
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
DESEMBER 2022
14. desember - Jólatónleikar í tónlistarskólanum í Djúpavogskirkju kl:18:00 - Allir velkomnir.
15. desember - Jólapóstkassar tilbúnir á öllum stigum.
20. desember - Stofu-jól (sjá skipulag hér fyrir neðan).
SJÖ KENNSLUDAGAR EFTIR Á ÁRINU 2022
Mánudagur 12.desember
- Góður dagur til að lesa jólabók.
Þriðjudagur 13.desember
- Signý fyrrum skólastjóri í Djúpavogsskóla verður í heimsókn og kynnir Elf verkefnið sem hún hefur unnið með Djúpavogsskóla.
- Fagfundur 14:20 - 15:50
Miðvikudagur 14.desember
- Góður dagur til að fara á jólatónleika í tónlistarskólanum.
- 18:00 Jólatónleikar Tónlistarskólans í Djúpavogskirkju, allir velkomnir.
Fimmtudagur 15.desember
- 14:20 - 15:50 Teymisfundir.
Föstudagur 16.desember
- Förum í gott helgarfrí.
SÍÐUSTU DAGARNIR FYRIR JÓLAFRÍ
Mánudagur 19.desember
- Síðasti kennsludagur á þessu ári.
Þriðjudagur 20.desember - STOFU - JÓL
DAGSKRÁ:
Skólinn opnar kl. 8:00 en við bendum á að nemendur þurfa ekki að mæta fyrr en kl. 09:00.
Hefð er fyrir því að starfsfólk hittist milli 8:00 - 9:00 og hefji daginn saman með jóla-morgunstund.
09:00 - 11:30 Stofu - jól í öllum bekkjum
(umsjónarkennarar senda nánara skipulag)
11:30 Nemendur fara í jólafrí,
Mikilvægt að fara í gegnum óskilamuni og taka með sér öll útiföt.
MATSEÐILL ÚT DESEMBER
KVEIKT Á JÓLATRÉNU Á BJARGSTÚNI
Í þetta sinn var það hann Aðalsteinn í 1.bekk.
Á myndunum má sjá að Aðalsteinn var sáttur með þessa hátíðlegu stund, enda með góðan stuðning frá Alferð.
LOGI OG GLÓÐ
Hann sagði þeim líka frá eldvarnarálfunum þeim, Loga og Glóð.
Fátt er vitað um Loga og Glóð annað en að þau hafa sérstaka hæfileika til að verjast eldi og eru mjög dugleg að koma krökkum og fjölskyldum þeirra í skilning um mikilvægi eldvarna.
Frábært að fá svona flotta heimsókn...
KAFFIHÚSASTEMNING
Nemendur á unglingastigi bökuðu vöfflur og hituðu kakó, Kristrún gerði rabbabarasultu handa okkur og keypti rjóma. Nemendur á miðstigi skipulögðu spilatíma og nemendur á yngstastigi lásu ljóð og jólasögu.
Einn af þeim var hann Ívar Orri í 4.bekk en það var hann sem átti þessa góðu hugmynd.
Það var frábært að sjá hvað margir úr foreldrahópnum gáfu sér tíma og kíktu við og fengu sér vöfflu með okkur, alveg til fyrirmyndar.
Á sama tíma var aðventu opnun á bókasafninu og nemendur buðu þeim gestum sem mættu þar að vera með. Tveir nemendur út tónlistarskólanum spiluðu jólalög á bókasafninu. Einstaklega vel heppnaður viðburður og gaman að sjá hvernig þessi flotta hugmynd hans Ívars Orra er að þróast hjá okkur.
Ingibjörg og Karólína spila jólalög á bókasafninu og Kristrún sýndi nemendum jólaskraut sem hún bjó til og er búið að fylgja henni síðan hún var nemandi í Djúpavogsskóla.
Það var dásamlegt að fylgjast með þegar yngstastig las fyrir hópinn, allir að hlusta og fylgjast með.
Þvílíkt hugrekki hjá þessum flottu krökkum.
Gaman að segja frá því að á þessum skóladegi var 90 ára aldursmunur á þeim yngsta og elsta.
Rúna í Grænuhlíð er fædd árið 1926 og Aðalsteinn á Stórhól er fæddur árið 2016.
Svona eiga samkomur að vera :)
LANDAFRÆÐI OG HEIMSMEISTARAKEPPNI Í FÓTBOLTA
Það er mikil fótboltastemning í Djúpavogsskóla og hún Unnur nýtti sér það í samfélagsfræði. Nemendur í 8. - 10.bekk hafa verið að vinna stutt verkefni í landafræði með áherslu á þau lönd sem taka þátt í heimsmeistaramóti karla í fótboltbolta um þessar mundir.
Hver nemandi dró land og útbjó kynningu á því landi og landsliði þess. Í framhaldinu framkvæmdu nemendur könnun meðal nemenda og starfsmanna skólans, þar sem spurt var um uppáhaldslið í keppninni í ár.
Veggspjöldin hanga nú frammi á gangi og þar má einnig sjá hverjir styðja hvaða lið.
Frábært verkefni hjá Unni og unglingastigi.
(Ekki eins frábært að meðan ég skirfaði vikufréttir þá datt mitt lið út, þá er bara að finna sér nýtt lið að halda með :)
FYRRUM NEMENDUR SKÓLANS
Nú er hún stuðningsfulltrúi á unglingastigi og umsjónarmaður Frístundar og hann rafvirkinn sem tengdi fyrir okkur nýja ofna í vikunni.
Til fyrirmyndar bæði tvö.
Þessi jólaálfur var nú líka einu sinni nemandi við skólann.
Jólaálfurinn á það til að ryðjast í verkefni með látum en oft þarf hann að staldra við og skoða málið.
Það var hrekkjóttur álfur sem lá bak við bókahillu og myndaði klaufaganginn.
En þetta verkefni leystist á endanum :)
Bestu kveðjur og góða helgi.
Starfsfólk Djúpavogsskóla