
Fréttabréf apríl
4. tbl 16. árg. 1. apríl 2025

Á döfinni
8.apríl. Uppbrotsdagur
9. apríl. Uppbrotsdagur
10. apríl. Árshátíð
11. apríl. Kósýdagur
12. -21. apríl. Páskafrí.
22. apríl. Kennsla hefst að loknu páskafríi.
23. apríl. Fræðsla fyrir 9. bekk. Sjúk ást.
24. apríl. Sumardagurinn fyrsti, frídagur.
29.apríl. Fræðsla fyrir 10. bekk. Sjúk ást.
30. apríl. Skólahreysti.
Kæra skólasamfélag
Byrjað er að huga að næsta skólaári og búið að samþykkja skóladagatal 2025 - 2026.
Langþráður útivstardagur gekk vel og óhætt að segja að bæði yngri og eldri börn hafi skemmt sér vel og átt góðan dag.
Undirbúningur fyrir árshátíð nemenda er í fullum gangi og fer árshátíðin fram 10. apríl. Þátttaka nemenda gefur þeim einstakt tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann og vinna persónulega sigra. Í tengslum við hátíðina stendur 10. bekkur fyrir kaffihlaðborði sem er bæði skemmtileg fjáröflun fyrir bekkinn og kærkomið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta góðrar samveru. Verð á kaffihlaðborðið er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir grunnskólanemendur. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á þessari glæsilegu árshátíð.
Föstudaginn 11. apríl höfum við kósýdag og svo tekur við páskafrí.
Kveðja
Bryndís, Helga Ósk og Þuríður
Myndir frá útivistardegi
Skipulag á sýningum 10. apríl
Veitingar á kaffihlaðborð
Sú hefð hefur skapast í Naustaskóla að hvert heimili kemur með einn rétt eða eina köku á kaffihlaðborðið. Búið er að setja upp skipulag yfir hvað ætlast er til að hver árgangur komi með. Ef í skólanum eru fleira en eitt barn frá sama heimili má velja hvorn réttinn það kemur með. Við tökum á móti veitingum í heimilisfræðistofunni á milli kl 8:10 - 9:00 á árshátíðardaginn. Hefð er komin fyrir þessu fyrikomulagi í tengslum við árshátíð skólans og hefur það gengið vel hingað til og vonum við að svo verði áfram. Við biðjum ykkur að merkja ílát vel með nafni barns ykkar svo það skili sér aftur heim.
Skipulag á brauðbakstri og skil í skólann
Samfélagslögreglan
Við viljum vekja á því að við höfum verið í samtali við samfélagslögregluna en hún vill öðru fremur öðlast traust nemenda, starfsfólks skóla og foreldra og vinna með forvarnir.
Samfélagslögreglan er búin að koma tvisvar í vetur til okkar í skólann og einnig á aðalfund foreldrafélagsins nú í haust.
Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við. Hér má sjá skýrslu um Aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna.