulltrúar: Steindór Máni Björnsson, Kolbrún Sigurðardóttir og Sandra Dís Leifsdóttir.
Inga Huld Sigurðardóttir stoðkennari fyrir 1. – 3. bekk.
Teymi: 4. - 5. bekkjar:
Þórey Sjöfn Sigurðardóttir, Sunna Friðþjófsdóttir, Elvý Guðríður og Hrönn.
Stuðningsfulltrúar: Védís Þorsteinsdóttir, Paula Gomez og Jörundur Frímann Jónasson.
Teymi 6. - 7. bekkjar: Unnur Ósk, Karen Dögg Braun og Dagný Hlín
Stuðningsfulltrúar. Arna Kristinsdóttir, Orri Már Svavarsson, Magdalena Ksepko og Hallgrímur Mar B Steingrímsson.
Teymi 8. - 10. bekkjar: Andri Snær, Halla, Ása Katrín, Katrín Thorarensen, Lovísa Eyvindsdóttir, Magnús Jón Magnússon, Paula María Pálsdóttir og stoðkennari Þórdís Eva Þórhallsdóttir. Stuðningsfulltrúi Guðrún Valdís Eyvindsdóttir og Veigar Svavarsson.
Teymi verk - og listgreinakennara: Valdís Rut Jósavinsdóttir.
Gillian Alise Pokalo, Svanbjörg Sverrisdóttir og Alda Ómarsdóttir.
Teymi íþróttakennarar: Sigmundur Skúlason, Daníela Hanssen og Oscar Celis.
Teymi ÍSAT kennara
Kristín Margrét Gísladóttir verkefnastjóri, Þóra Ýr Sveinsdóttir, Kolbrún Sigurgeirsdóttir og Sunna Alexandersdóttir. Stuðningsfulltrúi: Svitlana Chuprina
Forstöðumaður Frístundar er Lina Pikalova
Netföng starfsmanna má finna á heimasíðu skólans.
Upplýsingar um mat í hádeginu og ávaxtaáskrift
Upplýsingar um mat í hádeginu og skráningu í mat.
Matur í hádegi er án kostnaðar fyrir alla.
Skráning verður áfram með óbreyttu sniði, þ.e. forráðamenn skrá börn sín í gegnum Völu-skólamatur/ https://vala.is og birtist þá 0 kr. kostnaður við þá skráningu.
Þeir sem eru skráðir nú þegar þurfa ekki að skrá sig aftur. Alla aðstoð má fá hjá ritara skólans: kristjana@akmennt.is eða 4604100
Ávaxta og mjólkuráskrift er einnig skráð í gegnum vala.is og þeir sem eru skráðir nú þegar þurfa ekki að skrá sig aftur.
Áskriftin kostar eftirfarandi: Mjólkuráskrift kr. 973 (pr. mánuð) Ávaxtaáskrift kr. 2.199 (pr. mánuð, heill ávöxtur á dag)
Símareglur
Hér má sjá símareglur sem tóku gildi við skólabyrjun. Við höfum trú á og sjáum þessa fyrstu skóladaga sem búnir eru að það gengur vel.
Haustfundir
Haustfundir verða vikuna 23. - 30 september. Foreldrasamstarf er afar mikilvægur hluti af uppeldi og skólagöngu barna okkar. Haustfundirnir eru góður vettvangur fyrir foreldra til kynnast og mynda tengsl sem líklegra til að hafa jákvæð áhrif á samskipti barnanna. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps og auðveldar öllum að eiga góð samskipti þegar vel gengur en ekki síður þegar takast þarf á við flókin samskipti sem oft gerast á milli barna sem eru að þjálfast í félagsfærni og árangursríkum samskiptum í sínu daglega lífi. Því viljum eindregið hvetja ykkur öll um að eiga amk einn fulltrúa á þessum fundum, barnanna vegna.
Hjól, hlaupahjól, rafhjól og hjálmar
Við hjólreiðar er vert að hafa ýmis atriði í huga er varðar öryggi barna okkar í umferðinni. Á vef samgöngusofu má finna upplýsingar um notkun rafmagnshlaupahjóla.
Við bendum á að á skólatíma má ekki hjóla á skólalóðinni.
Gott að hafa í huga:
- Hjálpum börnunum að velja öruggustu leiðina í skólann og kennum þeim að fara yfir götur, með og án ljósastýringar.
- Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.
- Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.
Hjúkrunarfræðingur
Útivistardagur
Útivistardagur verður 5.september og munu upplýsingar berast frá kennurum um skipulag og hvað þarf að hafa í huga. Mikilvægt er að skoða vel veðurspá og að börn séu klædd og skóuð eftir veðri og því hvert ferð þeirra er heitið.
Göngum í skólann!
Skilaboð frá tónlistarskóla Akureyrar
Langar þig að læra á strengjahljóðfæri?
Fáein pláss eru laus í strengjahljóðfæranámi við Tónlistarskólann á Akureyri í vetur!
Krökkum er boðið að prófa strengjahljóðfærin - fiðlu, víólu, selló og kontrabassa í tónlistarskólanum, Menningarhúsinu Hofi við Strandgötu 12 (jarðhæð) mánudaginn 2. september kl. 16:00-17:30.
Þetta er frábært tækifæri til að kynnast hljóðfærunum, og nú er góður tími til að skrá sig í skólann og hefja nám!
Velkomin í tónlistarskólann ykkar!
sími 460 1170
Kær kveðja,
Tónlistarskólinn á Akureyri
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, deildarstjóri
s: 460 1177
Yfirlit
4.september - göngum í skólann hefst.
5.september - útivistardagur.
23. - 30.september - haustfundir í skólanum þar sem farið verður yfir starfið í vetur og önnur mál.
30.september - 7.bekkur fer í skólabúðirnar á Reykjum.