
Fréttabréf Grenivíkurskóla
1. tbl. 4. árg. - janúar 2023
Kæra skólasamfélag
Fyrir hönd starfsfólks Grenivíkurskóla sendi ég ykkur öllum bestu nýársóskir með þökk fyrir samvinnuna á liðnum árum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við ykkur á nýju ári og höfum fulla trú á að komandi ár verði okkur farsælt og heilladrjúgt.
Að vanda var mikið um að vera hjá okkur í desember en mánuðurinn litaðist af jólaundirbúningi og gleði. Við fórum í kyndlagöngu, vorum með laufabrauðsdag, hátíðarmat og litlu jól og þá fórum við í Just Dance og jóga í hreyfistundum sem mæltist vel fyrir. Myndir úr starfi skólans má nálgast í gegnum tengla á myndaalbúm neðar í fréttabréfinu.
Nýtt ár færir okkur nýjar áskoranir og tækifæri. Við tökum á móti nemendum með tilhlökkun og leggjum okkur fram um að önnin framundan verði skemmtileg og lærdómsrík.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Möndlugrautur
En þau sem voru svo heppin að fá möndlu að þessu sinni voru þau Tómas Rafn, Móeiður Alma og Guðbjörg Jana og fengu þau að launum smá gjöf.
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "Hamingjuríkur janúar". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi, svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Þá er vert að nefna að um áramót tóku gildi ný lög um úrgangsmál sem meðal annars er ætlað að samræma flokkun úrgangs og endurvinnsluefna um land allt. Lögin munu kalla á nokkrar breytingar þegar kemur að flokkum og meðhöndlun úrgangs, þó ekki sé enn nákvæmlega ljóst hvernig útfærslunni verður háttað. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með þessum málum, því ljóst er að með góðri flokkun - og allra helst minni neyslu og þ.a.l. minni úrgangi - má draga úr kostnaði vegna málaflokksins og stuðla að umhverfisvernd.
Á döfinni í janúar
- 1. janúar: Nýársdagur
- 2. janúar: Starfsdagur - frí hjá nemendum
- 3. janúar: Kennsla hefst á ný að loknu jólaleyfi
- 6. janúar: Þrettándinn
- 20. janúar: Bóndadagur - ný valgreinalota hefst
Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Email: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Website: http://www.grenivikurskoli.is
Location: Grenivík
Phone: 414-5413
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?q=greniv%C3%ADkursk%C3%B3li