Tæknótíðindi
4. október 2024
Dagsetningar framundan
- 11. október - föstudagur: Lokadagur kennslumats fyrri spannar í Innu
- 14. október- mánudagur: Námsmatsdagur / Miðannarmat
- 15. október - þriðjudagur: Námsmatsdagur
- 16. október - miðvikudagur: Starfsdagur - skóli lokaður
- 17. október - fimmtudagur: Spönn 2 hefst
- 23. október - miðvikudagur: Nýnemaball
Nýnemaball
Skólaráðsfundur
Skólaráð Tækniskólans fundaði í vikunni en ráðið er dýrmætur samráðsvettvangur stjórnenda við nemendur og starfsfólk.
Að vanda var margt rætt. Við sumu var hægt að bregðast strax, s.s. ábendingum um aðstöðu á salernum í skólanum. Annað verður ígrundað nánar og tekið upp á næsta fundi, s.s. símamál í kennslustundum og umfjöllunarefni á komandi skólafundi.
Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn 2024 var í vikunni og í tilefni dagsins var slegið upp íþróttaleikum í Tækniskólanum. Þar kepptu nemendur í ,,borðtenniskúlukasti", í planka og 90° setu upp við vegg. Er óhætt að segja að leikarnir hafi verið hinir líflegustu í öllum húsum og nemendur virkir í þátttöku.
Í næstu viku verður fræðsla í tengslum við forvarnardaginn í Hvað hópum hjá nýnemum en megin markhópar forvarnardagsins eru nemendur á fyrsta ári framhaldsskólans og 9. bekkur grunnskólans.
Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna
Í tilefni forvarnardagsins verður áhersla Tæknótíðinda að þessu sinni á forvarnir og upplýsingar um úrræði, hvert er hægt að leita þegar okkur er vandi á höndum. Hjálpin er víða til staðar og mikilvægt að nýta sér hana þegar þörf er á.
Einnig er hér sérstaklega bent á þrjá verndandi þætti í lífi barna og ungmenna;
- Samvera
- Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi
- Leyfum heilanum að þroskast
Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í SKIPULÖGÐU ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARFI skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og ungmenna. Þau ungmenni sem taka þátt í skipulögðu starfi eru líklegri til að ná árangri, hvort sem um ræðir til dæmis íþróttir, tónlist, starf í skátum, félagsmiðstövum eða ungmennahúsum. Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins. Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Rannsóknir hafa sýnt að SAMVERA með fjölskyldu skiptir hvað mestu máli þegar kemur að vellíðan ungs fólks. Þau ungmenni sem eiga uppbyggilega samveru með foreldrum og vinum, og fá stuðning eru líklegri til að, ná betri árangri í lífinu. Verum til staðar fyrir hvort annað. Stuðningur foreldra skiptir máli!
Leyfum heilanum að þroskast því hann er að mótast fram yfir 20 ára aldur. Áfengi hefur slæm áhrif á þroska heilans því skiptir máli að taka upplýsta ákvörðun um að fresta því að drekka áfengi eða sleppa því alveg. Koffín, nikótín og önnur örvandi efni ætti að forðast og huga að góðum nætursvefni, næringu og hreyfingu. Hvert ár skiptir máli - Gefum heilanum tækifæri til að þroskast!
Sjúkt spjall
Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum til að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi.
Á spjallinu talar þú við Sjúkást ráðgjafa sem eru þjálfaðir af Stígamótum og geta veitt aðstoð, stuðning og upplýsingar um ýmislegt sem tengist samskiptum og ofbeldi. Þú kemur inn á spjallið á eigin forsendum og þarft ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Hjálparsími og netpjall 1717
Neyðarmóttakan
Neyðarmóttakan
Neyðarmóttakan er fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún er staðsett á Bráðamóttökunni á Landspítalanum í Fossvogi.
Markmið neyðarmóttöku er að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttöku er að draga úr eða andlegar og líkamlegar afleiðingar kynferðisofbeldis.
Bergið - headspace
Bergið er stuðnings og ráðgjafasetur fyrir ungmenni frá 12 - 25 ára.
Þar er veittur stuðningur og fræðsla og leitað leiða til að bæta líðan og efla virkni ungmenna. Miðað er að því að efla þátttöku og þekkingu ungmenna sem og að auka tengsl þeirra við samfélagið.
Hitt húsið
Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára á sviði menningar og lista, tómstunda, upplýsinga og ráðgjafar, atvinnumála og forvarna.
Í Hinu Húsinu getur ungt fólk nýtt sér aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda og fleira. Ýmis félög og samtök ungs fólks hafa aðstöðu í Hinu Húsinu.
Vinfús er hópastarf í Hinu Húsinu fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Hópurinn er er fyrir öll sem langar að kynnast nýju fólki. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.
Hópurinn hittist vikulega í Hinu Húsinu og starfsemin fer bæði fram innan- og utanhúss. Dagskráin er skipulögð af starfsmönnum okkar í samstarfi við hópinn sjálfan. Hópstjórar hafa bæði mikla reynslu og þekkingu á því að starfa með ungu fólki.
Píeta samtökin
Píeta samtökin veita fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra.
Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Bjarkarhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.