Fréttabréf
Október 7. tbl. 16 árg 2024
Kæra skólasamfélag
Símafrí í skólanum hefur gengið vonum framar nú þegar rúmlega mánuður er liðinn af skólaárinu. Auðvitað er það svo að það eru alltaf einhverjir sem gleyma sér eða reyna finna leiðir til að komast í símann sinn á skólatíma og hafa sumir haft það hugmyndarflug að koma með gamla símann sinn og sett í símahólfið sitt en haft þann í nýja í úlpuvasanum sínum. En það ánægjulega er að nú sjást fleiri en áður sitja saman bæði við spil og ofl skemmtilegt í frímínútum. Við höfum trú á ungmennunum okkar og vonum að með tímanum muni allir verða rólegri gagnvart símafríinu og læri að meta það.
Við höfum því láni að fagna að á hverju skólaári kemur til okkar danskur farkennari og kennir í 7.-10.bekk og í ár kemur Tina Möller og verður hjá okkur frá 7.október til 8. nóvember. Einnig kemur nýr húsvörður til starfa 1. október og verður í afleysingum fram að áramótum, hann heitir Vignir Jóhannsson. Það má líka segja frá því að frá byrjun í ágúst hefur verið unnið að því að lagfæra hita og loftræstingu í skólanum og bindum við vonir við að þetta verði komið í gott horf á næstu dögum.
Í október þann 7. er starfsdagur og er frístund opin eftir hádegi þann dag og 21. og 22. er haustfrí.
Það styttist í að öll teymi verði búin að halda haustfundi með foreldrum en það sem af er hefur verið ágætis mæting á fundina.
Við hvetjum ykkur nú sem hingað til að vera í góðu sambandi ef það eitthvað eða þið hafið áhyggjur af hvort sem það er af ykkar barni eða viljið koma á framfæri ábendingum til skólans.
Með kærri kveðju
Bryndís, Helga Ósk og Þuríður
Nýsköpun í námsumhverfi Naustaskóla
Daganna 15-16. október eru þemadagar í Naustaskóla. Í ár bera þeir yfirskriftina Nýsköpun í námsumhverfi Naustaskóla þar sem nemendur fá tækifæri til þess að velja úr fjórum þemastöðvum og vinna þar að skapandi verkefnum.
Stöðvarnar eru: Skólinn okkar allra – Miðlun – Hreyfing & leikir – Stofna fyrirtæki.
Markmiðið er að nýta þemadagana undir Nýsköpunarverkefni af ýmsu tagi og hlökkum við til að sjá hvað nemendur töfra fram á þessum skemmtilegu uppbrotsdögum.
Fréttir frá aðalfundi foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla var haldinn miðvikudaginn 25. september, á hann mættu rúmlega 30 foreldrar. Á fundinum var meðal annars farið yfir starf stjórnar síðastliðin vetur. Einnig voru lagðar fram lagabreytingar sem voru samþykktar. Það sem breytist nú er að skólastjórnendur bera ábyrgð á kosningu bekkjarfulltrúa úr öllum bekkjum. Þessir bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð þar sem hlutverk þeirra er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna. Einnig tilkynnti stjórn að hún myndi ekki eyrnamerkja fjármagn til bekkjarkvölda, heldur horfa til stærri kaupa fyrir öll stig skólans, í samráði við kennara og skólastjórnendur.
Í lok aðalfundar kom fulltrúi lögreglunnar og fjallaði meðal annars um brot á vopnalagalögum, mismunandi áhrifum/einkennum fíkniefnaneyslu og hlutverk lögreglunnar við samfélagseftirlit.
Stjórn foreldrafélagsins 2024- 2025 skipa: Sigurveig Björg Harðardóttir, formaður, Rósa María Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Anna Lilja Gunnlaugsdóttir, Elísa Arnars Ólafsdóttir, María Sigurðardóttir, Valbjörn Ægir Vilhjálmsson, Jóhanna Sif Hannesdóttir og Andrea Laufey Hauksdóttir.
Bekkjarfulltrúar
Starf bekkjarfulltrúa felur fyrst og fremst í sér að vera leiðtogar í hópi foreldra í bekknum, fremstir meðal jafningja. Æskilegt er að bekkjarfulltrúarnir, kosnir af foreldrum, séu tveir í hverjum bekk/hóp.
Hér má sjá þá bekkjarfulltrúa sem þegar eru komnir og bindum við vonir við að foreldrar verði viljugir til að gefa kost á sér í þetta starf. Hér má sjá hlutverk og hugmyndir um hvað bekkjarfulltrúar geta gert með sínum hópum.
1.bekkur: Rósa María Rúnarsdóttir og María Sigurðardóttir.
2. bekkur: Hugrún Hauksdóttir og Arna Arnardóttir
3. bekkur: Hilma Hödd og Audrey Freyja Clarke
4.bekkur
5. bekkur
6. bekkur: Sesselía Úlfarsdóttir, Elva Rún Ívarsdóttir, Matthildur Jónsdóttir
7. bekkur: Helga Sigurveig Kristjansdóttir, Jóhanna Sif Hannesdóttir, Rósa María Rúnarsdóttir.
