Fréttabréf Egilsstaðaskóla
BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi
BRAS
BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Allir nemendur Egilsstaðskóla taka þátt í hátíðinni með því að sækja viðburði og smiðjur. Vegna heimsfaraldurs mun hátíðin teygjast lengra fram á skólaárið og breyta hefur þurft viðburðum og aðlaga að breyttum aðstæðum. Hátíðin hófst 15. september. Heimasíða hátíðarinnar er www.bras.is
Hér eru upplýsingar um þátttöku hvers árgangs í hátíðinni. Auk þessara viðburða munu árgangar sækja aðra viðburði BRAS eftir atvikum, svo sem Flugdrekabók á Minjasafninu.
Fjöldi viðburða eru einnig í boði utan skóla og upplýsingar um þá á heimasíðu hátíðarinnar www.bras.is
1. bekkur
Þrjú lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Söngstund elstu barna á leikskóla og 1.bekkja. Sameiginlegt verkefni grunn- og leikskóla á Héraði. Sameiginlegri söngstund hefur verið frestað, en stefnt er að söngstund 1. bekkjar í skólanum.
Maximús fer í tónlistarskóla eftir Hallfríði Ólafsdóttur. Sýning í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Austurlands - tónleikar. Dagsetning liggur ekki fyrir.
2. bekkur
Maximús fer í tónlistarskóla eftir Hallfríði Ólafsdóttur. Sýning í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Austurlands - tónleikar. Dagsetning liggur ekki fyrir.
3. bekkur
Maximús fer í tónlistarskóla eftir Hallfríði Ólafsdóttur. Sýning í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Austurlands - tónleikar. Dagsetning liggur ekki fyrir.
4. bekkur
Bíóbíllin - RIFF, 21. september.
5. bekkur
Rákir - samvinna Katrínar Gunnarsdóttur dansara og Ránar Flygering teiknara. Sýning og vinnusmiðja. 1. október.
6. bekkur
Rákir - samvinna dansarans Katrínar Gunnarsdóttur og teiknarans Ránar Flygering. Sýning og vinnusmiðja. 1. október.
Valþjófsstaðahurðin. Samvinnuverkefni við Minjasafn Austurlands. Teiknimyndasmiðja. Leiðbeinandi er Elín Elísabet Einarsdóttir. Dagsetning liggur ekki fyrir.
7. bekkur
Húsapúsl - Fræðsluverkefni frá Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýning og vinnusmiðja um einingahús í myndlist og byggingarlist. Ferð á Seyðisfjörð og jafnframt heimsókn á Tækniminjasafnið. 8. október.
8. bekkur
Kvikmyndalæsi - samvinnuverkefni við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Námskeið í heimildamyndagerð. Nemendur vinna heimildarmynd út frá eigin lífi, aðstæðum og sýn á lífið. Hugmyndin “jöfn en ekki eins” lögð til grundvallar. Dagsetning liggur ekki fyrir.
9. bekkur
Sunnefa. Leiksýning unnin af leikhópnum Svipir. Höfundur er Árni Friðriksson. Leikstjóri er Þór Túliníus. Verkið byggir á sögu Sunnefu Jónsdóttur, sem var tvisvar sinnum dæmd til dauða á 18. öld fyrir að eignast börn í lausaleik með bróður sínum. Sunnefa varð fræg fyrir að rísa upp gegn yfirvaldinu á Þingvöllum 1743 og segja sannleikann um hver væri raunverulegur faðir barns hennar. Sýnt 22. september.
10. bekkur
Sunnefa. Leiksýning unnin af leikhópnum Svipir. Höfundur er Árni Friðriksson. Leikstjóri er Þór Túliníus. Verkið byggir á sögu Sunnefu Jónsdóttur, sem var tvisvar sinnum dæmd til dauða á 18. öld fyrir að eignast börn í lausaleik með bróður sínum. Sunnefa varð fræg fyrir að rísa upp gegn yfirvaldinu á Þingvöllum 1743 og segja sannleikann um hver væri raunverulegur faðir barns hennar. 22. september.
Valþjófsstaðahurðin. Samvinnuverkefni við Minjasafn Austurlands. Teiknimyndasmiðja. Leiðbeinandi er Elín Elísabet Einarsdóttir. Dagsetning liggur ekki fyrir.