Fréttabréf Engidalsskóla feb 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Vikurnar fljúg hreinlega áfram og áður en við vitum af verður komið vor. Það hafa verið mikil forföll á bæði nemendum og starfsmönnum þessar vikur sem af eru ársins. Bæði vegna fjarveru fólks og samkomutakmarkanna var ákveðið að fresta árshátíð nemenda sem vera átti í febrúar en búið er að setja hana á dagana 31. mars og 1. apríl. Tveggja daga vetrarfrí er í næstu viku auk starfsdags en í framhaldi af því verður farið á fullt að undirbúa árshátíðina.
Í byrjun mars koma tveir kennarar úr fæðingarorlofi þær María Björk og Jana Hrönn. Jana mun fara inn í 3. bekk og vera með Óskari auk þess að taka að sér einhver önnur verkefni. María Björk kemur inn í 7. bekk og verður með Stefáni en kemur einnig að öðrum árgöngum.
Við leggjum áfram mikla áherslu á lestur og þökkum fyrir gott samstarf. Eftir síðustu niðurstöður lesfimiprófanna erum við yfir landsmeðaltali í 5 árgöngum en aðeins undir í tveimur. Við tökum niðurstöðurnar alvarlega og erum að skoða hvað við gerum í þessum tveimur árgöngum. Við hvetjum ykkur til að sinna heimalestri sem er nú eina heimanámið í Engidalsskóla. En samkvæmt Lestrarstefnu Hafnarfjarðar eiga allir nemendur að lesa í það minnsta 15 mínútur á dag. Víða er að finna góðar hugmyndir að því hvernig hægt er að hafa lestrarþjálfunina fjölbreytta og höfum við verið að deila síðum í fréttabréfunum en það má líka vera í sambandi við skólann og fá ráð.
Við stefnum á að fara með miðstigið í skíðaferð í Bláfjöll einhvern dag í mars. Ekki er búið að dagsetja ferðina en það verður gert með hliðsjón af veðurspá. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki eiga allir búnað en við höfum fengið tilboð frá skíðaleigunni. Það verður líka í boði að fara með sleða og snjóþotur og leika í snjónum. Ef einhverjir nemendur vilja alls ekki fara munum við leysa það mál og þau verða í skólanum í öðrum verkefnum.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Niðurstöður úr lesfimiprófi
Hér má sjá myndir af bókahillum hjá nokkrum árgöngum. Sumir árgangar hafa ákveðið að halda áfram að safna bókum í sínar hillur.
Við eru stolta af nemendum okkar eins og fram hefur komið erum við yfir landsmeðaltali í fimm árgöngum af sjö.
Í morgun 17. febrúar var samverustund hjá 1. - 4. bekk eftir nokkuð langt hlé. Það er gaman að byrja daginn á söng.
Frístundaheimilið Álfakot
Þann 4. febrúar var aldeilis fjör í Álfakoti. Unnur Björk kom með grýlupottinn sinn og hitaði kakó á eldstæðinu í kaffitímanum. Þó svo að það væri pínu kalt þá klæddu krakkarnir sig eftir veðri og settust í kringum eldinn. Allir fengu kakó og piparkökur. Hrannar hélt uppi fjöldasöng og áttum við ótrúlega skemmtilega stund saman.
Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda
Nemendur unnu klippimynd sem sést við hliðina á sumum myndana. Næst teiknuðu þeir myndina og lituðu. Hér sköpuðu nemendur sín verk sem eru fjölbreytt og skemmtileg.
Nestismál
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433