8. bekkur
9.bekkur: Snjólaug Svala
10.bekkur: Ingibjörg Þórðardóttir
Skólamót
Það er gaman að segja frá því að nemendur í 9. og 10.bekk unnu skólamótið í fótbolta sem var á dögunum. Hér má sjá ánægða nemendur fagna sigri.
Þrír góðir hlutir og andleg heilsa
Andleg heilsa merkir að líða almennt séð vel og “fúnkera” vel í samfélaginu. Það snýst ekki um að líða alltaf vel. Það er eðlilegt að líðan okkar sveiflist. Það skiptir hinsvegar máli að treysta sér til að takast á við áskoranir daglegs lífs og getu til að ná sér aftur á strik eftir áföll og erfiðleika.
Þrír góðir hlutir er æfing sem bíður upp á jákvætt samtal með börnum. Þar sem við beinum huganum að því sem gengur vel. Æfingin fer þannig fram að í lok hvers dags rifjar þú upp þrjá góða hluti eða atburði sem áttu sér stað, þinn hlut í þeim og skrifar þá niður. Þetta getur verið eitthvað sem gekk vel eða vakti góða, jákvæða tilfinningu innra með þér. Að tala um það sem gengur vel og maður er þakklátur fyrir gefur góða orku. Einnig er að hjálpleg að æfa sig í að setja athyglina á það góða sem gerist því maðurinn hefur tilhneigingu til að taka meira eftir því neikvæða sem gerist í umhverfinu.
Æfingin þjálfar þig í að veita athygli því jákvæða sem gerist í kringum þig og hvað áhrif þú getur haft á upplifun þína af atburðinum. Tengill á æfingu
Áhrifin af því að gera æfinguna daglega í viku eru mælanleg. Hún eykur hamingju og dregur úr erfiðum hugsunum, áhrifin vara lengur ef haldið er áfram að gera æfinguna.
Brunaæfing
Brunaæfing var í september en við höfum brunaæfingu þrisvar á ári til þess að nemendur og starfsfólk þjálfist í viðbrögðum og viti hvernig best er að rýma húsnæði skólans ef á þyrfti að halda. Einhverjum börnum þykja þessar æfingar óþægilegar en um leið er mikilvægt að þau þekki hvernig skal brugðist við ef upp koma aðstæður þar sem brunabjallan fer í gang- öryggi þeirra vegna. Þetta var samstylltur hópur sem tók æfinguna alvarlega og allir lögðu sitt að mörkum svo allt gengi sem best fyrir sig.
Endurskinsmerki!
Nú þegar farið er að dimma er mjög mikilvægt að börn og fullorðnir noti endurskinsmerki eða endurskinsvesti þegar við erum í umferðinni. Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu. Nemendur fá gefins endurskinsmerki frá Akureyrarbæ og hvetjum við ykkur öll til að bera endurskinsmerki.
Forvarnardaginn 2023 voru nemendur í 9. bekk spurð:
Hvað er góð samvera með foreldrum og/eða fjölskyldu að ykkar?
Hér má sjá nokkrar tilvitnanir í svör nemenda:
„Að foreldrar hafi tíma og vilja til þess.“
„Þegar það er talað í matartíma“
„Að spila saman, borða kvöldmat saman með engum snjalltækjum, fara í ferðalag og fara í sund.“
„Það er mikilvægt að foreldrarnir séu ekki dæmandi því það gæti valdið barninu að ekki þora að segja þeim frá sumum hlutum, þeir eiga líka að sýna það að þeim er ekki sama um hvernig barninu líður“
„Það er t.d. spilakvöld, spila tölvuleik, fara í ferðalög, útilegur, bíokvöld, það er að bara vera saman öll að gera eitthvað án síma“
„ Já það skipti máli að vera með fjölskyldu út af því að þau verða ekkert hérna að eilífu, þess vegna á maður að nýta öll tækifærin til að vera með þeim“
„ Að geta talað við foreldra sína um tilfinningar sínar og líðan“
„T.d. að vera með fastan matartíma þar sem að fjölskyldan getur spjallað, eða að spila saman um helgar“
Rannsóknir hafa sýnt að SAMVERA með fjölskyldu skiptir hvað mestu máli þegar kemur að vellíðan ungs fólks.
Sýnishorn úr listadeildinni
Stoltir krakkar í íþróttum
Stoltir krakkar
Við getum ýmislegt
Dagar í október
2. október Forvarnardagurinn
3. október 7. bekkur kemur heim frá Reykjum.
5. október Alþjóðadagur kennara.
7. október Starfsdagur/ frístund opin eftir hádegi.
10. október Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.
15.-16. október þemadagar /nýsköpun
21. -22. október Haustfrí. Frístund opin.
18. október Bleikur dagur í skólanum.
31. október Hrekkjavaka/ halloween
1. nóvember - Nemendadagurinn
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustaskoli.is
Location: Hólatún
Phone: 4604100
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?