Tæknótíðindi
29. október 2024
Dagsetningar framundan
- 30. otkóber - hrekkjavökuklúbbakvöld
- 13. nóvember - miðvikudagur - skólaball (haldið með Borgó, FB, FÁ og FMOS)
- 18. nóvember - mánudagur
- Miðspannarmat birt
- Kennslumat fyrir áfanga á önn og seinni spönn opnað
Halloweenklúbbakvöld 🎃 👻
Miðvikudaginn, 30. október, verður hrekkjavaka á klúbbakvöldi 👻 💀
Klúbbakvöld eru alla miðvikudaga (þ.e. þegar eru kennsludagar) kl. 17:00 - 21:00 og eru haldin í húsnæði Tækniskólans á Háteigsvegi.
Stjórn ENIAC, sem hefur umsjón með klúbbakvöldum, hvetur öll til að mæta í búningi 👹
og veitir verðlaun fyrir þau sem skara fram úr. Verðlaun verða einnig veitt fyrir skelfilegasta graskerið 🎃 í skelfikerakeppninni. Klúbbakvöld eru auglýst á Discord.
Slaufan, nýnemaball Tækniskólans gekk vel 👏👏
Nemendur Tækniskólans voru til fyrirmyndar á nýnemaballinu sem haldið var þann 23. okt. 🤩 Krakkarnir voru jákvæðir og skemmtilegir og hafði gæslan orð á því hvað þeir væru kurteisir 🥰
Einnig er gaman að segja frá því að foreldrar voru til staðar, á foreldraröltinu fyrir utan ballið, sem er mikilvægur liður í að halda utan um krakkana okkar. Takk kæru foreldrar 🙏
Ef það er eitthvað sem fór fram hjá okkur starfsfólki á ballinu eða sem betur mætti fara, má senda tölvupóst til Lilju Óskar, verkefnastjóra forvarna og félagslífs: lom@tskoli.is.
Næsta ball er miðvikudaginn 13. nóvember. Það er ekki venjan, að það sé svona stutt á milli dansleikja, en það er auðvitað vegna þess að nýnemaballinu í september var frestað.
Bleikur dagur
Kennslumat fyrri spannar - niðurstöður
Takk fyrir góða þátttöku í kennslumati kæru nemendur 🙏 Við náðum 81% svarhlufalli sem er frábær árangur 👏👏
Kennslumat er lagt fyrir 4 sinnum á skólaári, einu sinni á hverri spönn.
Unnið er með úrtak og því ekki allir áfangar eða kennarar í kennslumati hverju sinni. Ef nemendur eða foreldrar vilja koma einhverju á framfæri varðandi áfanga (aðbúnað, kennslu eða annað) á öðrum tíma er alltaf hægt að senda inn í gegnum ábendingakerfið á vefsíðu skólans.
Gæðamarkmið - mæld í kennslumati
Hér fyrir neðan má svo sjá niðurstöður kennslumats gagnvart þeim lykilspurningum sem nýttar eru til að meta árangur skólans gagnvart gæðamælikvörðum. Í báðum mælikvörðunum er miðað við 80% ánægju nemenda (sammála + mjög sammála) og er því óhætt að segja að þetta sé góður árangur.