Fréttabréf Síðuskóla
3. bréf - október - skólaárið 2024-2025
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
September var viðburðaríkur í skólanum og þökkum við öllum þeim sem komu og glöddust með okkur á 40 ára afmæli skólans fyrir. Einnig þökkum við FOKS kærlega fyrir rausnarlegar gjafir og velvild í okkar garð.
Áfram heldur starfið hjá okkur í skólanum og nú er bleikur október tekinn við.
Í þessum mánuði er nokkuð af óhefðbundnum skóladögum hjá okkur. Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 2. október og samtalsdagar verða hjá okkur fimmtudaginn 17. október og föstudaginn 18. október. Hér neðar í póstinum eru nánari upplýsingar um viðtölin og bókun viðtala. Haustfrí er hjá grunnskólum Akureyrarbæjar 21. og 22. október. Við höldum svo að sjálfsögðu upp á Bleika daginn sem að þessu sinni verður miðvikudaginn 23. október. Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma.
Starfsáætlun Síðuskóla skólaárið 2024-2025 er aðgengileg á heimasíðu skólans. Við reynum að uppfæra hana reglulega með nýjum fréttum úr skólastarfinu. Einnig er facebooksíða sem heitir Síðuskóli, þar er fréttum af heimasíðunni deilt.
Með góðri kveðju úr skólanum!
Ólöf, Malli og Helga
Samtalsdagar 17. og 18. október
Náttúrufræðingur Síðuskóla
Náttúrufræðingur Síðuskóla fór fram á Degi íslenskrar náttúru, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi.
Í ár varð Birta Ýr Sveinbjörnsdóttir í 6. bekk hlutskörpust og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2024.
Eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur:
Lárus Daði Bernharðsson, 3. bekk
Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 3. bekk
Bjarki Freyr Hannesson, 4. bekk
Óliver Andri Einarsson, 7. bekk
Sara Björk Kristjánsdóttir, 5. bekk
Karólína Hanna Guðmundsdóttir, 6. bekk
María Líf Snævarsdóttir, 8. bekk
Sveinbjörn Heiðar Stefánsson, 8. bekk
Hekla Björg Eyþórsdóttir, 9. bekk
Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 9. bekk
Við óskum öllum þessum nemendum innilega til hamingju.
Birta Ýr Náttúrufræðingur Síðuskóla
Allir mættir á sal
Viðurkenningar veittar
Lestrarátak í gangi dagana 23. september - 11. október
Lestrarátak er í ganig hjá öllum árgöngum þar sem þeir keppa sín á milli í lestri. Þá eiga allir að lesa á hverjum degi bæði í skóla og heima, taka tímann og skrá. Mínútufjöldi árgangsins verður lagður saman og tekinn meðallestrartími. Átakið stendur í 14 virka daga (vissulega má lesa um helgar og bæta á einhvern af virku dögunum) og sá árgangur sem les í flestar mínútur á hverju stigi fær verðlaun. Þarna er tækifæri til að setjast með börnum sínum og allir lesa í einhvern ákveðinn tíma hvern dag.
Við kíktum í heimsókn í 3. bekk þar sem nemendur voru niðursokknir í lestur.
Myndir frá afmælisdeginum
Fuglar unnir úr leir
Nemendur í 6. bekk völdu sér fugl og unnu hann úr leir í sjónlistum. Hér eru sýnishorn af glæsilegum afrakstri.
Aðalfundur FOKS
Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS verður haldinn fimmtudaginn 3. október klukkan 20 í stofu A6 (gengið inn um starfsmannainngang).
Fyrir fundinn klukkan 19:00 ætlar Foreldrafélag Síðuskóla að bjóða upp á fyrirlesturinn "Hvað triggerar þig?" sem Aðalheiður Sigurðardóttir flytur og hér má finna upplýsingar um fyrirlesturinn.
https://www.egerunik.is/ad-na-stjorn-a-triggerum
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur félagsins lagður fram
4. Kosning í stjórn og nefndir
5. Ákvörðun um árgjald félagsins
6. Önnur mál
Stjórn FOKS vonast til að sjá sem flesta á fundinum.
Kveðja, stjórn FOKS.
Á döfinni
Skipulagsdagur starfsfólks - frídagur hjá nemendum
Frístund opin allan daginn
17. og 18. október
Samtalsdagar
Frístund opin allan daginn
21. og 22. október
Haustfrí í grunnskólum Akureyrarbæjar
Frístund opin báða dagana
23. október
Bleiki dagurinn
29. október
10. bekkur í heimsókn í MA
31. október
10. bekkur í heimsókn í VMA
Vika bannaðra bóka dagana 7.-11. október
Bækur hafa verið bannaðar um allan heim á öllum tímum fyrir margra hluta sakir. Þær hafa þótt særandi, hvetja til ósæmilegrar hegðunar, vera fjandsamlegar ákveðnum þjóðum eða þjóðfélagshópum, hafa skírskotun til pólitískra skoðana sem stjórnvöldum er á móti skapi, osfrv. Bönnin standa mislengi yfir, því krafan um frelsi til að lesa er líka hávær. Af þeim sökum er haldin ár hvert "Vika bannaðra bóka" til að minna á tjáningarfrelsið.
Í skólanum er kynning á nokkrum bókum sem hafa verið bannaðar gegnum tíðina á skólasöfnum í Bandaríkjunum og víðar.
Úrslit í Ólympíuhlaupi ÍSÍ
Úrslit í Ólympíuhlaupi ÍSÍ:
Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu:
Hákon Hólm Magnússon Blöndal og Þorgils Freyr Arnarsson í 1. bekk
Alexander Ægir Jónsson og Björgvin Stefánsson í 2. bekk
Gunnar Helgi Björnsson og Viktor Aleksander Gusev í 3. bekk
Óliver Máni Andrésson og Ólafur Steinars Steinarsson í 4. bekk
Baldvin Breki Helgason og Sunna María Helgadóttir í 5. bekk
Hafþór Jaki Teitsson og Tristan Andri Knutsen í 6. bekk
Viktoría Rós Guseva og Fanney Mjöll Arnarsdóttir í 7. bekk
Sunneva Ósk Broddadóttir og Emma Júlía Cariglia í 8. bekk
Arna Lind Jóhannsdóttir, Kári Hrafn Víkingsson og Patrekur Tryggvason í 9. bekk
Kristján Davíð Magnússon og Arnþór Einar Guðmundsson í 10. bekk
Besta tímann í ár á Arna Lind Jóhannsdóttir í 9. bekk, það tók Örnu 8:55 mín. að hlaupa skólahringinn sem er alls 2,2 km.
Úrslit á yngsta stigi:
1. sæti - Óliver Máni Andrésson 10.58
2. sæti - Alexander Ægir Jónsson 11.44
3. sæti - Ólafur Steinars Steinarsson 12.20
Úrslit á miðstigi:
1. sæti - Viktoría Rós Guseva 8.59
2. sæti - Fanney Mjöll Arnarsdóttir 9.19
3. sæti - Baldvin Breki Helgason 9.54
Úrslit á unglingastigi
1. sæti - Arna Lind Jóhannsdóttir 8.55
2. sæti - Kristján Davíð Magnússon 8.56
3. sæti - Arnþór Einar Guðmundsson 9.01
Einnig fékk 9. bekkur viðurkenningu fyrir besta meðaltímann.