
DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
FEBRÚAR 2022
https://www.djupavogsskoli.is/_files/ugd/ea0373_36f1f5d92c294ea081ccce1b41c8a771.pdf
14.febrúar - Skipulagsdagur
24.febrúar - Vetrarfrí
25.febrúar - Vetrarfrí
28.febrúar - Bolludagur...og það þýðir að Sprengidagur og Öskudagur eru rétt handa við hornið :)
NÆSTA VIKA
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí og kveðjum janúar
Þriðjudagur 01.febrúar
- 14:40 Starfsmannafundur (hefur áhrif á opnun lengdrar viðveru á Helgafelli)
Miðvikudagur 02.febrúar
- Upplagt að staldra við og njóta augnabliksins
Fimmtudagur 03.febrúar
- 14:40 Teymis/fagfundur
Föstudagur 04.febrúar
- Förum hress inn í helgarfrí
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
BREYTTAR REGLUR UM SÓTTVARNIR...EN SAMT EKKI.
Eins og áður þá þarf maður að kafa í þessar reglur og reyna að túlka þær.
Mér sýnast staðan vera þessi:
- 50 nemendur saman í rými
- 50 starfsmenn saman í rými
- Nálægðarregla fer í 1m
Ef ekki er hægt að tryggja 1m á milli þá er gríma.
Þetta er því nokkuð skýrt og í raun ekki nein breyting nema að starfsmenn geta verið fleiri saman en áfram er gríma hjá starfsmönnum eins og áður.
Enn er mikil áhersla á að þrífa alla sameiginlega snertifleti og við höfum lagt okkur fram við það og höldum því áfram. Til að einfalda það þá er mikilvægt að við höldum áfram í sama skipulagi og við höfum verið.
Það er auðvitað þannig að í hefðbundnu skólastarfi eiga foreldrar, sérfræðingar, iðnaðarmenn og fleiri oft erindi inn í skólann. Það er ekki nógu skýrt með hvaða hætti á að opna skólana aftur en ég reikna með því að við gerum það á næstu vikum.
Ég legg áherslu á að við förum varlega áfram, pössum bara upp á að vera alltaf með grímu, sprittum hendur og snertum sem færsta sameiginlega fleti.
Vonandi eru þetta upphafið að því að við getum gert eitthvað sameiginlegt, haldið árshátíð, skólaþing, farið á Héraðsleika og fleira skemmtilegt sem er á skóladagatalinu, miðað við þessar reglur þá stefnir í það.
SKÓLAPÚLS - FORELDRAKÖNNUN
Hér má kynna sér hvernig Skólapúlsinn starfar.
Skólinn er búin að senda þær upplýsingar sem honum ber að skila og Skólapúlsinn sér alfarið um að leggja könnunina fyrir.
Það er mjög mikilvægt fyrir skólann að fá sem flest sjónarmið, upplýsingar úr Skólapúlsinum eru nýttar inn í innra mat skólans og umbótalista.
Eitt af því sem er mjög mikilvægt milli heimilis og skóla er upplýsingaflæði. Ég hef haft þá reglu að upplýsa foreldra með því að senda fréttabréf í vikulok, það væri gaman að fá viðbrögð við því, er þetta leið sem fólki líkar.
Ég reyni auðvitað að senda ykkur tölvupóst þegar ég er með upplýsingar sem ekki geta beðið til vikuloka og einnig reyni ég að flokka upplýsingar í fréttabréfið, þannig að þær upplýsingar nýtist öllum og gefi góða mynd af því hvernig dagarnir eru hjá okkur.
Mér finnst gott að nota þessa leið, þetta fréttabréf er gott stjórntæki fyrir okkur í skólanum, þar geta starfsmenn séð hvað er framundan á skóladagatali og byrjað að undirbúa næstu skref. Fréttabréfið er því mikilvægt gagn fyrir teymis- og fagfundi og annað skipulag í skólanum.
En fyrst og fremst var það hugsað sem gluggi inn í skólann fyrir foreldra og upphaflega byrjaði ég á þessu í fyrsta Covid sprettinum, þegar Signý var skólastjóri, en hún bað mig um að sjá um þetta verkefni.
Ég hélt svo bara áfram með þessa fréttabréf þegar ég var skólastjóri, mér hefur þótt þetta góð leið en nú væri gott að vita hvort að ykkur finnist það líka eða hvort að þið hafið betri hugmynd.
SÍÐASTA VIKA
Austurlandsteymið var með okkur í vikunni, það er ómetanlegt að hafa stuðning frá því teymi en aðeins flóknara að halda utan um það þegar allt þarf að gerast í fjarfundi. En það gengur samt sem áður vel og Covid hefur kennt okkur að það er hægt að halda áfram með flest verkefni þrátt fyrir að þau þurfi að leysa öðrum hætti, við þurfum bara að gefa okkur tíma til að læra nýtt verklag og tileinka okkur það.
