Tæknótíðindi
27. september 2024
Dagsetningar framundan
- 23. september - 11. október - Kennslumat í Innu
Vel heppnaður Tækniskóladagur 🥳
Tækniskóladagurinn var haldinn í vikunni og er óhætt að segja að hann hafi lukkast afar vel 👏
Yfir 50 viðburðir þar sem nemendur og starfsfólk gat valið um áhugaverða fyrirlestra í húsi eða farið í heimsókn til fjölbreyttra fyrirtækja í atvinnulífinu 👌 Nemendur voru að vanda til mikillar fyrirmyndar.
Kennslumat og ábendingakerfi
Kennslumat fyrir fyrri spönn haustannar er nú opið í Innu. Nemendur nálgast kennslumatið á forsíðu Innu.
Kennslumat er lagt fyrir hjá úrtaki kennara / áfanga og er þátttaka nemenda mjög mikilvæg. Með kennslumati gefst nemendum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hjálpa okkur við að gera góðan skóla enn betri. Nemendur sem eru í áföngum þar sem kennslumat er lagt fyrir þessu sinni hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um kennslumatið.
Nemendur og aðrir hagsmunaaðilar geta einnig komið ábendingum, kvörtunum og hrósi á framfæri í gegnum ábendingakerfi á vefsíðu skólans.
Klúbbakvöld á miðvikudögum
Allir nemendur Tækniskólans geta stofnað klúbb. Stjórn ENIAC aðstoðar t.d. við að finna aðstöðu í skólanum, fá spil og þess háttar.
Á klúbbakvöldum er starfsfólk skólans til staðar til að aðstoða nemendur - hvort sem er til að leiðbeina um þá klúbba sem eru í gangi eða til að leiðbeina um stofnun klúbba.
Tónlistarklúbbur
Hittast í hátíðarsalnum á Háteigsvegi og spila á hljóðfæri saman.
Anime klúbbur
Fighting Game klúbbur
Furry klúbbur
Dungeons & Dragons klúbbar
Minecraft klúbbur
Eniac er með Minecraft server þar sem hægt er að spila saman og eru oft viðburðir í gangi á servernum.
Magic the Gathering (Magic ... MTG)
Magic the Gathering er kortaspil og ætlar klúbburinn að spila útgáfu af leiknum sem kallast ,,commander."
Böllin
Mars - leikfélag Tækniskólans
Á myndinni má sjá leikfélagið á fyrsta fundi skólaársins
Gettu betur
Nemendur Tækniskólans taka þátt í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Inntökuprófum fyrir þátttöku í liðinu í ár lauk nú í vikunni.
Heiður, hinsegin félag Tækniskólans
Heiður er félag hinsegin nemenda í Tækniskólanum. Félagið er hagsmuna- og skemmtifélag og sér meðal annars um hittinga og viðburði í öruggu umhverfi.
Hinsegin félagið hittist á mánudögum á Skólavörðuholti í stofu 400 frá kl. 17 - 21.
Netfang: heidur@tskoli.is
Rafíþróttalið Tækniskólans
FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021. Tækniskólinn er tvöfaldur sigurvegari FRÍS, 2021 og 2022.
Æfingar eru í umsjón Vigfúsar Karls Steinssonar (vks@tskoli.is) en lið skólans æfir reglulega og hittist vikulega á fundum.