VAL FYRIR HAUSTÖNN 2024
VALTÍMABIL 11.-15. MARS
VAL FYRIR HAUSTÖNN 2024
Kæru nemendur
Nú er komið að vali fyrir haustönn 2024. Hér fyrir neðan geturðu kynnt þér allt um valið en valið sjálft fer fram í gegnum INNU.
Allir nemendur í dagskóla sem ætla að halda áfram námi þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Ekkert val þýðir engin stundatafla! Nemendur þurfa að velja 1 áfanga í varaval.
Fjarnemendur sem eru með MÍ sem heimaskóla og ætla að halda áfram fjarnámi við skólann geta líka valið áfanga. Fjarnemendur sem eru að taka staka áfanga geta skráð sig í fjarnámsáfanga á haustönn á umsóknarvefnum okkar fljótlega.
Allir nemendur geta fengið aðstoð við valið hjá áfanga- og fjarnámsstjóra (Martha Kristín), námsráðgjafa (Erna Sigrún), aðstoðarskólameistara (Dóróthea) eða skólameistara (Heiðrún). Hægt er að panta tíma hjá ritara eða hér.
Væntanleg útskriftarefni: Nemendur sem ætla að útskrifast í desember 2024 VERÐA að panta tíma til að fara yfir valið og fá staðfestingu á að allt sé klárt til að útskrifast.
Dagskólanemendur sem ætla ekki að vera við nám á haustönn þurfa að láta áfanga- og fjarnámsstjóra vita (martha@misa.is).
Ertu á braut? Skoðaðu áfangaframboð þinnar brautar hér fyrir neðan:
Lýsingar á áföngum í boði í bundnu áfangavali og í vali
Menntaskólinn á Ísafirði
Tölvupóstur: misa@misa.is
Heimasíða: www.misa.is
Heimilisfang: Torfnes, Ísafjörður, Iceland
Sími: 450 4400
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/menntaisa