
Fréttamolar úr MS
21.03.2025
Lið MS komst áfram í undanúrslit í Morfís þann 12. mars og svo frumsýndi leikfélagið Aladín á miðvikudaginn. Sýningin er stórkostleg skemmtun og hvetjum við öll til að mæta í leikhús!
Framundan er opið hús í MS og svo kosningavika SMS en þar geta öll sem eru skráð í skólafélagið boðið sig fram til fjölbreyttra starfa. Nánari upplýsingar hér neðar.
Dagsetningar framundan
25.-26. mars: Matsdagar - dagskrá birtist á heimasíðunni www.msund.is á mánudag
26. mars: Opið hús í MS
31. mars-4. apríl: Kosningavika SMS
3. apríl: Miðannarmat birtist í Innu
12.-21. apríl: Páskafrí
28.-30. apríl: Umhverfisvika
Opið hús í MS - viltu vera með?
Það er komið að opnu húsi í MS þar sem við bjóðum 10. bekkinga velkomna í heimsókn og sýnum þeim skólann okkar. Opna húsið verður miðvikudaginn 26. mars kl. 16-18.
Okkur vantar hjálp nemenda í þetta verkefni, MS bolur og pizza í boði! Skráning hér: https://forms.office.com/e/4g6CME1UdM
Hlutverk ykkar verður að ganga um skólann með gesti í litlum hópum, taka vel á móti þeim og svo vantar nokkur til að baka vöfflur 🥳🧇
Aladín - nokkur sæti laus sýningar á sunnudag, mánudag og þriðjudag! 🎭
Kosningar SMS
Kosningavika SMS verður 31. mars - 3. apríl. Skila þarf framboðum fyrir föstudaginn 28. mars og verða nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag framboða og kosninga sendar nemendum á næstu dögum.
Öll sem eru meðlimir í skólafélaginu geta boðið sig fram og hafa kosningarétt. Við hvetjum áhugasöm að bjóða sig fram og vera með í því að móta skemmtilegt félagslíf. Hér eru nánari upplýsingar um skólafélagið og hægt að sjá skipan í ráð og nefndir síðustu ár: Skólafélag Menntaskólans við Sund - SMS | Menntaskólinn við Sund