Fréttabréf Engidalsskóla apríl 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir frábæra þátttöku á árshátíð nemenda, við vorum sérstaklega ánægð með hversu margir sáu sér fært að mæta. Við vorum að gera þetta í fyrsta sinn og teljum okkur hafa lært margt og munum breyta einhverju í framkvæmdinni á næsta ári, já við erum sko ákveðin að halda aftur árshátíð að ári. Apríl mánuður hófst á balli hjá miðstiginu og daginn eftir fórum við á skíði í Bláfjöll, ferð sem heppnaðist mjög vel. Neðar í fréttabréfinu má sjá myndir bæði frá árshátíðinni og skíðaferðinni. Foreldrafélagið hélt páskabingó í lok mars og einhverjir árgangar eru farnir að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eftir skóla. Það er algjörlega dásamlegt að við getum nú hist meira og gert eitthvað skemmtilegt saman. Það er alltaf hægt að fá skólann lánaðan ef bekkjartenglar vilja skipuleggja uppákomu fyrir foreldrar og börn.
26. apríl nk stendur foreldrafélagið fyrir fræðslufundi um samfélagsmiðla, netfíkn og netöryggi barna og ungmenna og hvetjum við ykkur til að nýta ykkur þetta góða tækifæri (sjá nánar um fundinn hér neðar í fréttabréfinu).
Í Engidalsskóla var ákveðið síðastliðinn vetur að minnka heimanám og að einungis þurfi að lesa heima daglega líkt og lestra stefna Hafnarfjarðar og Engidalsskóla segir til um. Allir nemendur skólans EIGA að lesa fimm sinnum í viku í að minnsta kosti 15 mínútur í senn, það er mjög mikilvægt að þessu sé gefinn tími. Rannsóknir sýna að mikil fylgni er á milli lestrargetu ungra nemenda og því hvernig þeim vegnar í námi síðar og í lífinu almennt. Borið hefur á því undanfarið að of margir séu að slaka á í þessari vinnu og viljum við biðla til ykkar allra að sjá til þess að börnin ykkar fái það forskot sem góð lestrarþjálfunin getur veitt þeim út í lífið.
Þegar vorar fara nemendur að mæta á hjólum í skólann, við biðjum ykkur um að hvetja nemendur til að læsa hjólunum í hjólagrindunum eða við girðingar á skólalóðinni. Nú í sumar eigum við svo von á að sett verði upp hjólagerði á skólalóðinni. Hér má finna reglur skólans varðandi hjól og hlaupahjól.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Mikilvægi lestraþjálfunar
Við í Engidalsskóla þreytumst seint á því að minna á mikilvægi þess að láta börnin lesa og lesa fyrir þau. Þó börn séu farin að lesa svolítið komast þau yfir lítinn texta og því mikilvægt að lesa líka fyrir þau og auka þannig orðaforða þeirra og skilning. Samtal um textann sem þið lesið fyrir þau og það sem þau lesa getur verið algjört lykilatriði. Vissulega er það misjafnt hvað börn þurfa að hafa mikið fyrir lestrarnáminu en þjálfunin er öllum mikilvæg og að bæta reglulega við orðaforðann.
Hér má finna langtímarannsókn þar sem skoðað var forspárgildi málþroska athuganna hjá 5-6 ára börnum um líðan þeirra og reynslu. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar eru að þær stoðir sem farsælt nám í grunnskóla hvílir á séu reistar áður en börn hefja nám á því skólastigi. Almenn málþekking, málvitund og hljóðkerfisvitund skipta þar máli og það er samstarfsverkefni heimila og leikskóla að hlúa að þessum þáttum eins og öðrum mikilvægum þáttum sem stuðla að þroska og velferð barna.
Þá hafa sömu rannsakendur líka skoðað hvernig nemendum sem gengur illa á samræmdum prófum í grunnskóla vegnar.
Upplestrarkeppni í 7. bekk
Úrslitin voru eftirfarandi, í 1. sæti var Emil Arthúr Júlíusson í Víðistaðaskóla, í 2. sæti Vilhjálmur Hauksson Setbergsskóla og í 3. sæti Kristín Vala Björgvinsdóttir Engidalsskóla. Á myndinni hér til hliðar eru þeir nemendur sem lentu í þremur efstu sætunum með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Myndin er af vef Hafnarfjarðar https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/upplestrarhatid-sem-gefur-og-gledur
Árshátíð Engidalsskóla
Hafið skemmtilegt verkefni
Nemendur í 2. bekk eru að vinna með Hafið. Verkefnin eru margvísleg og eru nemendur afar áhugasamir. Hér má sjá myndir af þeim verkefnum sem þau eru búin að vinna.
Hringekja
Eldfjöll
Í kjölfarið kynntu þau fjöllin sín, unnu sína eigin útgáfu af eldfjöllum og buðu foreldrum upp á eldfjallasýningu eftir vel heppnað atriði úr Emil í Kattholti á árshátíðinni.
Heimsókn frá Spáni
Skíðaferð miðstigs Engidalsskóla
Fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins
Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda
Nestismál
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433