Fréttabréf Engidalsskóla jan 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Skólastarf í Engidalnum hefur gengið nokkuð vel á nýju ári þrátt fyrir sérkennilegar aðstæður sem við erum öll í. Við erum þakklát starfsfólki fyrir að taka að sér forföll og hlaupa í skarðið þar sem hefur þurft hvort sem er í gæslu eða kennslu. Við erum líka þakklát foreldrum fyrir að vera varkár þegar nemendur veikjast og taka hringingum okkar vel þegar við höfum þurft að senda nemendur í sóttkví. Við höfum líka þurft að loka Álfakoti að hluta og því hafa allir tekið mjög vel og sýnt skilning. Við finnum það svo vel að við erum í þessu saman og fyrir það erum við mjög þakklát.
Við höfum ekki verið feimin við að segja frá því hversu vel lesandi nemendur eru í Engidalsskóla. En allir meistarar þurfa þjálfun ætli þeir að halda sér á meðal þeirra bestu. Vonandi fengu flestir skemmtilegar bækur í jólagjöf en á bókasafni skólans er líka til mikið af bókum og líka þeim nýjustu. Við höfum keypt mjög mikið af nýjum bókum á síðustu 15 mánuðum eða tæplega 600 bækur og því á að vera nóg til fyrir alla. Við hvetjum ykkur til að sinna lestri ykkar barna vel og muna að hann er grunnur að öllu frekara námi. Á læsisvefnum er hægt að finna allskyns efni sem nýtist í þessari þjálfun auk fróðleiks. Orðaforði er undirstaða bæði máls- og lesskilnings. Það er því mikilvægt að lesa fyrir þau börn sem ekki eru orðin fluglæs og/eða lesa ekki mikið. Það er líka hægt að spila og tala saman en mikilvægt er að hafa það í huga að markmiðið er að auka orðaforðann.
Alltaf eru einhverjar breytingar í starfsmannamálum og sér í lagi þar sem mikið er af ungu fólki á barneigna aldir. Hún Líney okkar í Álfakoti fór í fæðingarorlof í desember og Örn deildarstjóri lét af störfum rétt fyrir jólin. Unnur Björk Arnfjörð tók við deildarstjórn í frístundastarfinu 1. janúar og henni til aðstoðar var ráðin Magnea Dís sem verið hefur almennur starfsmaður í Álfakoti. Þá réðum við starfsmann að nafni Mayra Alejandra en hún er kennari frá Venúsúela. Alejandra er spænskumælandi en er á fullu að læra íslensku. Ingibjörg Eðvaldsdóttir annar af umsjónarkennurum 6. bekkjar lét af störfum um miðjan janúar og við hennar starfi tekur Íris Anna Randversdóttir sem er að koma úr fæðingarorlofi. Við eigum líka von á bæði Maríu Björk og Jönu úr fæðingarorlofi í byrjun mars.
Í skóladagatali Engidalsskóla er Árshátíð skólans á dagskrá 17. og 18. febrúar. Við höfðum væntingar um að setja upp flotta sýningu og bjóða foreldrum til okkar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu eru allar líkur á að henni verði frestað en við ætlum að bíða með að gefa út dagsetningu þar til 2. febrúar 2022 þegar núgildandi sóttvarnareglugerð fellur úr gildi.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Lestrarátak í janúar
Kæru foreldrar/forsjáraðilar, takk fyrir samstarfið við lestrarátakið sem var í september 2021. Nú er annað lestrarátak komið í gangi en það hófst mánudaginn, 10. janúar og stendur til mánudagsins, 24. janúar. Lesfimipróf verða tekin í kjölfarið. Kynningarbréf um átakið var sent heim miðvikudaginn 5. janúar. Endilega verið dugleg að hvetja börnin ykkar til að vera áfram dugleg að lesa.
Heilsueflandi grunnskóli - svefnáskorun
Hér fyrir neðan er áskorun fyrir eina viku sem við hvetjum ykkur til að taka og vinna með ykkar börnum kæru foreldrar/forsjáraðilar. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fullorðna að hafa góðar svefnvenjur og við minnum ykkur á að það eruð þið sem eruð fyrirmyndirnar. Áskorunin er hluti af herferð sem Landlæknisembættið hratt af stað haustið 2021.
Áhugasvið nemenda
Skráning nemenda í grunnskóla Hafnarfjarðar
Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda
Á myndunum hér fyrir ofan má sjá stolta nemendur með listaverkin sín.
Nemendur teiknuðu mynd á tréplötu, negldu nagla í hana og strengdu garn á milli þeirra. Að lokum lituð þeir myndirnar sínar með tússlitum.
Það er magt hægt að búa til úr afgönum og ekki verra að hafa alveg frjálst val.
Nestismál
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433