Augnstýring í Klettaskóla
við höldum áfram og fögnum hverju skrefi
Tjáskiptaforrit
Búið er að uppfæra tjáskiptaforritið Tobii Communicator 4 yfir í númer 5. Með því eru allskyns skemmtileg verkefni auk þess sem aðgangur er að fjölbreyttum tjáskiptaborðum sem tilbúin eru fyrirfram. Þau er hægt að þýða og nota þegar búið er að aðlaga þau.
Communicator 5
Dæmi um setningar frá nemendum
Athugið að þegar smellt er á myndirnar þá stækka þær
Gaman í sápukúluleik
Sápukúlur bjóða upp á skemmtilegar samræður. Kennari bendir á myndir um leið og leikið er og talar við nemandann á sama tungumáli.
Athafnaval
Nemendur hafa fjölbreytt val athafna. Hér eru lög sem sungin eru í samverustund sett í tjáskiptaborðið svo nemandi getur valið lög sem hann þekkir og hefur gaman af.
Vinsælt val
Tónlist og myndbönd höfða vel til nemenda og er vinsælt að horfa og hlusta. Þegar nemendur velja myndband fá þeir að horfa í ca. 2 mínútur og þá er valborðið sett upp aftur og þeir geta valið að halda áfram eða valið sér nýtt viðfangsefni.
My Gaze -augnstýribúnaður
Nú hefur My Gaze augnstýribúnaður verið settur upp í heimastofur nemenda sem eru að prófa sig áfram með búnaðinn. Þar munu þeir hafa greiðan aðgang að fjölbreyttum verkefnum og geta unnið hvenær sem tækifæri gefast. Leikir og tjáskiptaforrit eru notuð í bland því einnig er verið að þjálfa möguleika þeirra til afþreyingar.
Hugbúnaður
Skráning augnhreyfinga. Nákvæmt yfirlit yfir árangur við að leysa fjölbreytt verkefni. Kennari getur yfirfarið niðurstöður og metið færni nemenda við að nota augun til tjáskipta.
Insight
Insight er hægt að nálgast á vefnum, tengillinn er hér beint fyrir ofan. Þar eru nemendur skráðir inn og safnað er upplýsingum um frammistöðu við að nota augun.
Skráning
Hvert unnið verkefni gefur til kynna virkni með augum, getu athygli , viðbrögð, nákvæmni og frágang. Á vefsíðunni er þetta sett upp á sjónrænan hátt og svo kennari á auðvelt með að lesa í niðurstöður.
Huga að lágtækni
Já
Haldið er á já merki í hægri hendi og látið vísa að nemanda.
Mikilvægt er að vera með já og nei merki útprentuð og við hendina í öllum aðstæðum. Þá er alltaf möguleiki fyrir nemendur að svara einföldum spurningum með já eða nei.
Nei
Haldið er á nei merki í vinstri hendi og látið vísa að nemanda.
Alltaf gera ráð fyrir hæfni
Lyklaborð er mikilvægt
Við notum lyklaborð með öllum nemendum. Við gefum þeim tækifæri til að búa til orð og styrkjum allt sem þeir skrifa. Alveg sama hvort úr verður orð, við hlustum og lesum upphátt. Við skiptumst á að skrifa orð en munum alltaf að hrósa fyrir að velja flotta stafi til að segja. Smám saman læra nemendur að stafirnir hafa þýðingu og geta sagt okkur ýmislegt.
Á Pagesetcentral er hægt að nálgast fjölbreytt verkefni. Meðal annars þetta þar sem nemendur búa til listaverk með augunum og nefnist það "Tobii Dynavox Jackson Pollock Painting"
Tengill að þessu verkefni er hér að ofan.
Málað með augum
Á Facebook er hópur sem kallast "Augnstýring á Íslandi" (tengill hér fyrir ofan). Þar er gagnlegt að vera með til að deila reynslu. Tölum saman um það sem gengur vel og það sem gengur ekki eins vel. Hjálpumst að, lærum og deilum hvert með öðru.
Klettaskóli
Menntun fyrir lífið
Email: hanna.run.eiriksdottir@rvkskolar.is
Website: klettaskoli.is
Location: Suðurhlíð 9, Reykjavík, Iceland
Phone: 4117950
Facebook: https://www.facebook.com/groups/1703702026509207/?fref=ts
Twitter: @hannarun