
Fréttamolar úr MS
14. febrúar 2025
Vetrarönn fer að ljúka og aðeins lokspretturinn eftir. Matsdagar verða mánudag og þriðjudag í næstu viku og nemendur þurfa að vera í sambandi við sína kennara varðandi verkefni og sjúkrapróf á matsdögum eftir því sem við á. Við minnum á lykilmatsþátt sem gæti þurft að ljúka í áföngum og þurfa nemendur að vera vakandi yfir því að standa skil á sínu.
Vorönn er svo handan við hornið og margt spennandi á döfinni með hækkandi sól 🌞
Dagsetningar framundan 📆
Föstudagur 14. feb.: Síðasti kennsludagur vetrarannar
Mán. og þri. 17.-18. feb.: Matsdagar
Miðvikudagur 19. feb.: Lokaeinkunnir birtast í Innu kl. 20:00
Fimmtudagur 20. feb.: Námsmatssýning kl. 11-12
Föstudagur 21. feb.: Stundatöflur birtast öllum nemendum sem hafa greitt skólagjöld vorannar
Mánudagur 24. feb.: Upphaf vorannar
Þriðjudagur 25. feb.: Kennsla hefst á vorönn skv. stundaskrá
Fimmtudagur 27. feb.: Stjórnlagaþing SMS
Fimmtudagur 27. feb.: MS mætir MA í sjónvarpssal í Gettu betur
Fimmtudagur 6. mars.: Árshátíð SMS
Bílastæðamál í MS!
- Leggjum löglega við skólann, bæði á bílastæðinu og í hverfinu.
- Sýnum nágrönnum skólans tillitsemi. Alltof oft leggja nemendur MS fyrir innkeyrslur nágranna okkar í Ferjuvogi eða fyrir neyðaraðgang að Vogaskóla.
- Börn eru á ferðinni allt í kringum skólann og enginn vill verða valdur að slysi svo þið þurfið að vanda ykkur og keyra varlega inn og út af bílastæðinu!
- Bílastæðaverðir verða á svæðinu og sekta bíla sem er lagt ólöglega, bæði á skólalóðinni sem og í götunum í kring. Tökum höndum saman og pössum uppá að hafa þetta í lagi.
- PS. Ef þið festið ykkur í snjónum þarf að koma inn í skóla og ná í skóflu! Ekki skilja bílana ykkar eftir útá miðri götu heilan skóladag...
Tillögur fyrir mötuneytið? 🍕🌮🍐
Kosningar SMS
Viltu taka þátt í félagslífinu? Kosningar SMS fara fram vikuna 31. mars - 4. apríl. Fyrirkomulag kosninga verður betur kynnt síðar en þau sem hafa áhuga á að fara í framboð ættu að fara að huga að slíku. Fylgist með aðalfundi SMS og stjórnlagaþingi sem haldið verður í mars.
Athugið að öll sem eru skráð í SMS geta boðið sig fram. Ef þið hafið spurningar um framboð til stjórnar SMS getið þið leitað til Guðnýjar félagsmálastjóra.
MS áfram í Morfís 🥳
MS-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Kvennó í Morfís viðureign í vikunni. MS átti líka ræðumann kvöldsins, Vigdísi Elísabetu. MS-ingar hafa því tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Morfís! Til hamingju með frábæran árangur!
Styrkur til sumarnámsskeiðs
Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship er styrkur fyrir 16-18 ára námsmenn til að taka þátt í fjögurra vikna sumarskóla við Purdue University í West Lafayette, Indiana, 24. júní – 22 júlí 2025.
Helstu viðfangsefni sumarháskólans eru æskulýðsstarf, lýðræði, samfélagsleg þróun hagsæld og er sumaskólanum ætlað að efla leiðtogahæfni meðal þátttakenda.
Styrkurinn greiðir fyrir námsgjöld, ferðir og uppihald.
Sótt er um styrkinn hjá Fulbright stofnuninni á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna í kynningarkjali í viðhengi og á heimasíðu Fulbright: hér.
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2025.