
DJÚPAVOGSSKÓLI
FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI
FEBRÚAR 2022
14.febrúar - Skipulagsdagur
24.febrúar - Vetrarfrí
25.febrúar - Vetrarfrí
28.febrúar - Bolludagur
NÆSTA VIKA
Mánudagur 7.febrúar
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí
Þriðjudagur 08.febrúar
- 14:40 Fagfundur
Miðvikudagur 09.febrúar
- Upplagt að staldra við og njóta augnabliksins
Fimmtudagur 10.febrúar
- 14:40 Teymisfundur
Föstudagur 11.febrúar
- Förum hress inn í helgarfrí
Mánudagur 14.febrúar - skipulagsdagur, nemendur eiga frí
MATSEÐILL Í NÆSTU VIKU
HELLINGUR AÐ GERAST
- Í dag fengu nemendur í 10.bekk kynningu frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þar fór skólameistari yfir starfið í skólanum og fékk góða hjálp frá brautarstjóra og námsráðgjafa ME. Það kom svo í hlut Kötlu og Heklu að kynna heimavistina og félagslífið, gaman að sjá fyrrum nemendur kynna menntaskólann sinn svona vel.
- Obba hitti nemendur í 7.-10.bekk í morgun en nemendaráð sendi nýlega formlegt erindi þar sem beðið var um að breyta tímasetningu á því hvenær nemendur mæta í skólann og einnig að breyta því að nemendur fari í frímínútur á Helgafell. Það er ekki hægt að breyta tímanum hvenær nemendur mæta í skólann nema að breyta öllum stundartöflum, við verðum að skoða það síðar. Það var hins vegar minna mál að breyta frímínútunum og nú geta þeir unglingar sem ekki vilja fara í íþróttahúsið með Rikka, verið í skólastofunni með William Óðni.
- Unglingarnir koma reglulega með ósk um að breyta reglum um símanotkun, við ætlum að kynna okkur það betur og skoða það vel.
- Álfaverkefnið sem Signý fékk styrk í og unnið er í samstarfi við Djúpsvogsskóla er formlega hafið, við segjum ykkur meira af því á næstu vikum.
- Árshátíðar undirbúningur er hafinn og nemendur í 7.bekk eru byrjaðir að æfa sig fyrir Stóru upplestrarkeppnina, spennandi að fylgjast með því, já og það styttist í vetrarfrí.
FLOTT VERKEFNI
Á yngstastigi eru nemendur að vinna með Afríkuþema hjá Mörtu og á miðstigi er Ania að kenna nemendum allt um frumur.
Frábær vinna hjá þeim.
Glæsilegar dúkristur á yngstastigi.
Fjör í náttúrufræði á miðstigi þar sem nemendur læra um dýra- og plöntufrumur og fengu að búa sínar eigin frumur.
FÖSTUDAGURINN 4.FEBRÚAR 2022
Á morgun, föstudaginn 4.febrúar verð ég í leyfi og því koma vikufréttir út í dag. Lilja verður staðgengill minn og hægt að hafa samband við hana ef erindið getur ekki beðið til mánudags.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Obba