Skólastarfið framundan
20. - 23. október
Kæru nemendur
Kennsla nýnema
Kennsla nýnema í bóknámi fer að mestu fram á Teams og Moodle. Kennarar í hverjum áfanga láta vita í upphafi viku hvernig kennslunni verður háttað. Athugið að í kennslustundir á Teams er skyldumæting.
Kennsla í NÁSS (náms- og starfsfræðslu) fer fram í skólahúsnæðinu skv. stundatöflu og á Teams fyrir þá nemendur sem búa utan Ísafjarðar. Áfram verður verður boðið upp á vinnustofur í bóklegum tímum, bæði í skólahúsnæðinu og á Teams. Í vinnustofurnar mæta nýnemakennarar og aðstoða nýnema við námið. Athugið að mæta beint í þá stofu sem fram kemur á myndinni hér fyrir neðan.
Kennsla nýnema í verknámi fer þannig fram að verklegir áfangar verða kenndir skv. stundatöflu en bóklegir áfangar verða að mestu á Teams og Moodle. Nemendur í verknámi mæta í NÁSS1NN03 á Teams og sömuleiðis vinnustofur. Verknámsnemar eru hvattir til að mæta í þær vinnustofur sem þeir geta.
Kennsla eldri nemenda í bóknámi
Kennsla eldri nemenda fer að langmestu leyti fram í fjarnámi, á Teams og Moodle. Kennarar í hverjum áfanga láta vita í upphafi viku hvernig kennslunni verður háttað. Athugið að í kennslustundir á Teams er skyldumæting.
Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Eru það nemendur í eftirtöldum áföngum:
- EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
- KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari Einar Þór Gunnlaugsson
- SJÓN1LF05 stofa 10-12, kennari Bryndís G. Björgvinsdóttir
- TEIK1VB05 stofa 10-12, kennari Bryndís G. Björgvinsdóttir
- TÓNL1HS05 stofa 8, kennari Andri Pétur Þrastarson
Kennsla á starfsbraut
Kennsla í verknámi
Nemendaþjónusta
Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.
Ekki koma veik/ur í skólann
Maskaskylda er í öllum kennslustundum í skólahúsnæði, bæði hjá nemendum og starfsfólki.
Fyrir nemendur sem mæta í kennslu í skólahúsnæðið gildir áfram að huga að almennum sóttvörnum, spritta sig við innkomu og kennslustofur verða sótthreinsaðar eftir kennslustundir.
Snara orðabók
Nemendur Menntaskólans á Ísafirði geta keypt ársaðgang að Snöru heimavið á 990 kr.
Menntaskólinn á Ísafirði
Email: misa@misa.is
Website: www.misa.is
Location: Torfnes, Ísafjörður, Iceland
Phone: 450 4400
Facebook: https://www.facebook.com/menntaisa