
Kaffihlaðborð !!
Foreldrafélag Oddeyrarskóla
Sæl kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Oddeyrarskóla
Nú líður senn að árshátíð Oddeyrarskóla og í ár verður hún í fyrsta skipti á virkum degi, en hún verður haldin fimmtudaginn 25. janúar 2024. Löng hefð er fyrir því að foreldrafélag skólans sjái um glæsilegt kaffi hlaðborð á þessum frábæra degi og eins og fyrri ár leitum við því til ykkar, kæru foreldrar, eftir aðstoð við bakstur. Eins og flestir vita er þetta langstærsta fjáröflun félagsins og því mikilvægt að þið bregðist vel við beiðni okkar. Ágóðinn af kaffisölunni hjá okkur rennur óskiptur til barnanna okkar í formi ýmissa styrkja og gjafa til skólans.
Í hvað fer peningurinn??
Til að gefa ykkur einhverja hugmynd um í hvað peningurinn sem safnast fer þá má nefna að á síðasta ári gáfum við skólanum td bækur fyrir um 100.000 kr, styrktum Frístund um 100.000 kr, keyptum útileikföng, nýja borðdúka (sem notaðir eru í hátíðarsal og við útskriftir), styrktum textíl um 60.000 kr, borguðum leikstjóra fyrir 10. bekkjar atriðið, styrktum Reykjaferð 7.bekkinga og ýmislegt fleira. Þetta væri ekki mögulegt ef ekki væri fyrir kaffisöluna á árshátíð.
Hvar og hvenær á að skila brauði/kökum
🧁Hvað á ég að baka??🧁
Munið að þið bakið alltaf fyrir elsta barnið ykkar í skólanum
1. bekkur muffins amk 50 stk frá hverju heimili
2. bekkur skúffukaka - stór ofnskúffa á hvert heimili, niðurskorin eða amk 3 í minni álformum
3. bekkur skinkuhorn - amk 50 stk frá hverju heimili
4. bekkur pizzasnúðar - amk 50 stk frá hverju heimili
5. bekkur pönnukökur, sykraðar og upprúllaðar 50 - 60 stk.
6. bekkur kaldir brauðréttir/ brauðtertur amk stórt fat (2-3 litlir bakkar)
7. bekkur kaldir brauðréttir/ brauðtertur amk stórt fat (2-3 litlir bakkar)
8. bekkur heitir bauðréttir amk stórt fat (2-3 litlir álbakkar) eða 2-3 rúllur
9. bekkur Hnallþórur af ýmsum toga (ekki marengs) - stórar og stæðilegar
10. bekkur Terta - stór marengs
Til þess að auðvelda okkur sölu úr húsi viljum við biðja ykkur, sem það getið, að skila kökum til okkar á "einnota" fötum/bökkum.
🎂Skil á kökum🎂
Kökunum skal skila í skólann að morgni árshátíðardags (25. janúar) - gengið inn hjá Frístund. Fulltrúar frá Foreldrafélaginu verða á staðnum til þess að taka á móti brauði frá kl 7:45 þann morgun.
Einnig munum við bjóða þeim sem alls ekki komast með kökur á fimmtudegi að koma á milli 17 og 18 á miðvikudeginum 24. janúar (gengið inn í Frístund).
Fyrirkomulag á hlaðborðinu og sýningar nemenda
Eins og venjulega verða 3 árshátíðarsýningar.
- Á fyrstu sýningu kl 14:00 sýna 2. - 4. - 7. og 10.bekkur
- Á annarri sýningu kl 15:30 sýna 1. - 5. - 8. og 10.bekkur
- Á þriðju sýningu kl. 17:00 sýna 3. - 6. - 9. og 10. bekkur
Kaffið kostar 1500 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn. Við verðum með posa á staðnum.
Þeir sem ekki sjá sér fært að stoppa hjá okkur og njóta kaffihlaðborðsins eru hvattir til þess að koma við hjá okkur og kaupa af okkur kökubakka til þess að taka með sér heim. Hvert heimili þarf að koma með veitingar á hlaðborðið og höfum við haft þann háttinn á að bakað er fyrir elsta barnið í skólanum. Fulltrúar bekkjarins í stjórn munu hafa samband við ykkur um aðstoð við baksturinn en hér á listanum fyrir ofan má sjá hvað hver árgangur á að koma með. Þannig að ef þið erum með barn td. í 2 bekk og 8. bekk þá er skilað fyrir barnið í 8. bekk.