Tæknótíðindi
8. nóvember 2024
Dagsetningar framundan
- 13. nóvember - skólaball (haldið með Borgó, FB, FÁ og FMOS)
- 18. nóvember
- Miðspannarmat birt
- Kennslumat fyrir áfanga á önn og seinni spönn opnað
- 19. nóvember - skólafundur
- 21. nóvember - skuggakosningar
Gegn einelti - skilaboð til þín
EKKO stefna og verklag í Tækniskólanum
Við viljum vekja athygli á stefnu Tækniskólans gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.
Stefna Tækniskólans er skýr: Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi og óviðeigandi hegðun er ekki liðin.
Í skólanum er lögð áhersla á að efla vitund starfsfólks og nemenda um mikilvægi jákvæðra samskipta og gera þau einkennandi í skólasamfélaginu. Skólinn leitar allra ráða til að fyrirbyggja og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan hátt.
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til þess að standa saman gegn ofbeldi og einelti. Sýnum ALÚÐ og umhyggju í samskiptum.
Í ár fór athöfnin fram í Tækniskólanum á Háteigsvegi og á dagskrá voru m.a. tónlistaratriði og ávarp frá nemendum skólans. Hvatningarverðlaunin 2024 hlaut Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari og jafnréttisfulltrúi við Menntaskólann á Laugarvatni. Fagráð gegn einelti hjá Menntamálastofnun valdi verðlaunahafa úr innsendum tilnefningum þar sem Freyja Rós varð fyrir valinu.
Frétt um athöfnina má lesa HÉR á vefsíðu skólans.
Nemendaskírteini
Við minnum á að nemendur skólans fá nemendaskírteini á bókasöfnum skólans.
Skírteinin virka sem aðgangskort sem nemendur þurfa að hafa á sér til að hafa aðang að skólahúsnæðinu og til að komast í læstar stofur til verkefnavinnu og á lesaðstöðu bókasafns utan opnunartíma. Einnig eru nemendskírteinin nauðsynleg fyrir nemendur til að geta prentað og ljósritað í skólanum.
Kjörstjórn skuggakosninga
Í tilefni alþingiskosninga þann 30. nóvember boða Landssamband ungmennafélaga (LUF) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) til skuggakosninga. Eins og mörgum er kunnugt um eru skuggakosningar liður í lýðræðisverkefninu #ÉgKýs sem hefur það að markmiði að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun.
Ætlunin er að halda skuggakosningar í Tækniskólanum.
Samkvæmt lögum um skuggakosningar ber að skipa kjörstjórn sem er skipuð fjórum nemendum og einum kennara. Nemendur sem hafa áhuga á að starfa í kjörstjórn geta sent tölvupóst á Lilju Ósk í gegnum netfangið lom@tskoli.is
Frábært tækifæri fyrir nemendur sem hafa áhuga á lýðræðinu, stjórnmálum eða félagsstörfum.