

Tæknótíðindi
22. nóvember 2024
Dagsetningar framundan
- 26. og 27. nóvember - Pælum í pólitík
- 28. nóvember - Litlu jól framhaldsskólanna
- 29. nóvember - Fullveldiskaffi
Pælum í pólitík - fulltrúar stjórnmálaflokka í pallborði
Alþingiskosningar verða haldnar þann 30. nóvember næstkomandi. Af því tilefni býður Tækniskólinn til pallborðsumræðna með fulltrúum stjórnmálaflokkanna dagana 26. og 27. nóvember.
Nemendum skólans verður gefið tækifæri til þess að koma spurningum á framfæri, strax á mánudagsmorgni, með því að senda þær í gegnum „story“ hjá Tækniskólanum á Instagram.
26. nóvember kl. 12:20
- Háteigsvegur – Hátíðarsalur
- Hafnarfjörður – Matsalur nemenda
27. nóvember klukkan 12:20
- Skólavörðuholt – Matsalur nemenda
Dagskrá og nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá á vefsíðu Tækniskólans.
Litlu jól famhaldsskólanna
Langar þig að upplifa kósý jólastemningu?
MS, FÁ og Tæknó halda Litlu jól framhaldsskólanna fimmtudaginn 28. nóvember kl. 14:00–16:00.
Þá eru einmitt 26 dagar til jóla og því ekki seinna vænna að komast í gott jólaskap, gæða sér á kakói, hlusta á jólatónlist, styrkja góðgerðamál, föndra, næla sér í jólafötin á fataskiptimarkaði og eiga góða samverustund með vinum.
Nemendur Tækniskólans geta skráð sig hér og fá leyfi í tíma ef þeir mæta. Lilja Ósk starfsmaður skólans verður við kakóstöðina með nafnalista og skráir mætingu.
Láttu sjá þig á litlu – en risastóru jólum framhaldsskólanna!
Fullveldiskaffi
Kaffið verður haldið föstudaginn 29. nóvember og hefst kl. 9:50 í matsal nemenda á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti.
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til þess að mæta spariklædd þennan dag.
Brunaæfing
Þegar bjallan fer í gang eiga öll að fara út og fylgja fyrirmælum þeirra sem eru í gulum vestum. Enginn má fara inn í húsin fyrr en bjallan er hætt að hringja. Áætlað er að æfingin taki um 15 til 20 mínútur ef vel gengur.
Hér má sjá rýmingaráætlun Tækniskólans og við hvetjum ykkur einnig til að horfa á rýmingarmyndbandið hér að neðan.
Tölvuþjónusta Tækniskólans
Tölvuþjónusta Tækniskólans:
- Á Skólavörðuholti (2. hæð) – s. 514 9050
- Á Háteigsvegi (2. hæð) – s. 514 9051
- Í Hafnarfirði (2. hæð) – s. 514 9052
Einnig er hægt að hafa samband við tölvuþjónustuna í gegnum netfangið tolvuthjonusta@tskoli.is
- Skólanetfang
Þessi aðgangur gildir að tölvum í skólanum og að Microsoft aðgangi nemenda - Lykilorð
Hvernig er hægt að fá nýtt lykilorð - GitHub
Gefur nemendum Tækniskólans aðgang að ýmsum forritum
Endilega smellið á myndina hér að neðan til að sjá hvaða fleiri gagnlegar leiðbeiningar sem má finna á síðu tölvuþjónustunnar.
Vel heppnaður skólafundur
Takk fyrir ykkar framlag!