Fréttabréf Síðuskóla
2. bréf - september - skólaárið 2024-2025
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Síðuskóli stendur á tímamótum en fjörtíu ár er síðan skólastarf hófst hér. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð fimmtudaginn 5. september. Dagurinn er tvöfaldur nemendadagur eins og sjá má á skóladagatali 2024-2025. Nemendur mæta að venju klukkan 8:10 að morgni og taka þátt í ýmsum óhefðbundnum verkefnum á skólatíma. Nemendur mæta síðan aftur í skólann klukkan 15:30 í sína heimastofu. Þar verða þeir með umsjónarkennara en klukkan 16:00 verður safnast saman í íþróttasal þar sem hátíðarathöfn fer fram. Foreldrar/forráðamenn eru þar hjartanlega velkomnir og vonumst við til að sjá sem flest. Að lokinni dagskrá í íþróttasal verður skrúðganga þar sem nemendur og þeir gestir sem kjósa ganga fylktu liði um hverfið. Að því loknu verður boðið upp á kaffi og afmælistertu. Einnig verða hoppukastalar á svæðinu og húllumhæ í íþróttasalnum.
Nemendur verða í umsjón kennara fram yfir skrúðgöngu en að henni lokinni er reiknað með að foreldrar taki við. Ef einhverjir eiga ekki heimangengt og óska eftir að starfsmenn skólans hafi eftirlit með börnunum til klukkan 18:00 þá vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara.
Með góðri kveðju!
Ólöf, Malli og Helga
Dagskrá
Kl. 8.10 Nemendur mæta í heimastofur
Kl. 8.15 Allir mæta í íþróttahús og raða sér í hring meðfram, afmælissöngur, skipulag
Kl.8.40 Stöðvavinna hefst 80 mín (4 stöðvar)
Kl. 10-10.30 Frímínútur og nesti
Kl. 10.30-12.10 Stöðvavinna heldur áfram 100 mín (5 stöðvar)
Kl. 12.20-13 Matur/grill - hamborgarar, franskar (fá foreldrafélag til aðstoðar)
Kl. 13-15.30 Hlé/Frístund
Kl. 15.30-16 Nemendur mæta til umsjónarkennara í heimastofur
Kl. 16-18 Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Hátíðardagskrá hefst í íþróttahúsi sem
lýkur með skrúðgöngu um Síðuhverfi. Þá er öllum boðið upp á afmælistertu.