Vorgrill og skólaslit
2024
Ágætu foreldrar og forráðamenn
Nú styttist heldur betur í að börnin komist í sumarfrí.
Jafnhliða hefðbundnu námi hafa síðustu dagar einnig verið nýttir til vettvangsferða og útiveru.
Í þessu fréttabréfi er m.a. að finna upplýsingar um tvo síðustu skóladagana; vorhátíð og skólaslit.
Við þökkum fyrir gott samstarf í vetur og óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Starfsfólk Brekkuskóla
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024
Brekkuskóli hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024 fyrir verkefnið 1-3-5-8 Foreldrasamstarf. Þetta er verkefni sem við höfum keyrt síðan 2011 og Stella Gústafsdóttir er höfundur að og hóf hér af mikilli elju. Verkefnið gengur út á að efla tengsl foreldra við skólann og þeirra á milli.
Þessi verðlaun eru okkur mikil hvatning til að halda ótrauð áfram við að efla samstarf skólans og foreldra.
Vorhátíð 3. júní 2024
Mánudaginn 3. júní verða að venju stöðvar á skólalóð fyrir nemendur í 1. - 10. bekk þar sem árgangar fara á milli og taka þátt í hreyfingu og leikjum.
DAGSKRÁ VORHÁTÍÐAR
1.- 4. bekkur
Kl. 08:00 – 09:00 1. - 4.b ”frjáls mæting” – spil og rólegheit
Allir í 1. - 6. bekk
Kl. 09:00 Mæting í stofur hjá umsjónarkennara
Kl. 09:20 – 10:20 Útileikir – stöðvar á skólalóð.
Kl. 10:20 – 10:40 Frímínútur
Kl. 10:40 Mæting í stofur til umsjónarkennara
Kl. 11:20 Grill 1. og 2. bekkur - heimferð eða Frístund eftir grill
Kl. 11:40 Grill 3. og 4. bekkur – heimferð eða Frístund eftir grill
Kl. 11:50 Grill 5. og 6. bekkur – heimferð eftir grill
Nemendur í 1. - 4. bekk eru í umsjón kennara sinna til kl. 12:00. Þá opnar Frístund og hin fara heim sem ekki eru skráð þar.
7. – 10. bekkur
Kl. 10:00 Mæting hjá umsjónarkennara. Allir í 7. – 10. bekk
Kl. 11:00 – 12:00 Útileikir – stöðvar á skólalóð
Kl. 12:00 Grill og heimferð
Skólaslit 4. júní 2024
Skólaslit hjá 1. - 9. bekk
Nemendur í 1. - 6. bekk mæta í sínar heimastofur kl. 9:00.
Nemendur í 7. - 9. bekk mæta á sal klukkan 9 og fara eftir það í heimastofur. Á sal mun skólastjóri segja nokkur orð og nemendur hlýða á tónlistaratriði frá samnemendum. Að því loknu fara nemendur í stofur til umsjónarkennara.
Nemendur mæta samkvæmt eftirfarandi tímasetningum á sal:
Kl. 9 mætir 7., 8. og 9. bekkur
kl. 10 mætir 4., 5. og 6. bekkur
Útskriftarathöfn 10. bekkjar
Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkjar hefst á sal skólans kl.15:00 og eru foreldrar, forráðamenn og aðrir velunnarar skólans hjartanlega velkomnir. Fyrir athöfnina verður hópmyndataka sem hefst klukkan 14:30.
Eftir útskrift verður boðið upp á kaffi og meðlæti í matsal.
Hafðu samband
Email: brekkuskoli@brekkuskoli.is
Website: brekkuskoli.is
Location: v. Skólastíg
Phone: +354 462 2525
Facebook: https://www.facebook.com/brekkuskoli.is/