F
Fréttir úr Heiðinni
Nú er 10. vikan að ljúka af þessu skólaári og ansi mikið búið að gerast í starfinu okkar. Í þessu fréttabréfi förum við yfir það helsta og segjum einnig frá öðrum verkefnum og viðburðum.
Við hvetjum alla til að ganga í skólann og nota endurskinsmerki þar sem það er orðið ansi dimmt á morgnana. Ef nauðsynlegt er að keyra börnin í skólann þá biðjum við ykkur að nota hringtorgið okkar. Þar komast nemendur inn á skólalóðina og geta gengið inn í sína innganga.
Við minnum svo á heimasíðu skólans þar sem við setjum inn fréttir og tilkynningar úr skólastarfinu sem síðan er deilt inn á facebooksíðu skólans.
Með bestu kveðjum úr skólanum
Lóa, María, Þórey, Erla og Heba.
Gróðursetningardagur
Í vor sótti Heiðarskóli um styrk í Yrkjusjóð og fékk úthlutað 469 birkiplöntum sem gróðursettar voru föstudaginn 20. september. Þessi dagur heppnaðist með eindæmum vel og veðrið lék við okkur og hefði ekki getað verið betra. Það gróðursettu allir nemendur Heiðarskóla eina birkiplöntu og stóðu nemendur sig með mikilli prýði og voru skólanum til mikils sóma. Við vorum í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjanesbæjar og gekk það vel og vildu þau skila hróskveðjum til allra nemenda og kennara fyrir vel heppnaðan dag. Þetta verður klárlega endurtekið að ári.
Gulur og bleikur dagur!
Gulur dagur!
Fimmtudaginn 26. september var gulur dagur í Heiðarskóla. Nemendaráð Heiðarskóla voru með gular bollakökur til sölu í skólanum og gáfu allan ágóða til Píeta samtakanna. Nemendur og starfsfólk klæddist gulu þennan dag og allir sem vildu fengu gula bollaköku.
Frábært framtak hjá nemendaráðinu okkar 💛
Bleikur dagur!
Miðvikudaginn 23. október var bleiki dagurinn og ljómaði Heiðarskóli í bleikum lit þennan dag. Bæði nemendur og starfsfólk klæddist bleiku og voru ljósin í inngangi skólans bleik. Sumir komu með bleikt nesti. Vakin var athygli á af hverju við vorum bleik þennan dag.
Veglegur styrkur til skólans.
Góðgerðarfest Blue Car.
Síðastliðin ár hefur Blue bílaleigan staðið fyrir Góðgerðarfest í október og safnað fé sem rennur til góðra málefna. Í ár söfnuðust 25 milljónir sem runnu til 17 mikilvægra málefna. Heiðarskóli fékk afhentan styrk fyrir námsverin okkar Meistaravelli og Þingvelli, sem mun sannarlega nýtast nemendum skólans vel og gerir okkur kleift að að gera skólaumhverfið enn betra fyrir nemendur okkar. Við færum starfsfólki Blue okkar bestu þakkir fyrir veglegan og ómetanlegan styrk og stuðning til skólans.
Ávaxtaáskrift í nestinu
Frá og með 7.október var hægt að kaupa ávaxtahressinginu hjá Skólamat.
Í boði eru 3 týpur af grænmeti og ávöxtum og geta nemendur valið sér ígildi eins ávaxtar daglega.
Ávaxtahressingin er á 157 kr. dagurinn en greiðsluseðill er sendur á þann sem er skráður er fyrir áskrift nemandans. Hægt er að skrá nemendur í ávaxtahressingu frá 1. október á mínum síðum á heimasíðu Skólamatar https://minar.skolamatur.is/
Hvað er svo framundan?
Háttvísidagur - Riddarar Kærleikans
Föstudaginn 8. nóvember er Háttvísidagur Heiðarskóla. Þennan dag munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast kærleika. Þema vinnunnar heitir Riddarar kærleikans.
Starfsdagur - 21. nóvember
Fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur í Heiðarskóla. Þennan dag er ekki skóli hjá nemendum. Frístund er lokuð þennan dag. Dagurinn fer í endurmenntun og fræðslu hjá starfsfólki skólans.
Dagur íslenskrar tungu.
Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Í Heiðarskóla hefur verið hefð fyrir þvi að hafa menningarstundir í kringum þennan dag. Í ár verða þær í vikunni 18. - 22. nóvember. Foreldrar fá boð frá umsjónarkennurum með nánara skipulagi.
Verkfall kennara.
Félagsmenn KÍ hafa boðað til verkfalls í Heiðarskóla frá 25. nóvember til og með 20. desember. Kennarar og stjórnendur Heiðarskóla eru í KÍ og munu þeir því leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Áhrif verkfallsins eru að kennsla mun með öllu falla niður í Heiðarskóla þennan tíma.
Þar sem starfsmenn í Frístund eru ekki félagsmenn í KÍ mun starfsemin þar verða óbreytt ef til verkfalls kemur.
Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum í fjölmiðlum og eins er velkomið að vera í sambandi við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra sem eru undanþegnir verkfalli.
Við vonum að samningsaðilum takist að ná samkomulagi sem fyrst þannig að ekki komi til röskunar í skólanum okkar.
Að lokum.
Á hverjum degi er líf og fjör í skólanun okkar. Hér fer fram öflugt starf, kraftmikið og faglegt. Nemendur skólans eru nú 459 talsins og erum við ansi stolt af þeirri menningu sem hér er og starfinu í skólanum okkar. En aldrei er góð vísa of oft kveðin og því segi ég enn og aftur, við erum öll í sama skólasamfélaginu, nemendur, starfsfólk, foreldrar og forráðamenn. Samfélagi sem er á ábyrgð okkar allra. Ekki hika við að hafa samskipti við skólann, kíkja í heimsókn eða fá upplýsingar sem varða þitt/ykkar barn. Góð samskipti og góð samvinna skilar alltaf betri árangri.
Kær kveðja Lóa