
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVERA
OKTÓBER
OKTÓBER
- 7.-8.október - Obba og Þórdís á námsstefnu skólastjóra í Reykjavík.
- 11.október Skipulagsdagur-frídagur nemenda.
- 12.október Samskiptadagur - nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.
- 13.október Leikjadagur (áður keppnisdagar).
- 14.október Leikjadagur.
- 14.október Gunni og Felix koma í heimsókn.
- 22.október - fyrsti vetrardagur.
- 24.október Vetrarfrí.
- 25.október Vetrarfrí.
NÆSTA VIKA
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
Þriðjudagur 04.október
- 14:20 - 15:50 Fagfundur, kynning á Grænfánanum og fleira (starfsmannafundur frestast til 11.október).
Miðvikudagur 05.október
- Góður dagur til að lesa heima.
Fimmtudagur 06.október
- 14:20 - 15:50 Teymisfundur.
- Leiðsagnarnám.
Föstudagur 07.október
- Nemendur fara í gott helgarfrí.
Athugið að samkvæmt skóladagatali:
- 11.október - skipulagsdagur.
- 12.október - samskiptadagur
https://www.djupavogsskoli.is/_files/ugd/ea0373_6fad1afa261e41368e6d920465f1fa67.pdf
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
TAKATILÍÍSKÁPNUM PASTA
Frá heimilisfræðinni – Takatilíísskápnum pasta
Í liðinni viku lærðu nemendur að nýta það sem er til í ísskápnum til að matreiða. Að þessu sinni gerðu þau pasta þar sem þau fengu grunn: rjóma, rjómaost og pasta. Svo gátu þau valið hvað færi í sósuna. Það sem var til í ísskápnum var pepperoni, skinka, beikon, paprika, blaðlaukur og sveppir. Vinsælasta útfærslan var kjötmetið og smá paprika, þau voru flest ekki spennt fyrir sveppum og blaðlauk. Mið- og unglingastig unnu 2 og 2 saman á stöðvum en yngsta stigið vann þetta í sameiningu og voru þá helst að æfa sig í að skera niður hráefnið. Pastað sló í gegn og borðuðu þau nánast öll með bestu lyst þannig að endilega búið ykkur undir það að það verði tekið til í ísskápnum hjá ykkur reglulega.
HAFRABRAUÐ
Hafrabrauð
Í þessari viku gerðu nemendur á öllum stigum hafrabrauð. Þau æfðu sig í að fara eftir einfaldri uppskrift, nota mælitæki og eldhúsáhöld, hnoða og móta brauð. Mið- og unglingastig unnu sjálfstætt á stöðvum 2 og 2 saman en yngsta stig vann þetta í sameiningu með meiri aðstoð frá kennara. Uppskrift var fengin úr bókinni Heimilisfræði 4 https://mms.is/namsefni/heimilisfraedi-4-rafbok
Fyrir 1-2
1 dl heitt vatn
½ dl köld mjólk
1 msk. matarolía
3 tsk. þurrger
1 tsk. sykur
½ tsk. salt
1 msk. sesamfræ
1 dl haframjöl
3 dl hveiti
1. Stillið ofninn á 200°C og blástur.
2. Mælið í skál vatn, mjólk og olíu og hrærið saman.
3. Bætið öllu í skálina, nema 1 dl af hveiti.
4. Hrærið vel og bætið síðan þriðja dl af hveitinu saman við og hrærið.
5. Hnoðið deigið á borðinu og bætið við hveiti ef þarf.
6. Munið að deigið á að vera næstum því klístrað. Það er alls ekki gott að hafa það of þurrt. 7. Mótið deigið í eitt eða tvö brauð.
8. Látið brauðin á bökunarplötu með pappír á og penslið með mjólk.
9. Látið brauðin lyfta sér í 10–20 mínútur eftir því hvað þið hafið mikinn tíma. Það er best að láta þau lyfta sér eins lengi og hægt er.
10. Bakið í 10–15 mínútur.
STARFSKYNNING
Hér má sjá myndir af nemendum sem fóru í starfskynningu. Starfskynning er valgrein sem Unnur kennir. Hópurinn heimsækir vinnustaði, ýmist í litlum hópum eða öll í einum hóp. Einnig munu nemendur fá gesti í heimsókn sem segja frá sínu starfi.
Hér má sjá myndir frá heimsókn nemenda í Búlandstind, Við voginn, Samsteypufélagið, Íþróttamiðstöðina og Lefever Sauce Co.
SVAVARS SAMVERA
Í gær var samveran tileinkuðum prinsinum, Svavari Pétri Eysteinssyni, sem lést í vikunni aðeins 45 ára gamall.
William Óðinn minntist Svavars af miklum vinskap, einlægni og fegurð þar sem hann dró fram töfra Svavars sem manneskju, húmorista, listamanns og lífskúnstner. Hvernig Svavar fann meistaralega það fallega, skemmtilega, listræna og húmoríska í hversdeginum og gerði það sérstakt og mikilvægt, sem minnir okkur öll á að muna á hverjum degi að í raun og veru snýst lífið um það alla daga.
Nemendur á yngsta stigi báðu um að fá að gera kórónur í listatíma hjá Helgu, en gula kórónan er aðalsmerki Prins Póló og táknrænt fyrir nálgun Svavars í hvernig hið einfalda og venjulega er í rauninni það merkilegasta og besta.
Bella og Hera stóðu fyrir glærusýningu, Ásdís kom með eitt af listaverkum prinsins, Þórdís og Berglind fluttu ,,When I think of angels“ og við enduðum á að dansa öll saman við eitt vinsælasta lag prinsins, París Norðursins.
Svavar nýtti sína okru og sköpunarkraft vel og okkar samfélag naut góðs af því. Svavar tók m.a. virkan þátt í starfi Foreldrafélags Djúpavogsskóla.
Elsku Svavar Pétur AldísarogEysteinsson Häsler. Með þakklæti og vinskap þökkum við þér samfylgdina og óskum þér góðrar ferðar.