Fréttamolar úr MS
16. september 2024
Haustönn í MS fer vel af stað. Nýnemadagar og nýnemaball fór vel fram og mikið fjör hjá nemendum. Samstarf við foreldra hefur gengið mjög vel og var metþátttaka á foreldraröltinu við nýnemaballið, takk foreldrar! Það var frábær þátttaka í edrúpotti á nýnemaballinu og styrkti foreldraráð edrúpottinn með peningagjöfum. Upplýsingafundur fyrir foreldra nýnema fór fram þann 4. september og eru glærur frá þeim fundi aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Á döfinni eru matsdagar 18.-19. september, haustfrí á föstudaginn 20. september og svo íþróttavika Evrópu sem við fögnum í skólanum í næstu viku.
Matsdagar og haustfrí framundan 📆
Miðvikudagurinn 18. september og fimmtudagurinn 19. september eru fyrstu matsdagar haustannar. Dagskrá matsdaga er birt á heimasíðu skólans á morgun, þriðjudag. Föstudagurinn 20. september er haustfrísdagur og þá er skólinn lokaður. Mikilvægt er að nemendur séu í góðu sambandi við sína kennara varðandi verkefni á matsdögum.
Skóladagatal 2024-2025
Smellið á myndina til að sjá hana í betri upplausn
Íþróttavika Evrópu #beactive
Íþróttavika Evrópu verður haldin í skólanum 23.-26. september. Dagskrá er í höndum íþróttakennara í samstarfi við stjórnendur og nemendafélagið. Nánari dagskrá birtist á næstu dögum.
Skólahjúkrunarfræðingur 🏥
Skólahjúkrunarfræðingur Menntaskólans við Sund er Berglind Guðmundsdóttir. Nemendur geta komið við, bókað tíma rafrænt eða sent tölvupóst. Fyrirspurnir mega vera nafnlausar. Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu.
Viðverutími og staðsetning
- Viðvera: Þriðjudaga kl 9-15 og miðvikudaga kl 8-11
- Staðsetning: Undraland (innst til vinstri í Jarðsteini, við hliðina á Björk náms- og starfsráðgjafa)
Hlutverk
Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:
- Meiðsli og sjúkdóma
- Áfengis- og eiturlyfjaneyslu
- Reykingar
- Kynheilbrigði
- Tilfinningaleg og geðræn vandamál
- Verki eða vanlíðan
- Mataræði og hreyfing
- Sjálfsmynd og líkamsímynd
Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur
- vera með fræðslu í skólanum sem tengist heilbrigðismálum
- vera í samstarfi við forvarnarfulltrúa skólans við vinnu að forvörnum
- vera innanhandar með ráðgjöf til kennara og starfsfólks
- sjá um eftirfylgni nemenda sem eiga við veikindi eða önnur vandamál að stríða
- finna meðferðarúrræði fyrir nemendur sem á því þurfa að halda.
Stoðtímar í stærðfræði
Boðið verður uppá stoðtíma í stærðfræði á haustönn 2024.
Tímarnir verða á þriðjudögum kl. 14:40-15:40 og á fimmtudögum kl 15-16 í stofu AÐA21.
Athugið að skráning er nauðsynleg - skráning á skrifstofu skólans.
Tímarnir eru fyrir alla nemendur í stærðfræði og eru sérstaklega hugsaðir fyrir þau sem þurfa aukinn stuðning. Ef spurningar vakna getið þið haft samband við ykkar stærðfræðikennara eða námsráðgjafa.
Hvetjum ykkur til að nýta ykkur stærðfræðiaðstoð!
Ert þú í tæknivandræðum? 💻🖨️
Ert þú í tæknivandræðum? Á heimasíðu skólans má finna lausn á ýmsum tæknivandamálum með ítarlegum leiðbeiningum um kerfin sem við notum í MS. Endilega skoðið leiðbeiningarnar vel og vandlega og svo er hægt að leita til Jóhanns tölvuumsjónarmanns á bókasafninu ef frekari aðstoðar er þörf.
Náms- og starfsráðgjöf
Í MS starfa þrír námsráðgjafar sem aðstoða nemendur við ýmis mál. Á heimasíðunni má lesa meira um þjónustuna.