
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
DESEMBER
- 09.desember - Kósýkaffihús, vöfflubakstur, opið á bókasafninu frá 10:00-12:00, eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta. Þessi dagur er líka rauður/jóla-peysu eða náttfatadagur. Nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta jólalegaklæddir.
- 13.desember - Signý Óskarsdóttir kemur í heimsókn og fer yfir Elf verkefnið.
- 14.desember - Jólatónleikar Tónlistarskóla Djúpavogs.
- 15.desember - Jólakorta-kassarnir verða tilbúnir.
- 20.desember - Stofujól.
NÆSTA VIKA
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
- 14:30 - Leiðsagnarnám
Þriðjudagur 6.desember
- 14:20 Jólakósý - starfsmannafundur
Miðvikudagur 7.desember
- Góður dagur til að skrifa jólakveðju.
Fimmtudagur 8.desember
- 14:20 - Skapandi stærðfræði
Föstudagur 9.desember
- Kósýkaffihús
- 10:00 - 12:00 Bókasafnið opið, allir velkomnir, hvetjum eldra fólkið okkar sérstaklega til að mæta.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
ÚR HEIMILISFRÆÐI
Í síðustu viku byrjuðu nemendur að gera piparkökuhús. Ferlið er langt því fór þessi vika í það einnig og í næstu viku munu þau klára meistaraverkin og koma með þau heim. Meðfylgjandi er uppskriftin af piparkökudeiginu sem er mjög meðfærilegt og glassúr.
Piparkökudeig
- 250 gr Dan sukker sykur (annar sykur of grófur í þessa uppskrift þar sem hún er ekki hituð)
- 250 gr smjörlíki (við stofuhita)
- 700-750 gr hveiti
- 2 tsk negull
- 2 tsk engifer
- 4 tsk kanill
- 2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk pipar
- 2 dl sýróp
- 1 dl mjólk
- Allt sett í skálina og hnoðað saman með höndunum eða í hrærivél. Bætið við smá hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt.
- Fletjið út frekar þunnt og skerið út formið fyrir piparkökuhúsið.
- Bakið við 180°C í 8-10 mínútur.
Glassúr
· 2 stórar eggjahvítur
· 2 2/3 bolli sigtaður flórsykur
· Nokkrir dropar af sítrónusafa
· Gel matarlitur
1. Eggjahvítum og 1 1/3 bolli flórsykrinum er hrært saman með t.d. gaffli.
2. Restinni af flórsykrinum er þeytt saman við með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan er orðin stífþeytt. Stundum þarf að bæta flórsykri saman við til að gera blönduna þykkari.
3. Nokkrum dropum af sítrónusafa er hrært saman við.
4. Ef þú ætlar að hafa kremið með lit er matarliturinn settur saman við.
Ef þér er illa við að nota hráar eggjahvítur þá er hægt að hita blönduna í örbylgjuofni í ca. 30-40 sek., blandan má ekki verða heitari en 80°C. Það er mjög gott ráð að setja raka tusku yfir skálina sem glassúrinn er geymd í. Nú er hægt að sprauta blöndunni á smákökurnar, piparkökurhúsið eða það sem þú ætlar að nota það í. Hægt að gera með skreytingarpenna, plastpoka með örlitlu gati eða kramarhúsi.
STJÖRNUVER Í HEIMSÓKN
Í gær kom Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og stjörnufræðingur í heimsókn til okkar. Hann setti upp stjörnuverið sitt í íþróttahúsið og bauð öllum nemendum í stafræna geimferð, þar sem áhersla var lögð á að skoða hvernig fólk nýtti stjörnuhimininn sem leiðarvísir í ferðum sínum á árum áður. Þar lærðu nemendur t.d. að finna ,,Pólstjörnuna" út frá ,,Karlsvagninum".
Að auki fôru nemendur í skoðunarferð um reikistjörnurnar, ytra og innra kerfi, upplifðu mestu öfgar samspils hita og kulda í geimnum auk þess sem við kíktum í skoðunarferð um og inn í sólina. Elstu nemendur fengu svo að kíkja snögglega að endamörkum hins ,,sýnilega heims".
Ein af mikilvægum niðurstöðum þessa ,,geimferðalags" er hversu verðmæt jörðin er með lífheiminn sinn, og hversu mikilvægt er að hugsa vel um hana.
FRÁ YNGSTASTIGI
MYNDIR FRÁ MIÐSTIGI
FRÁ UNGLINGASTIGI
Nemendur voru líka mjög spenntir fyrir stjörnuskoðun í íþróttahúsinu og settu upp sinn eigin stjörnuhiminn í A2.
FRÁ BÓKASAFNI
Hér má sjá Rúnu í Grænuhlíð og Kristrúnu spjalla við strákana um jólahald, jólabækur, eldgos, blóðpönnukökur, músastiga og síðar barst talið að heimsmeistarakeppni í fótbolta og stóri Atlasinn var tekinn fram og grúskað í landafræði. Alveg dásamleg stund, vonandi mæta fleiri á næsta föstudag 09.desember, strákunum fannst þetta það góð stund að þeir báðu um að fá að koma aftur næst :)
Mikið er það gott að við getum aftur búið okkur til viðburði og tækifæri til að vera saman, nýtum það eins vel og við getum.
Eins og sést þá var margt að gerast hjá okkur í þessari viku.
Nemendum í unglingadeild var boðið á ball á Höfn og foreldrafélagið tók að sér að fara með þá sem það vildu.
Þórdís fór til Reykjavíkur á miðvikudaginn og tók þátt í vinnustofu í sambandi við þátttöku okkar sem heilsueflandi skóli. Það er mjög spennandi verkefni sem við kynnum betur fyrir ykkur fljótlega.
Á morgun ætlar nemandi úr Djúpavogsskóla að tendra ljós á jólatréð á Bjargstúni.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Starsfólk Djúpavogsskóla