Fréttabréf desember
Desember 9. tbl. 16 árg 2024
Kæra skólasamfélag
Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum en um leið getur þetta verið krefjandi tími og erfiður fyrir mörg.
Það er stöðugt verkefni bæði foreldra og skóla að ræða við börnin um hve mikilvægt er að vanda sig í samskiptum með jákvæðni að leiðarljósi því þá eru okkur allir vegir færir.
Þessi tími getur verið viðkvæmur hjá mörgum bæði börnum og fullorðnum og því mikilvægt að fylgjast með og sýna umhyggju.
Við óskum ykkur gleðilegrar aðventu og jóla.
Stjórnendur Naustaskóla.
Á döfinni
1. desember: Fullveldisdagur
2. desember: Félak - kynfræðsla fyrir 8.bekk
13.desember Jólapeysu/húfudagur.
16.desember: Jólaþemadagur
27. desember frístund opin - skráningardagur.
30. desember -frístund opin - skráningardagur.
Gleðilegt nýtt ár 2025
2. janúar er frí hjá öllum
3. janúar starfsdagur – Frístund lokuð allan daginn
6. janúar þrettándinn. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá
Mikilvægi endurskinsmerkja
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Fremst á ermum
Hangandi meðfram hliðum
Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum
Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði.
Litlu jól
19.desember.
8.-10.bekkur: Hefðbundinn skóladagur og litlu jól unglingardeildar tímasetning kemur þegar nær dregur.
20.desember.
1.-7. bekkur: Mæting í stofur kl.08:10 -10:10
4. bekkur sýnir helgileikinn á sal skólans, dansað verður í kringum jólatré og síðan eru stofujól með kennurum.
Jólaþemadagur
Jólaþemadagurinn verður 16.desember og ætlum við að gera við okkur glaðan dag þar sem nemendur fá að fara á milli föndurs/námsstöðva í skólanum þar í sem boði verða fjölbreytt viðfangsefni. Þeir sem það vilja eru hvattir til að koma í jólapeysu eða öðru sem minnir á jólin.
Nemendur skreyta skólann sinn
Þann 29.nóvember skreyttu nemendur skólann og "klæddu" hann í jólabúning og var ekki annað að sjá en að glatt hafi verið á hjalla, hér eru nokkur sýnishorn af verkum nemenda og sum þeirra eru enn í vinnslu.
Nemendur munu skreyta hurðar inn á svæðin sín og verður spennandi að sjá útkomuna. Við munum setja myndir á heimasíðu skólans þegar því verður lokið.
Jóla jóla
Bekkjarsáttmáli
Vinna 2.-3. bekkjar með Barnasáttmálann
Barnasáttmálinn
Jólaföndur í unglingadeild
Jólaföndur í unglingadeild
Gleðilega hátíð
Kæru nemendur og foreldrar
Við sendum ykkur hátíðarkveðjur og þökkum fyrir árið sem er að líða.
Starfsfólk Naustaskóla