
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
FEBRÚAR 2023
06.febrúar er dagur leikskóla.
07.febrúar er dagur tónlistarskóla.
11.febrúar er dagur íslenska táknmálsins.
19.febrúar er konudagur.
20.febrúar er Bollu/gestadagur.
21.febrúar er Sprengidagur.
22.febrúar er Öskudagur og skertur dagur.
23.febrúar er vetrarfrí.
24.febrúar er vetrarfrí.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 06.febrúar
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
Þriðjudagur 07.febrúar - dagur tónlistarskóla
- 14:20 - 15:50 Starfsmannafundur.
Miðvikudagur 08.febrúar
- Stöldrum við og njótum.
Fimmtudagur 09.febrúar
- 14:20 - 15:50 Teymisfundir.
Föstudagur 10.febrúar
- Förum í gott helgarfrí.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
MIKIL FORFÖLL OG VEIKINDI AÐ HERJA Á OKKUR
Það var í byrjun vikunnar sem okkur fór að gruna að mögulega væru einhver Covid smit á ferðinni en þá höfðu nokkrir starfsmenn tilkynnt að þeir væru með jákvætt heimapróf.
Við nýttum okkur fyrri reynslu, hver og einn var hvattur til að huga að persónulegum sóttvörnum, við sótthreinsuðum sameiginlga snertifleti en að öðru leiti settum við það í forgang að manna húsið þannig að hægt væri að halda úti skólastarfi.
Fyrir ári var svipuð staða hjá okkur, þá voru ákveðnar reglur sem við þurftum að fylgja en nú er allt önnur staða og engar sérstakar reglur í gildi.
Það má segja að einu tilmælin séu þau að ef nemendur eða starfsfólk eru með flenslu einkenni eða önnur einkenni sem gætu verið smitandi þá er mikilvægt að vera heima á meðan það gengur yfir.
Þrátt fyrir allt þá gekk skólastarfið mjög vel og vonandi mæta allir hressir og kátir eftir gott helgarfrí.
FRÁ HEIMILISFRÆÐINNI
Í síðustu viku gerðu nemendur plötubrauð með kotasælu. Þau fitjuðu mörg uppá nefið þegar þau heyrðu að það væri kotasæla í brauðinu en þeim fannst það svo gott að kennari hefur ekki undan að láta nemendur fá uppskriftina, hún kemur því hér á eftir.
Í þessari viku hafa nemendur aðallega verið að vinna verkefni í bókum en þau fengu að skera sér niður ávexti til að snarla með.
5.-6. bekkur fær aukatíma hér í Helgafelli sem kallast Heilsufræði. Þar er farið um víðan völl sem tengist heilsu, t.d. næringarfræði, mikilvægi þess að borða hollt nesti og millimál. Eins að velja rétt þegar farið er í búðina, skoða innihaldslýsingar og umbúðamerkingar. Nemendur eru nú búin að læra um hollt millimál og gerðu einfalt hrökkbrauð, sem fylgir hér með líka.
Uppskriftir og lýsing á kennslustund kemur inn á mentor þannig að þeir sem hafa misst af tíma geta unnið, með aðstoð foreldra, heima.
Plötubrauð með kotasælu
2 ½ dl heitt vatn
1 dl kotasæla
2 ½ tsk þurrger
1 tsk salt
2 msk fræ (við notuðum sesamfræ)
1 dl haframjöl
4-5 dl hveiti (byrja á fjórum og bæta við ef þarf)
Stillið ofninn á 200 gráður og blástur. Blandið saman heitu vatni og kotasælu. Blandið öllu öðru saman við og hrærið vel með sleif. Hnoðið og bætið við hveiti ef þarf. Fletjið deigið út með höndunum, það á að vera 2-3 cm að þykkt og ferkantað. Látið deigið á bökunarpappír og skerið það í bita en ekki taka bitana í sundur. Penslið með olíu. Það er gott að strá ristuðum fræjum yfir og/eða rifnum osti. Látið lyfta sér í 15-20 mínútur. Bakið í 10-15 mínútur.
Hrökkbrauð
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl hveiti
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt
Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað (linur massi). Setjið bökunarpappír á ofnplötu og helminginn af deiginu á pappírinn, setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukefli.
Helmingurinn af deiginu passar ca á eina plötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu. Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er – t.d. 5×5 cm.
ENDURMENNTUN STARSFSFÓLKS
Í þessari viku fengum við líka góða gesti. Bergmann og Hans Rúnar eru kennarar frá Akureyri og þeir hafa tekið að sér að aðstoða okkur við að innleiða kennslu í gegnum Ipad. Þeir félagar hittu nemendur á mið- og unglingastigi og síðar um daginn var röðin komin að starfsmönnum að setjast á skólabekk.
Meðfylgjandi eru líka myndir frá skyndihjálparnámskeiði sem öllum starfsmönnum gafst kostur á að sita á starfsdegi í byrjun janúar.
Þrátt fyrir að Lilja virki alls ekki hress og Íris þá var hún líka í banastuði :)
Það er alltaf fjör þegar það snjóar hressilega.
VIKA 6 Í MÚLAÞINGI
Það eru þemavikur í öllum félagsmiðstöðvum Múlaþings í Viku 6 og ýmiskonar dagskrá tengd því.
Þema í Viku6 er valið af ungmennum, en landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Samféls stendur fyrir kosningu á samfélagsmiðlum, þemað í ár er Kynferðisleg hegðun.
Bókasöfnin í Múlaþingi hafa tekið þátt þessu verkefni og þannig verður það líka í næstu viku.
Þá verður áhersla á lesefni tengt málefninu.
Bestu kveðjur til ykkar.
Starfsfólk Djúpavogsskóla.