Fréttabréf Naustaskóla
1. tbl. 15. janúar árgangur 2022
Kæra skólasamfélag
Gleðilegt ár!
Á þessum tímamótum förum við bjartsýn inn í nýtt ár með það að markmiði að halda uppi metnaðarfullu skólastarfi þrátt fyrir heimsfaraldur og þær takmarkanir sem honum fylgir. Næstu vikurnar reynir á gott samstarf heimilis og skóla þegar smitum fer að fjölga og nemendur fara í sóttkví. Þá þurfum við öll að vera þolinmóð og þrautseig og mikilvægt er að halda í þá vona að bráðum komi betri tíð með blóm í haga og að veiran hverfi á bak og burt. Við vonumst til að eiga áfram gott og gefandi samstarf við foreldra enda er gott samstarf heimilis og skóla lykilatriði að vellíðan og árangri nemenda í námi. Það er spennandi vorönn fram undan með árshátíð, upplestrakeppni og fleiri skemmtilegum uppákomum – ef Covid veiran verður til friðs.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Veikindi og sóttvarnir
Ef nemendur sýna einkenni eða eru veik/slöpp þá biðjum við ykkur um að halda þeim heima og fara í sýnatöku. Það er betra að nemendur séu heima ef þeir sýna einkenni því þá sleppum við síður við að fara í sóttkví eða smitgát. Það eykur frelsi okkar allra og betri líðan þegar á heildina er litið.
Ef við þurfum á einhvern hátt að breyta skipulagi í skólastarfi eða upplýsa ykkur um stöðu mála í ákveðnum árgöngum þá sendum við tölvupóst/upplýsingar til þeirra sem málið snertir.
Við viljum hafa upplýsingaflæðið gott, í hæfilega miklu magni og vera í góðu samstarfi við ykkur.
Ef ykkar barn greinist með Covid þarf að láta stjórnendur skólans vita en ef barn fer í sóttkví eða smitgát þá skal láta ritara skólans vita um það. Einnig minnum við á að foreldrar þurfa að skrá eða hafa samband við ritara ef um almenn veikindi er að ræða.
Á döfinni í janúar
14. jan - smiðjuskil 4. -7. bekkur
17. jan - vika jákvæðs aga
21. jan - bóndadagur