Tvo daga í viku fáum við listmeðferðafræðing til okkar og síðustu vikur hefur hún hitt nemendur í fjarfundi og það hefur líka gengið vel. Í upphafi Covid töluðum við stundum um að við værum í rafrænu-maraþonhlaupi alla daga :) mér finnst við vera að ná góðum tökum á þessu hlaupi, við erum að fara þetta á betri tíma :)
Stundartöflur eru tilbúnar en við eigum aðeins eftir að færa starfsfólk á milli kennslustunda og gæslutíma, þetta skilar sér allt inn á Mentor á næstu dögum. Karen er að safna saman upplýsingum og heldur utan um þetta af mikilli snilld. Í Djúpavogsskóla er einstaklega lausnarmiðaður hópur og síðustu vikur hafa sýnt það. Í manneklu höfum við skipt niður verkefnum og það er alveg magnað að sjá hvernig allir hjálpast að og leysa verkefnin sem koma upp.
Þar sem Covid setti allt á hliðina í upphafi árs höfum við ekki náð að halda starfsmannafund og við finnum aðeins fyrir því, það er svo mikilvægt að allir starfsmenn séu vel upplýstir um ýmiskonar verklag sem fylgir breytingum á stundartöflu eða kennsluháttum.
En miðað við nýju sóttvarnarreglurnar þá getum við haft starfsmannafund þar sem allir geta mætt. Sá fundur er á dagskrá á þriðjudaginn og mig langar að biðja þá sem eiga börn í lengdri viðveru (frístund) að sækja þau fyrir 14:30 svo starfsmenn frístundar geti mætt.
Í Múlaþingi er lengd viðvera kölluð frístund, þetta hefur aðeins valdið ruglingi hjá okkur, á sameiginlegum fundum veit engin hvað ég er að tala um þegar ég tala um viðveru :) ég er því að reyna að venja mig á að breyta þessu í mínum kolli og til að rugla ykkur ekki þá er ég sem sagt að tala um viðveruna okkar þegar ég tala um frístund :) þetta hlýtur að samræmast með tímanum :)
Nemendur á yngstastigi eru byrjaðir að kynda undir stemmingu fyrir árshátíð og á gangi skólans má sjá þetta :)
HAKUNA MATATA - ENGAR ÁHYGGJUR - EKKERT VANDAMÁL
Samkvæmt heimildum af internetinu er Hakuna Matata orðasamband úr Svahílí eða svahílí, tungumál sem talað er í Austur-Afríku, sem hefur verið undir áhrifum frá arabísku og öðrum tungumálum.
Tjáningin Hakuna þýðir „það er ekki“, og tjáningin Matata þýðir 'vandræði'. Þess vegna þýðir setningin bókstaflega "ekkert vandamál." en er einnig notað sem "engar áhyggjur"
Orðasambandið er mikið notað í löndum eins og Zanzibar, Tansaníu og Kenýa til að gefa til kynna „allt sé í lagi“ eða „ekki hafa áhyggjur, eða vera ánægður“.
Eins og ég segi þá eru þessar upplýsingar fengnar að láni frá internetinu góða og ef rétt reynist þá mæli ég með því að við syngjum þetta saman næstu vikurnar, hver með sínu nefi :) það virkaði vel fyrir Timon og Pumba :)
Enska
https://www.youtube.com/watch?v=BAoCYwefq1A
Íslenska
https://www.youtube.com/watch?v=Fd3YBciXE6U
Pólska
SKÓLABÓKASAFNIÐ Á GANGINUM
Það þarf enn að skrá bækurnar á bókasfnið eins og áður, við erum ekki að finna upp hjólið hér, margir skólar eru að prófa sig áfram með svipað skipulag, við sjáum hvert þetta leiðir okkur.
Grunnflokkað eftir stigum (unglinga-mið og yngstastig).
Ákveðnir bókaflokkar settir saman fyrir þá sem vilja framhald.
Ákveðnir höfundar flokkaðir saman.
Einnig eru bækur flokkaðar eftir kennslugreinum, t.d. eru bækur sem tengjast náttúru- og samfélagsfræði saman.
Í einni hillu má finna bækur sem tengjast dýrum.
Svo eru ýmsir aðrir flokkar og svo er alltaf hægt að bæta við og breyta.
Í janúar og febrúar fá bókasöfnin sendan útsölulista og þá er stór hluti af bókum keypur.
Í næstu viku koma því inn mikið af nýjum bókum.
Bækur sem tengjast Byrjendalæsi sem nýttar eru í kennslu á yngstastigi.
Höldum áfram veginn saman.
Bestu kveðjur til ykkar og hakuna matata :)
Starfsfólk Djúpavogsskóla