Fréttabréf Naustaskóla
1. tbl. 15. árg. 1. janúar 2023
Kæra skólasamfélag
Við viljum byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir samvinnuna á liðnu ári. Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og ný verkefni sem við hlökkum til að takast á við.
Vikuna 16. – 19. janúar verðum við með viku jákvæðs aga þar sem við ætlum að leggja áherslu á jákvæð samskipti nemenda, ábyrgð á eigin hegðun, samskipti á netinu, umhyggju og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Í þessari viku er einnig ætlunin að taka á slæmu orðbragði og virðingarleysi í samskiptum, sem því miður er allt of algengt bæði í samskiptum nemenda við starfsfólk og nemenda á milli. Óskum við eftir samvinnu við ykkur foreldra og biðjum ykkur að ræða um mikilvægi þess að sína virðingu í samskiptum og í framkomu við náungann. Við erum heppin að í Naustaskóla eru frábærir nemendur og starfsfólk sem alltaf er tilbúið að efla jákvæð samskipti. Mikilvægt er að heimili og skóli vinni saman að þessum mikilvæga verkefni að efla góð samskipti og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera góðar fyrirmyndir.
Nýárskveðjur,
Bryndís, Aðalheiður og Margrét Rún, stjórnendur Naustaskóla.
Jólasöngsalur
Jólaþemadagur
Upplestur á aðventunni
Einnig kom Bjarni Fritz og las upp úr bókunum sínum sem var mjög gaman.
Fréttir frá 4. - 5. bekk
Á þessu skólaári hefur verið lagt upp með að hafa fjölbreyttrar kennsluaðferðir í 4. og 5. bekk. Hafa kennarar lagt sitt af mörkum að höfða til nemenda með sem fjölbreyttustum hætti. Til að mynda hafa nemendur fengið að kynnast þeim fjölbreyttu möguleikjum sem Flippity hefur uppá að bjóða. Þar hafa kennarar undirbúið fjölmörg verkefni í flestum námsgreinum, til að mynda íslensku, þema og ensku. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga, lukkuhjól, minnisleikir og spurningakeppni. Eins erum við að vinna með appið/vefsíðuna Classkick í bæði stærðfræði og íslensku. Eins fara nemendur í eina smiðju til kennara og þar leggjum við áherslu á upplýsingatæknimennt – en eins og allir vita þá eru tölvurnar og tæknin framtíðin og því nauðsynlegt að nemendur okkar læri að nýta tækin á réttan hátt og auðveldi þeim lærdóminn. Með þessum „verkfærum“ sem við kennarar höfum í höndunum erum við að ýta undir sjálfstæði nemenda í kennslunni, minnka fjölda útprentaðra verkefna og stuðla að fjölbreyttari verkefnum sem ná til flest allra nemenda.
Skila þessi verkefni sér í jákvæðum viðbrögðum frá nemendum sem eru ávallt tilbúnir að prófa eitthvað nýtt og eru spenntir fyrir verkefnum frá kennurum.
Samþættingarverkefni í unglingadeild
Helgileikur á litlu jólum og jólasveinar í heimsókn
Foreldafélagið
Á döfinni
5. janúar smiðjuskil 2.-3. bekkur.
6. janúar Þrettándinn.
11. janúar - dagur íslenska táknmálsins.
12. janúar - danskennsla í boði foreldrafélagsins fyrir 1. - 5. bekk.
16. - 19. janúar - Jákvæðs aga vika.
20. janúar Bóndadagur/Þorri hefst.
Matseðill janúar
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustaskoli.is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 4604100