
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
MJÖG STUTT Í JÓLAFRÍ
Mánudagur 19.desember
- Síðasti formlegi kennsludagurinn á þessu ári er á mánudaginn. Þá verður kennt samkvæmt stundarskrá.
ÞRIÐJUDAGUR 20.DESEMBER - STOFU JÓL
DAGSKRÁ:
Skólinn opnar kl. 8:00 en við bendum á að nemendur þurfa ekki að mæta fyrr en kl. 09:00.
Hefð er fyrir því að starfsfólk hittist milli 8:00 - 9:00 og hefji daginn saman með jóla-morgunstund.
Dagskrá
09:00 - 11:30 Stofu - jól í öllum bekkjum
(umsjónarkennarar senda nánara skipulag).
11:30 Nemendur fara í jólafrí,
11:40 Skólabílar fara frá skólanum.
Mikilvægt að fara í gegnum óskilamuni og taka með sér öll útiföt.
Athugið að skólinn lokar kl. 12:00
OFNÆMI Í DJÚPAVOGSSKÓLA
DJÚPAVOGSSKÓLI ER HNETULAUS SKÓLI
Vegna þeirrar staðreyndar að nokkrir nemendur og starfsmenn skólans eru með lífshættulegt ofnæmi fyrir hnetum þurfa ALLIR að gæta þess að vera ekki með eftirfarandi:
ENGAR HNETUR
(athugið að sumir sem eru með ofnæmi fyrir hentum eru viðkvæmir fyrir möndlum).
Athugið að þessar vörur geta innihaldið hnetur.
- Orkustykki (innihalda oft hnetur einhverju magni).
- Kornstangir (t.d. Corny eða Kellogg´s, geta innihaldið hnetur).
- Kex (athugið að margar kextegundir innihalda hnetur í einhverju magni).
- Hnetusmjör eða súkkulaðismjör (t.d. Nutella).
- Hunangs Cheerios.
HÖFUM ÞETTA Í HUGA ÞEGAR VIÐ VELJUM SPARINESTI FYRIR NEMENDUR Á
STOFU JÓLIN.
DJÚPAVOGSSKÓLI ER LÍKA FISK OG KIWI LAUS SKÓLI
Það sama á við um allt sem inniheldur fisk eða kiwi. Það eru bæði nemendur og starfsmenn með bráðaofnæmi fyrir fisk og kiwi.
JÓLAKVEÐJA FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM
Berglind er búin að vera að þróa starf tónlistarskólans í takt við hæglæti og huggulegheit og það er svo sannarlega að skila sér.
Þórdís hefur svo verið henni innan handar með skipulag og undirleik.
Í síðustu viku voru dásamlegir tónleikar í hjá Tónlistarskólanum og alveg magnað að sjá hvað Berglindi hefur tekist að búa til afslappaða og rólega stemningu hjá nemendum.
Með hugrekkið að vopni mættu nemendur og spiluðu á hljóðfæri og sungu í kór og sumir sungu einsöng.
Allir fengu að blómstra á sínum forsendum.
Tónlistarskólinn er í þróun og saman finnum við leið þar sem hægt er að gefa nemendum tækifæri til að stunda skapandi tónlistarnám á skólatíma eða í samfellu við annað tómstundarstarf.
Við ætlum að skoða þetta betur eftir áramót og gera formlegri stundarskrá fyrir hvern og einn.
Þetta gerum við með því að rýna betur í skipulag Neistatíma, daglegan brottfarartíma skólabílsins og stundartöflur nemenda.
Ég hvet foreldra til að ræða tónlistarnám með sínum börnum og senda Berglindi póst ef það er áhugi, hún er mjög lausnarmiðuð og áhugasöm um að finna besta tímann inni í stundartöflum nemenda.
Innritun á vorönn hefst fljótlega á nýju ári.
Hér er upptaka frá því í síðustu viku. Ótrúlega fallegur söngur og undirspil.
MYNDIR SEGJA MEIRA EN MÖRG ORÐ
Flensan sé búin að herja á okkur í nokkrar vikur og töluverð forföll bæði hjá nemendum og starfsfólki.
Það hefur verið nokkuð flókið að manna síðustu vikur en vonandi er flensan á bak og burt og allir ná að eiga flensulaus jól.
Förum vel með okkur um helgina.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Djúpavogsskóla